Innlent

Leita Íslendings á Spáni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Síðast heyrðist í manninum 4. september þegar hann sagðist hafa verið rændur.
Síðast heyrðist í manninum 4. september þegar hann sagðist hafa verið rændur.
Embætti ríkislögreglustjóra hefur sent fyrirspurn til spænskra lögregluyfirvalda vegna Íslendings sem ekkert hefur spurst til síðan í byrjun mánaðar. Óttast er að maðurinn sé án vegabréfs og kreditkorts. RÚV greinir frá.

Fjölskylda mannsins hefur lýst eftir honum á Facebook-síðunni „Íslendingar búsettir á Spáni“. Þar kemur fram að maðurinn heiti Valdimar Svavarsson, sé 65 ára sjómaður, lágvaxinn og grannur með skollitað hár.

Tekið er fram að fjölskyldan hafi ekki heyrt í manninum síðan 4.september þegar hann sagðist hafa verið rændur og því án vegabréfs, síma og kreditkorts. Hann átti að fara með vél frá Alicante til Íslands þann dag.

Fjölskylda mannsins biður þá sem telja sig geta veitt upplýsingar um ferðir hans að hafa samband í gegnum netfangið rosa.olof@simnet.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×