Vilja koma í veg fyrir massatúrisma Heiðar Lind Hansson skrifar 16. september 2016 07:00 Ferðamenn virða fyrir sér Lóndranga frá Svalþúfu í Snæfellsjökulsþjóðgarði. vísir/gva Snæfellsbær vinnur nú með með þær hugmyndir að takmarka aðgengi að náttúruperlum í sveitarfélaginu til að tryggja vernd þeirra og koma í veg fyrir of mikinn ágang ferðamanna. Hugmyndirnar eru liður í vinnu sveitarfélagsins að nýju aðalskipulagi sem á að taka gildi vorið 2017. Straumur ferðamanna út á Snæfellsnes hefur aukist verulega á síðustu fimm árum og býst Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, við að þeir verði 500 þúsund í ár. „Við viljum helst geta tekið á móti sem flestum, en þá verðum við að gera það með skipulagi. Með því teljum við okkur ekki vera að gera annað en að passa náttúruna fyrst og fremst og einnig að passa að þeir sem koma til okkar fái ánægjulega upplifun á svæðinu. Það skiptir mestu máli,“ segir Kristinn sem segir að heimamenn vilji forðast örtröð á ferðamannastöðum sem sumir hafa uppnefnt „massatúrisma“.Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar.Kristinn segir að ýmsar hugmyndir hafi komið fram til að ná þessum markmiðum. Hann nefnir sem dæmi mögulegt bann á stórar rútur á sumum stöðum, setja stærðartakmarkanir á þær og einnig hvort rafmagnsbílar skuli nýttir til að flytja fólk að náttúruperlu frá bílastæðum. Hann leggur áherslu á að Snæfellsbær vilji áfram vera í góðu samstarfi við ferðaþjónustuaðila. „Við viljum þó gera þetta á okkar forsendum, það er aðalatriðið,“ segir Kristinn og bendir á að þessi áhersla sé í samræmi við Earth Check umhverfisvottunina sem Snæfellsnes hlaut árið 2008. „Í okkar huga skiptir miklu máli að dreifa ferðamönnum þannig að það séu ekki að koma 500 þúsund manns á einn stað. Við viljum heldur koma því þannig fyrir að fólk sé að koma líka á aðra staði hjá okkur,“ segir Kristinn. „Við ætlum að gera hlutina eins og við teljum best fyrir náttúruna, samfélagið og Ísland í heild sinni.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Snæfellsbær vinnur nú með með þær hugmyndir að takmarka aðgengi að náttúruperlum í sveitarfélaginu til að tryggja vernd þeirra og koma í veg fyrir of mikinn ágang ferðamanna. Hugmyndirnar eru liður í vinnu sveitarfélagsins að nýju aðalskipulagi sem á að taka gildi vorið 2017. Straumur ferðamanna út á Snæfellsnes hefur aukist verulega á síðustu fimm árum og býst Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, við að þeir verði 500 þúsund í ár. „Við viljum helst geta tekið á móti sem flestum, en þá verðum við að gera það með skipulagi. Með því teljum við okkur ekki vera að gera annað en að passa náttúruna fyrst og fremst og einnig að passa að þeir sem koma til okkar fái ánægjulega upplifun á svæðinu. Það skiptir mestu máli,“ segir Kristinn sem segir að heimamenn vilji forðast örtröð á ferðamannastöðum sem sumir hafa uppnefnt „massatúrisma“.Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar.Kristinn segir að ýmsar hugmyndir hafi komið fram til að ná þessum markmiðum. Hann nefnir sem dæmi mögulegt bann á stórar rútur á sumum stöðum, setja stærðartakmarkanir á þær og einnig hvort rafmagnsbílar skuli nýttir til að flytja fólk að náttúruperlu frá bílastæðum. Hann leggur áherslu á að Snæfellsbær vilji áfram vera í góðu samstarfi við ferðaþjónustuaðila. „Við viljum þó gera þetta á okkar forsendum, það er aðalatriðið,“ segir Kristinn og bendir á að þessi áhersla sé í samræmi við Earth Check umhverfisvottunina sem Snæfellsnes hlaut árið 2008. „Í okkar huga skiptir miklu máli að dreifa ferðamönnum þannig að það séu ekki að koma 500 þúsund manns á einn stað. Við viljum heldur koma því þannig fyrir að fólk sé að koma líka á aðra staði hjá okkur,“ segir Kristinn. „Við ætlum að gera hlutina eins og við teljum best fyrir náttúruna, samfélagið og Ísland í heild sinni.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira