Lögreglurannsókn hafin vegna gruns um ofbeldi á leikskóla í Grafarvogi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. október 2016 13:39 Leikskólastjóri segir að unnið sé eftir ákveðnum verklagsreglum, en að ekkert renni stoðum undir að ásakanirnar eigi við rök að styðjast. vísir/vilhelm Starfsmaður á leikskólanum Korpukoti í Grafarvogi, sem sakaður er um að hafa beitt barn á leikskólanum ofbeldi, hefur verið leystur frá störfum á meðan málið er í rannsókn barnaverndaryfirvalda og lögreglu. Honum hefur verið boðin sálfræðimeðferð og starfsfólki leikskólans áfallahjálp, samkvæmt heimildum fréttastofu. Barnið sem um ræðir er tveggja ára stúlka. Hún er sögð hafa komið heim af leikskólanum fyrir nokkru síðan með áverka á læri, sem móðir hennar telur af mannavöldum. Móðirin fór á fund með Kristínu Björk Viðarsdóttur, leikskólastjóra Korpukots, sem samkvæmt heimildum hafði í kjölfarið sambandið við barnaverndaryfirvöld. Kristín Björk hefur ekki viljað tjá sig um málið en í tölvupósti sem hún sendi foreldrum segir hún að ekkert renni stoðum undir það að ásakanir móðurinnar eigi við rök að styðjast, en að unnið sé eftir ákveðnum verklagsreglum.Sjá einnig:„Þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk“Málið komið á borð lögreglu Málið er á borði Barnaverndar Kópavogs en Barnavernd Reykjavíkur var vanhæf í málinu vegna tengsla framkvæmdastjórans við fjölskyldu barnsins. Það barst nýlega inn á borð lögreglu, en lögum samkvæmt á barnavernd að hafa frumkvæði að því hvort óska eigi eftir lögreglurannsókn vegna brots gegn barni. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvernig rannsókn málsins miðar, hvorki frá lögreglu né Barnavernd Kópavogs. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er unnið að því að safna gögnum um málið, en umræddur leikskóli er einkarekinn og lýtur því öðrum reglum en leikskólar á vegum borgarinnar. Að sögn Helga Grímssonar, formanns skóla- og frístundasviðs, hefur leikskólinn fengið viðeigandi ráðleggingar, en segist lítið geta tjáð sig um málið að öðru leyti. Heimildir herma þó að borgin hafi þegar farið í eftirlitsferðir á leikskólann. Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu á dögunum að þegar um sé að ræða sjálfstætt starfandi leikskóla sé það hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða en að það sé hlutverk borgarinnar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar. Tengdar fréttir „Þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk“ Leikskólastjóri á leikskóla í Grafarvogi segir meint ofbeldi af hálfu starfsmanns í skólanum hafa verið tilkynnt til opinberra aðila. Hún hafnar þessum ásökunum. 13. október 2016 10:46 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Starfsmaður á leikskólanum Korpukoti í Grafarvogi, sem sakaður er um að hafa beitt barn á leikskólanum ofbeldi, hefur verið leystur frá störfum á meðan málið er í rannsókn barnaverndaryfirvalda og lögreglu. Honum hefur verið boðin sálfræðimeðferð og starfsfólki leikskólans áfallahjálp, samkvæmt heimildum fréttastofu. Barnið sem um ræðir er tveggja ára stúlka. Hún er sögð hafa komið heim af leikskólanum fyrir nokkru síðan með áverka á læri, sem móðir hennar telur af mannavöldum. Móðirin fór á fund með Kristínu Björk Viðarsdóttur, leikskólastjóra Korpukots, sem samkvæmt heimildum hafði í kjölfarið sambandið við barnaverndaryfirvöld. Kristín Björk hefur ekki viljað tjá sig um málið en í tölvupósti sem hún sendi foreldrum segir hún að ekkert renni stoðum undir það að ásakanir móðurinnar eigi við rök að styðjast, en að unnið sé eftir ákveðnum verklagsreglum.Sjá einnig:„Þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk“Málið komið á borð lögreglu Málið er á borði Barnaverndar Kópavogs en Barnavernd Reykjavíkur var vanhæf í málinu vegna tengsla framkvæmdastjórans við fjölskyldu barnsins. Það barst nýlega inn á borð lögreglu, en lögum samkvæmt á barnavernd að hafa frumkvæði að því hvort óska eigi eftir lögreglurannsókn vegna brots gegn barni. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvernig rannsókn málsins miðar, hvorki frá lögreglu né Barnavernd Kópavogs. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er unnið að því að safna gögnum um málið, en umræddur leikskóli er einkarekinn og lýtur því öðrum reglum en leikskólar á vegum borgarinnar. Að sögn Helga Grímssonar, formanns skóla- og frístundasviðs, hefur leikskólinn fengið viðeigandi ráðleggingar, en segist lítið geta tjáð sig um málið að öðru leyti. Heimildir herma þó að borgin hafi þegar farið í eftirlitsferðir á leikskólann. Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu á dögunum að þegar um sé að ræða sjálfstætt starfandi leikskóla sé það hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða en að það sé hlutverk borgarinnar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar.
Tengdar fréttir „Þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk“ Leikskólastjóri á leikskóla í Grafarvogi segir meint ofbeldi af hálfu starfsmanns í skólanum hafa verið tilkynnt til opinberra aðila. Hún hafnar þessum ásökunum. 13. október 2016 10:46 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
„Þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk“ Leikskólastjóri á leikskóla í Grafarvogi segir meint ofbeldi af hálfu starfsmanns í skólanum hafa verið tilkynnt til opinberra aðila. Hún hafnar þessum ásökunum. 13. október 2016 10:46