Innlent

Forsetinn fagnaði sigri stelpnanna

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson tekur í höndina á Margréti Láru Viðarsdóttur, fyrirliða Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson tekur í höndina á Margréti Láru Viðarsdóttur, fyrirliða Íslands. vísir/anton brink
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fagnaði ákaft í leik Íslands og Slóveníu á Laugardalsvellinum í kvöld.  Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu vann stórsigur á Slóvenum, eða 4-0, en fyrr í dag varð það ljóst að Ísland væri öruggt með sæti sitt á EM í Hollandi.

Með sigrinum er liðið komið í úrslit þriðja skiptið í röð og hefur því enn og aftur sýnt það og sannað að íslenska liðið er eitt það besta í álfunni.

Anton Brink ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins var á Laugardalsvellinum í kvöld og náði meðfylgjandi mynd af Guðna Th. þakka íslenska liðinu fyrir.

Fagnaðarlæti Guðna voru reyndar svo mikil að þau vöktu athygli nærstaddra sem og þeirra sem fylgdust með leiknum í sjónvarpi, líkt og sjá má á meðfylgjandi tístum.

Stelpurnar okkar fara til Hollands og það leynir sér ekki að Guðni ætlar líka!

A photo posted by Fótbolti.net (@fotboltinet) on


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×