Enski boltinn

Liverpool ekki í neinum vandræðum með Stoke | Sjáðu mörkin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Moreno fagnar marki sínu í dag.
Moreno fagnar marki sínu í dag. vísir/getty
Liverpool vann auðveldan heimasigur, 4-1, á Stoke City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Leikurinn hófst vel fyrir Liverpool þegar Alberto Moreno skoraði fyrsta mark leiksins á áttundu mínútu eftir fínt skot á markið. Um stundarfjórðungi síðar jafnaði Stoke þegar Bojan skallaði boltann í netið.

Daniel Sturridge kom heimamönnum yfir með glæsilegu marki á 32. mínútu og var staðan 2-1 í hálfleik.

Þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum skoraði Divock Origi þriðja mark Liverpool og hann var síðan aftur á ferðinni korteri síðar þegar hann skoraði sitt annað mark í leiknum.

Niðurstaðan auðveldur sigur Liverpool sem er í áttunda sæti deildarinnar með 48 stig en Stoke er í því níunda með 47 stig.

Moreno skorar fyrir Liverpool
Bojan jafnar fyrir Stoke
Daniel Sturridge skorar fyrir Liverpool
Divock Origi kemur Liverpool í 3-1
Divock Origi kemur Liverpool í 4-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×