Enski boltinn

Grobbelaar: Liverpool verður meistari á næstu tveimur árum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bruce Grobbelaar fyrrverandi markvörður Liverpool segir að félagið verði enskur meistari innan tveggja ára. Grobbelaar var á Íslandi um helgina og heiðursgestur á árshátíð stuðningsmanna Liverpool hér á landi. 

„Að vera partur af þessu Liverpool-liði var eins og að fá draum sinn uppfylltan,“ segir Grobbelaar sem er 58 ára og er einn af sigursælustu markvörðum allra tíma. Hann vann 13 stóra titla með Liverpool frá árinu 1981-1994. Hann lék 627 leiki með félaginu.

„Liverpool er bara ein stór fjölskylda og það er frábært að vera hjá félaginu í svona langan tíma.“

Hver var bestir leikmaðurinn sem hann spilaði með?

„Besti leikmaðurinn sem ég spilaði með á mínum ferli var Graham Souness, hann gat allt. Hann gat spilað allar stöður inni á vellinum.“

Hann hefur mikla trú á Jurgen Klopp, núverandi stjóra Liverpool.

„Við erum með réttan stjóra núna og get alveg séð fyrir mér að við verðum meistarar á næstu tveimur árum. Um leið og við vinnum einn, þá eigum við eftir að vinna marga til viðbótar.“

Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti Grobbelaar um helgina. Viðtalið við hann má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×