Innlent

Heimsækja alla grunnskóla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Loftsson
Ólafur Loftsson
Forystumenn Félags grunnskólakennara ætla að heimsækja alla grunnskóla á landinu næstu vikurnar og ræða við kennara þar um þá stöðu sem er upp komin. Eins og kunnugt er höfnuðu kennarar kjarasamningum í annað sinn, fyrr í mánuðinum.

Ólafur Loftsson, formaður félagsins, segir að skólarnir séu á bilinu 160-170 talsins og því megi búast við því að verkefnið geti tekið nokkrar vikur.

„Við erum þegar búin að hitta sveitarfélögin og eigum fund með þeim í næstu viku,“ segir Ólafur. Undirbúningsvinnunni sé því fram haldið. „En við förum ekki í djúpar efnislegar viðræður fyrr en við erum búin að heyra í fólkinu okkar,“ segir Ólafur. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×