Grænn silkikjóll varð fyrir valinu Guðný Hrönn Antonsdóttir skrifar 11. desember 2016 21:00 Magnea Einarsdóttir er búin að finna jóladressið. Vísir/Eyþór Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir er búin að finna jóladressið þetta árið. Hún leitaði ekki lagt yfir skammt því hún klæðist sinni eigin hönnun yfir hátíðirnar. Magnea klæðist flíkum úr sinni eigin vetrarlínu yfir jólin. „Ég er þannig að ég vil helst ekki mæta í tvö jólaboð í sama kjólnum svo það kemur sér ágætlega að vera með gott úrval sem ég get valið úr. Ég ætla að vera í uppáhaldsflíkinni minni – grænum silkikjól með gegnsæju bakstykki á aðfangadag og nota svo prjónakjólana mína í veislurnar dagana á eftir sem ég hef hugsað mér að poppa upp með silkitoppum og skarti. Eftir jólin held ég svo áfram að nota þá hversdags,“ segir hún. Magnea kveðst vera vandlát þegar kemur að jólafötunum. „Já, síðustu ár hef ég fengið mér fallega íslenska hönnun fyrir jólin. Annars finn ég oftast eitthvað í „vintage“-verslunum. Ég get verið mjög vandlát á föt og vil helst vera í einhverju sem enginn annar á svo ég hef oftar en ekki endað á að setja saman mín eigin dress úr fataskápnum og keypt mér fylgihluti til að setja punktinn yfir i-ð.“Græni kjóllinn sem Magnea ætlar að klæðast um jólin.„Vintage“-prjónakjóll eftirminnilegasturÞegar Magnea rifjar upp eftirminnilegasta jóladress sitt þá kemur „vintage“-kjóll upp í hugann. „Það er hvítur síður prjónakjóll með silfurþráðum sem ég keypti í „vintage“-búð í London þegar ég bjó þar fyrir nokkrum árum.“ Aðspurð út í eftirminnilegustu tísku-jólagjöfina sína nefnir hún bækur. „Fyrsta árið mitt í fatahönnun fengu allir fjölskyldumeðlimir sömu hugmynd og gáfu mér veglegar tískubækur í jólagjöf. Ég elska fátt meira en fallegar bækur svo ég var í skýjunum með þessar gjafir.“ Magnea selur hönnun sína í versluninni Kiosk á Laugavegi ásamt öðrum hönnuðum. Í þeirri verslun er ýmislegt fallegt að finna og sú flík sem er á óskalista Magneu þessa stundina kemur einmitt frá öðrum hönnuði Kiosk. „Mig dreymir um dásamlega fallegan bláan kjól frá Millu Snorrason sem var að koma í verslunina okkar.“ Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir er búin að finna jóladressið þetta árið. Hún leitaði ekki lagt yfir skammt því hún klæðist sinni eigin hönnun yfir hátíðirnar. Magnea klæðist flíkum úr sinni eigin vetrarlínu yfir jólin. „Ég er þannig að ég vil helst ekki mæta í tvö jólaboð í sama kjólnum svo það kemur sér ágætlega að vera með gott úrval sem ég get valið úr. Ég ætla að vera í uppáhaldsflíkinni minni – grænum silkikjól með gegnsæju bakstykki á aðfangadag og nota svo prjónakjólana mína í veislurnar dagana á eftir sem ég hef hugsað mér að poppa upp með silkitoppum og skarti. Eftir jólin held ég svo áfram að nota þá hversdags,“ segir hún. Magnea kveðst vera vandlát þegar kemur að jólafötunum. „Já, síðustu ár hef ég fengið mér fallega íslenska hönnun fyrir jólin. Annars finn ég oftast eitthvað í „vintage“-verslunum. Ég get verið mjög vandlát á föt og vil helst vera í einhverju sem enginn annar á svo ég hef oftar en ekki endað á að setja saman mín eigin dress úr fataskápnum og keypt mér fylgihluti til að setja punktinn yfir i-ð.“Græni kjóllinn sem Magnea ætlar að klæðast um jólin.„Vintage“-prjónakjóll eftirminnilegasturÞegar Magnea rifjar upp eftirminnilegasta jóladress sitt þá kemur „vintage“-kjóll upp í hugann. „Það er hvítur síður prjónakjóll með silfurþráðum sem ég keypti í „vintage“-búð í London þegar ég bjó þar fyrir nokkrum árum.“ Aðspurð út í eftirminnilegustu tísku-jólagjöfina sína nefnir hún bækur. „Fyrsta árið mitt í fatahönnun fengu allir fjölskyldumeðlimir sömu hugmynd og gáfu mér veglegar tískubækur í jólagjöf. Ég elska fátt meira en fallegar bækur svo ég var í skýjunum með þessar gjafir.“ Magnea selur hönnun sína í versluninni Kiosk á Laugavegi ásamt öðrum hönnuðum. Í þeirri verslun er ýmislegt fallegt að finna og sú flík sem er á óskalista Magneu þessa stundina kemur einmitt frá öðrum hönnuði Kiosk. „Mig dreymir um dásamlega fallegan bláan kjól frá Millu Snorrason sem var að koma í verslunina okkar.“
Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira