Enski boltinn

Refirnir hans Ranieri með 10 stiga forystu á toppnum | Sjáðu mörkin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leicester hefur unnið fjóra leiki í röð, alla 1-0.
Leicester hefur unnið fjóra leiki í röð, alla 1-0. vísir/getty
Leicester steig risastórt skref í áttina að Englandsmeistaratitlinum í dag þegar liðið vann Sunderland 2-0.

Fyrsta mark leiksins gerði markaskorarinn Jamie Vardy þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.

Liðið óð í dauðafærum undir lok leiksins og náði Vardy að skora annað mark leiksins í uppbótartíma.

Ótrúlegt gengi liðsins heldur áfram og hefur liðið nú 10 stiga forskot á toppi deildarinnar en Tottenham mætir Manchester United síðar í dag og getur minnkað muninn niður í sjö stig takist liðinu að vinna United.

Besti árangur Leicester í efstu deild á Englandi er annað sætið árið 1929. Liðið hefur í fjórgang komist í úrslitaleik enska bikarsins en alltaf tapað. Nú virðist fátt geta komið í veg fyrir það að Leicester verði enskur meistari í maí.

Jamie Vardy kemur Leicester í 1-0
Vardy kemur Leicester í 2-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×