Innlent

Lögreglan varar við fentanýl

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Fjölmörg dauðsföll á Norðurlöndunum eru rakin til notkunar á fentanýl.
Fjölmörg dauðsföll á Norðurlöndunum eru rakin til notkunar á fentanýl.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir á að notkun verkjalyfsins fentanýl skuli ávallt vera í samráði við lækni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

„Fentanýl er mjög sterkt verkjalyf og getur valdið dauða hjá þeim sem kunna ekki með það að fara. Fjölmörg dauðsföll á Norðurlöndunum eru rakin til notkunar á fentanýl, en lögreglan rannsakar nú andlát ungs manns á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi þar sem grunur leikur á að umrætt lyf hafi komið við sögu.

Lögreglan hefur jafnframt áhyggjur að fentanýl kunni að ganga hér kaupum og sölum í formi dufts, kristalla og taflna. Vitað er að fentanýl er boðið til sölu á netinu hjá aðilum í Asíu og Suður-Ameríku. Lögreglan ítrekar að fentanýl er mjög sterkt verkjalyf og því stórhættulegt í höndum þeirra sem kunna ekki með það að fara og á einvörðungu að nota í samráði við lækni.“

Lögreglan vill einnig vekja athygli á umfjöllun um lyfið frá embætti landlæknis annars vegar og Lyfju hins vegar.

Þá hefur lyfjastofnun einnig birt ítarlegar upplýsingar um fentanýl ætlaðar almenningi. Þær upplýsingar má nálgast hér.


Tengdar fréttir

Fentanýl hundrað sinnum sterkara en morfín

Yfirlæknir Lyfjastofnunar segir mikið áhyggjuefni að verið sé að misnota verkjalyfið Fentanýl í auknum mæli hér á landi. Lyfið er hundrað sinnum sterkara en morfín og fimmtíu sinnum sterkara en heróín.

Á sviðinu með Gísla Pálma fyrr um kvöldið

Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund aðfaranótt sunnudags. Annar maður lést sama kvöld. Lögregla rannsakar hvort lyfið fentanýl hafi komið við sögu í báðum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×