Innlent

Handteknar eftir slagsmál í heimahúsi í Austurbænum

Atli Ísleifsson skrifar
kömmu eftir miðnætti barst lögreglu tilkynning um ósætti og ágreining sambýlisfólks í heimahúsi í Garðabæ.
kömmu eftir miðnætti barst lögreglu tilkynning um ósætti og ágreining sambýlisfólks í heimahúsi í Garðabæ. Vísir/Pjetur
Tvær konur voru handteknar og vistaðar í fangageymslu í kjölfar þess að tilkynningar bárust um mikinn hávaða í heimahúsi í Austurbæ Reykjavíkur skömmu eftir miðnætti.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að þegar lögregla kom á vettvang hafi komið á daginn að konurnar höfðu lent í slagsmálum og verða þær yfirheyrðar í dag þegar runnið hefur af þeim.

Skömmu eftir miðnætti barst lögreglu tilkynning um ósætti og ágreining sambýlisfólks í heimahúsi í Garðabæ. Þar var karlmaður handtekinn og hann vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.  

Þá var ökumaður á stöðvaður um miðja nótt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni blóð og skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×