Innlent

Grænt ljós á kjúklingabú í Rangárþingi ytra

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í kjúklingabúi.
Í kjúklingabúi. vísir/friðrik þór
Byggðarráð Rangárþings ytra hefur heimilað áframhaldandi vinnu við nýtt deiliskipulag vegna áformaðs 60 þúsund fugla umdeilds kjúklingabús á Jarlsstöðum.

Fram kom í byggðarráðinu að rannsókn sem gerð var að kröfu Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps leiddi í ljós að ekki væri talin hætta á mengun í grunnvatn. Komið hafi verið til móts við athugasemdir sem snúi að mengunar- og umhverfismálum. Því sé beint til framkvæmdaaðilans að haga litavali þannig að sem minnst beri á húsinu.

„Fyrirhuguð staðsetning hússins er að öðru leyti vel innan marka reglugerða um fjarlægðir og telur nefndin því að ekki sé tilefni til annars en að heimila umsækjanda að halda áfram gerð deiliskipulagsins.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×