Lögreglurannsókn hafin vegna gruns um ofbeldi á leikskóla í Grafarvogi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. október 2016 13:39 Leikskólastjóri segir að unnið sé eftir ákveðnum verklagsreglum, en að ekkert renni stoðum undir að ásakanirnar eigi við rök að styðjast. vísir/vilhelm Starfsmaður á leikskólanum Korpukoti í Grafarvogi, sem sakaður er um að hafa beitt barn á leikskólanum ofbeldi, hefur verið leystur frá störfum á meðan málið er í rannsókn barnaverndaryfirvalda og lögreglu. Honum hefur verið boðin sálfræðimeðferð og starfsfólki leikskólans áfallahjálp, samkvæmt heimildum fréttastofu. Barnið sem um ræðir er tveggja ára stúlka. Hún er sögð hafa komið heim af leikskólanum fyrir nokkru síðan með áverka á læri, sem móðir hennar telur af mannavöldum. Móðirin fór á fund með Kristínu Björk Viðarsdóttur, leikskólastjóra Korpukots, sem samkvæmt heimildum hafði í kjölfarið sambandið við barnaverndaryfirvöld. Kristín Björk hefur ekki viljað tjá sig um málið en í tölvupósti sem hún sendi foreldrum segir hún að ekkert renni stoðum undir það að ásakanir móðurinnar eigi við rök að styðjast, en að unnið sé eftir ákveðnum verklagsreglum.Sjá einnig:„Þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk“Málið komið á borð lögreglu Málið er á borði Barnaverndar Kópavogs en Barnavernd Reykjavíkur var vanhæf í málinu vegna tengsla framkvæmdastjórans við fjölskyldu barnsins. Það barst nýlega inn á borð lögreglu, en lögum samkvæmt á barnavernd að hafa frumkvæði að því hvort óska eigi eftir lögreglurannsókn vegna brots gegn barni. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvernig rannsókn málsins miðar, hvorki frá lögreglu né Barnavernd Kópavogs. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er unnið að því að safna gögnum um málið, en umræddur leikskóli er einkarekinn og lýtur því öðrum reglum en leikskólar á vegum borgarinnar. Að sögn Helga Grímssonar, formanns skóla- og frístundasviðs, hefur leikskólinn fengið viðeigandi ráðleggingar, en segist lítið geta tjáð sig um málið að öðru leyti. Heimildir herma þó að borgin hafi þegar farið í eftirlitsferðir á leikskólann. Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu á dögunum að þegar um sé að ræða sjálfstætt starfandi leikskóla sé það hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða en að það sé hlutverk borgarinnar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar. Tengdar fréttir „Þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk“ Leikskólastjóri á leikskóla í Grafarvogi segir meint ofbeldi af hálfu starfsmanns í skólanum hafa verið tilkynnt til opinberra aðila. Hún hafnar þessum ásökunum. 13. október 2016 10:46 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Starfsmaður á leikskólanum Korpukoti í Grafarvogi, sem sakaður er um að hafa beitt barn á leikskólanum ofbeldi, hefur verið leystur frá störfum á meðan málið er í rannsókn barnaverndaryfirvalda og lögreglu. Honum hefur verið boðin sálfræðimeðferð og starfsfólki leikskólans áfallahjálp, samkvæmt heimildum fréttastofu. Barnið sem um ræðir er tveggja ára stúlka. Hún er sögð hafa komið heim af leikskólanum fyrir nokkru síðan með áverka á læri, sem móðir hennar telur af mannavöldum. Móðirin fór á fund með Kristínu Björk Viðarsdóttur, leikskólastjóra Korpukots, sem samkvæmt heimildum hafði í kjölfarið sambandið við barnaverndaryfirvöld. Kristín Björk hefur ekki viljað tjá sig um málið en í tölvupósti sem hún sendi foreldrum segir hún að ekkert renni stoðum undir það að ásakanir móðurinnar eigi við rök að styðjast, en að unnið sé eftir ákveðnum verklagsreglum.Sjá einnig:„Þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk“Málið komið á borð lögreglu Málið er á borði Barnaverndar Kópavogs en Barnavernd Reykjavíkur var vanhæf í málinu vegna tengsla framkvæmdastjórans við fjölskyldu barnsins. Það barst nýlega inn á borð lögreglu, en lögum samkvæmt á barnavernd að hafa frumkvæði að því hvort óska eigi eftir lögreglurannsókn vegna brots gegn barni. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvernig rannsókn málsins miðar, hvorki frá lögreglu né Barnavernd Kópavogs. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er unnið að því að safna gögnum um málið, en umræddur leikskóli er einkarekinn og lýtur því öðrum reglum en leikskólar á vegum borgarinnar. Að sögn Helga Grímssonar, formanns skóla- og frístundasviðs, hefur leikskólinn fengið viðeigandi ráðleggingar, en segist lítið geta tjáð sig um málið að öðru leyti. Heimildir herma þó að borgin hafi þegar farið í eftirlitsferðir á leikskólann. Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu á dögunum að þegar um sé að ræða sjálfstætt starfandi leikskóla sé það hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða en að það sé hlutverk borgarinnar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar.
Tengdar fréttir „Þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk“ Leikskólastjóri á leikskóla í Grafarvogi segir meint ofbeldi af hálfu starfsmanns í skólanum hafa verið tilkynnt til opinberra aðila. Hún hafnar þessum ásökunum. 13. október 2016 10:46 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
„Þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk“ Leikskólastjóri á leikskóla í Grafarvogi segir meint ofbeldi af hálfu starfsmanns í skólanum hafa verið tilkynnt til opinberra aðila. Hún hafnar þessum ásökunum. 13. október 2016 10:46