Þjófkennd af eigin fjölskyldu í fjarlægu landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2016 12:15 Björg Steinunn mælir með skiptinámi við alla þrátt fyrir að skipst hafi á skin og skúrir í Kostaríka. Myndir af bloggsíðu Bjargar Björg Steinunn Gunnarsdóttir er tiltölulega nýkomin til landsins eftir ársdvöl sem skiptinemi í Kostaríka. Björg var þjófkennd af eigin fjölskyldu, rænd, moskítófluga festist í eyra hennar og það leið yfir hana sökum blóðmissis. Hún þurfti að skipta um fjölkskyldu og bjó í smábæ þar sem ekkert var að frétta, einn lélegur pítsustaður og annar kínverskur. Höfuðborgin San Jose, í klukkustundafjarlægð, heillaði hana ekki heldur. Þrátt fyrir allt mælir hún heils hugar með skiptinámi við alla. Greinin hennar Bjargar Steinunnar vakti mikla athygli. Björg skrifaði kaldhæðna grein um skiptinám í Fréttablaðið á föstudaginn en titill greinarinnar er „Ekki fara í skiptinám“. Á milli línanna má lesa að upplifunin hefur verið mikil og tekur Björg undir það. Hún ákvað upp úr þurru að skella sér til Kostaríka á vegum AFS-samtakanna. Sérstaklega hafi verið erfitt fyrstu mánuðina þegar hún skildi lítið. „Þá ætlaði ég líka bara að eiga samskipti við Ísland í bréfum, frekar asnalegt enda tekur kannski tvo mánuði að senda bréf til Íslands,“ segir Björg. Hún bjó hjá fjölskyldu í hálft ár en skyndilega dró ský fyrir sólu þegar Björg var þjófkennd, af eigin fjölskyldu. „Ég var búin að vera hjá þeim í sex mánuði og svo var allt í einu boðaður fundur,“ segir Björg sem leið ágætlega hjá fjölskyldunni þótt tengingin væri ekki mjög djúp, enda skildi hún lítið framan af sökum tungumálaörðugleika. Björg með vinkonum sínum Katie og Sofie.Mynd úr einkasafni „Það vantaði eitthvað armband og peninga úr herbergi mömmu minnar og ég var sökuð um að hafa tekið þá,“ segir Björg sem eðlilega fannst óþægilegt að vera sökuð um að stela af eigin fjölskyldu. Armbandið hafi svo fundist fyrir rest en þá var orðið ljóst að hún þyrfti að skipta um fjölskyldu. „Þetta var ekki alveg nógu gott og AFS í Kostaríka stóð sig ekki nógu vel í þessu máli. Spurðu mig hvort ég hefði selt þetta armband og hvaðan ég fengi peningana sem ég væri með. Hvaða peningar þetta væru sem ég notaði þegar ég færi í mall-ið,“ segir Björg. Hún hafi svarað að það væri bara hennar peningur sem þótti grunsamlegt. Seinni fjölskyldan reyndist betri en sú fyrri sem Björg á þó góðar minningar hjá þótt endirinn hefði mátt vera betri. Ýmislegt var þó skrýtið. Til dæmis hafi pabbi hennar endurtekið verið að segja henni að hann væri dauðvona, eða þannig skildi hún hann. „Ég hélt fyrst að hann væri að grínast, þetta var algjört rugl,“ segir Björg og greinilegt að erfiðleikar steðjuðu að fjölskyldunni. Björg slasaði sig á fæti við brimbrettaiðkun.Mynd úr einkasafni Bestu minningarnar frá dvölinni ytra voru í faðmi nýrra vina frá hinum og þessum löndum. Ástralir, Nýsjálendingar, Japanir, Svisslendingar og Danir. Ferðir á ströndina eru eftirminnilegar en ekki bara af góðu. Þannig fékk Björg til dæmis moskítóflugu í eyrað í fyrstu ferðinni á ströndina en hún segist hafa verið mikill hrakfallabálkur þegar kom að strandferðunum og mikið verið hlegið að því. Vegna moskítóflugunnar þurfti hún að fara á sjúkrahús og ekki í fyrsta skiptið. „Þegar ég fór á brimbretti í fyrsta skipti hljóp ég á stein og meiddi mig, en fór bara að sofa því ég hélt þetta væri ekki svo slæmt. Svo vaknaði ég í kojunni en komst ekki niður úr henni því það leið næstum yfir mig,“ segir Björg en það var skammgóður vermir. Skömmu seinna leið yfir hana vegna blóðmissi og þurfti að sauma spor. Björg Steinunn ásamt góðum vinum.Mynd úr einkasafni „Og svo var ég rænd,“ segir Björg eins og ekkert sé eðlilegra en það gerðist að næturlagi þegar hún var í gönguferð um miðbæinn. Það gerðist seint á dvalartímanum og fannst henni eiginlega eins og það væri bara komið að henni. Það kom henni ekki á óvart. Björg bjó í bænum Puriscal sem er lítill fjallabær í um klukkustundarakstursfjarlægð frá höfuðborginni, San Jose. „Það er ekki neitt þarna, einn slæmur pítsustaður og einn kínverskur veitingastaður,“ segir Björg sem fór oft til San Jose. „Þótt borgin sé frekar ljót og mikið rusl.“ Af frásögn Bjargar að dæma mætti halda að líf skiptinemans sé ekki dans á rósum. Og það var það svo sannarlega ekki eins og marka má á frásögn Bjargar. Hún segir þetta hins vegar bara skemmtilegar sögur frá lærdómsríkum tíma og hikar ekki við að mæla með skiptinámi. Hún á heimboð í löndum um allan heim en fyrst á dagskrá er að halda áfram námi við Menntaskólann í Hamrahlíð þar sem hún hefur lokið einu ári. Nánar má lesa um ævintýri Bjargar í Kostaríka á bloggsíðu hennar. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Björg Steinunn Gunnarsdóttir er tiltölulega nýkomin til landsins eftir ársdvöl sem skiptinemi í Kostaríka. Björg var þjófkennd af eigin fjölskyldu, rænd, moskítófluga festist í eyra hennar og það leið yfir hana sökum blóðmissis. Hún þurfti að skipta um fjölkskyldu og bjó í smábæ þar sem ekkert var að frétta, einn lélegur pítsustaður og annar kínverskur. Höfuðborgin San Jose, í klukkustundafjarlægð, heillaði hana ekki heldur. Þrátt fyrir allt mælir hún heils hugar með skiptinámi við alla. Greinin hennar Bjargar Steinunnar vakti mikla athygli. Björg skrifaði kaldhæðna grein um skiptinám í Fréttablaðið á föstudaginn en titill greinarinnar er „Ekki fara í skiptinám“. Á milli línanna má lesa að upplifunin hefur verið mikil og tekur Björg undir það. Hún ákvað upp úr þurru að skella sér til Kostaríka á vegum AFS-samtakanna. Sérstaklega hafi verið erfitt fyrstu mánuðina þegar hún skildi lítið. „Þá ætlaði ég líka bara að eiga samskipti við Ísland í bréfum, frekar asnalegt enda tekur kannski tvo mánuði að senda bréf til Íslands,“ segir Björg. Hún bjó hjá fjölskyldu í hálft ár en skyndilega dró ský fyrir sólu þegar Björg var þjófkennd, af eigin fjölskyldu. „Ég var búin að vera hjá þeim í sex mánuði og svo var allt í einu boðaður fundur,“ segir Björg sem leið ágætlega hjá fjölskyldunni þótt tengingin væri ekki mjög djúp, enda skildi hún lítið framan af sökum tungumálaörðugleika. Björg með vinkonum sínum Katie og Sofie.Mynd úr einkasafni „Það vantaði eitthvað armband og peninga úr herbergi mömmu minnar og ég var sökuð um að hafa tekið þá,“ segir Björg sem eðlilega fannst óþægilegt að vera sökuð um að stela af eigin fjölskyldu. Armbandið hafi svo fundist fyrir rest en þá var orðið ljóst að hún þyrfti að skipta um fjölskyldu. „Þetta var ekki alveg nógu gott og AFS í Kostaríka stóð sig ekki nógu vel í þessu máli. Spurðu mig hvort ég hefði selt þetta armband og hvaðan ég fengi peningana sem ég væri með. Hvaða peningar þetta væru sem ég notaði þegar ég færi í mall-ið,“ segir Björg. Hún hafi svarað að það væri bara hennar peningur sem þótti grunsamlegt. Seinni fjölskyldan reyndist betri en sú fyrri sem Björg á þó góðar minningar hjá þótt endirinn hefði mátt vera betri. Ýmislegt var þó skrýtið. Til dæmis hafi pabbi hennar endurtekið verið að segja henni að hann væri dauðvona, eða þannig skildi hún hann. „Ég hélt fyrst að hann væri að grínast, þetta var algjört rugl,“ segir Björg og greinilegt að erfiðleikar steðjuðu að fjölskyldunni. Björg slasaði sig á fæti við brimbrettaiðkun.Mynd úr einkasafni Bestu minningarnar frá dvölinni ytra voru í faðmi nýrra vina frá hinum og þessum löndum. Ástralir, Nýsjálendingar, Japanir, Svisslendingar og Danir. Ferðir á ströndina eru eftirminnilegar en ekki bara af góðu. Þannig fékk Björg til dæmis moskítóflugu í eyrað í fyrstu ferðinni á ströndina en hún segist hafa verið mikill hrakfallabálkur þegar kom að strandferðunum og mikið verið hlegið að því. Vegna moskítóflugunnar þurfti hún að fara á sjúkrahús og ekki í fyrsta skiptið. „Þegar ég fór á brimbretti í fyrsta skipti hljóp ég á stein og meiddi mig, en fór bara að sofa því ég hélt þetta væri ekki svo slæmt. Svo vaknaði ég í kojunni en komst ekki niður úr henni því það leið næstum yfir mig,“ segir Björg en það var skammgóður vermir. Skömmu seinna leið yfir hana vegna blóðmissi og þurfti að sauma spor. Björg Steinunn ásamt góðum vinum.Mynd úr einkasafni „Og svo var ég rænd,“ segir Björg eins og ekkert sé eðlilegra en það gerðist að næturlagi þegar hún var í gönguferð um miðbæinn. Það gerðist seint á dvalartímanum og fannst henni eiginlega eins og það væri bara komið að henni. Það kom henni ekki á óvart. Björg bjó í bænum Puriscal sem er lítill fjallabær í um klukkustundarakstursfjarlægð frá höfuðborginni, San Jose. „Það er ekki neitt þarna, einn slæmur pítsustaður og einn kínverskur veitingastaður,“ segir Björg sem fór oft til San Jose. „Þótt borgin sé frekar ljót og mikið rusl.“ Af frásögn Bjargar að dæma mætti halda að líf skiptinemans sé ekki dans á rósum. Og það var það svo sannarlega ekki eins og marka má á frásögn Bjargar. Hún segir þetta hins vegar bara skemmtilegar sögur frá lærdómsríkum tíma og hikar ekki við að mæla með skiptinámi. Hún á heimboð í löndum um allan heim en fyrst á dagskrá er að halda áfram námi við Menntaskólann í Hamrahlíð þar sem hún hefur lokið einu ári. Nánar má lesa um ævintýri Bjargar í Kostaríka á bloggsíðu hennar.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira