Landsvirkjun herðir á kröfum um réttindi starfsfólks samstarfsaðila Heimir Már Pétursson skrifar 15. september 2016 13:12 Forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið leggja ofuráherslu á að undirverktakar og aðrir samstarfsaðilar þess fari í einu og öllu eftir íslenskum lögum og kjarasamningum. Þess vegna hafi verið skerpt á reglum hvað þetta varðar sem gefi Landsvirkjun sterkari úrræði til að fylgja þessari stefnu eftir. Landsvirkjun hefur sett sér reglur um svo kallaða keðjuábyrgð. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir reglunum ætlað að tryggja að allir sem vinni fyrir Landsvirkjun á óbeinan hátt, hjá verktökum, undirverktökum eða starfsmannaleigum, njóti réttinda og kjara í samræmi við lög og kjarasamninga. „Þetta hefur allt verið í okkar samningum í langan tíma en það sem við erum að breyta núna er að setja inn sterkari úrræði fyrir okkur um hvernig við getum fylgt þessu eftir. Þá með dagsektum. Bæði ef við teljum að það sé pottur brotinn og eins ef aðilar sýna tómlæti og svara ekki beiðnum um upplýsingar. Þannig að Þannig að það er verið að styrkja hvernig við tökum á ef upp kemur grunur um að eitthvað megi betur fara,“ segir Hörður. Landsvirkjun geri samninga við fjölda innlendra og erlendra verktaka í starfsemi sinni. Miklar umræður urðu í þjóðfélaginu þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð á sínum tíma. Verkalýðshreyfingin þurfti að hafa ítrekuð afskipti af starfsemi ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo vegna brota á samningum um launakjör og aðstæður verkafólks.Eruð þið brennd af reynslunni? „Ég myndi orða það þannig að við viljum alltaf gera betur. Eftir það verkefni var reglum breytt heilmikið. Við höfum unnið mjög náið með verkalýðshreyfingunni og verkalýðsfélögum á hverjum stað. Það samstarf hefur gengið mjög vel. En með þessu erum við að taka stórt skref til betri úrræða. Það er líka mikilvægt að þetta nær ekki eingöngu til verktaka. Þetta er fyrir alla þjónustu aðila. Alla þjónustu sem nú er unnin fyrir Landsvirkjun. Hvort það er bygging virkjana, ræsting eða annað. Þá erum við komin með úrræði til að geta tryggt að farið sé að settum reglum,“ segir Hörður. Landsvirkjun fylgist með því að samningsaðilar fyrirtækisins fari að settum reglum. „Það er líka ljóst að þær aðstæður sem eru á vinnumarkaði núna þar sem er mikil þensla, eykst hætta á félagslegum undirboðum. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að það gerist hjá okkur,“ Nýju reglurnar geri Landsvirkjun auðveldara að krefja samstarfsaðila um svör og beita úrræðum og jafnvel riftun samninga ef brot séu alvarleg. Hörður segir að Landsvirkjun hafi horft til þess og kannað hvernig þessum málum væri háttað á Norðurlöndunum. „Og ég vil meina að við séum að ganga lengra en flestir hafa gengið þar sem þetta nær einnig yfir alla þjónustu hjá okkur. Þetta nær ekki eingöngu til framkvæmda. Við leggjum ofuráherslu á að öllum samningum og reglum sé fylgt,“ segir Hörður Arnarson. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið leggja ofuráherslu á að undirverktakar og aðrir samstarfsaðilar þess fari í einu og öllu eftir íslenskum lögum og kjarasamningum. Þess vegna hafi verið skerpt á reglum hvað þetta varðar sem gefi Landsvirkjun sterkari úrræði til að fylgja þessari stefnu eftir. Landsvirkjun hefur sett sér reglur um svo kallaða keðjuábyrgð. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir reglunum ætlað að tryggja að allir sem vinni fyrir Landsvirkjun á óbeinan hátt, hjá verktökum, undirverktökum eða starfsmannaleigum, njóti réttinda og kjara í samræmi við lög og kjarasamninga. „Þetta hefur allt verið í okkar samningum í langan tíma en það sem við erum að breyta núna er að setja inn sterkari úrræði fyrir okkur um hvernig við getum fylgt þessu eftir. Þá með dagsektum. Bæði ef við teljum að það sé pottur brotinn og eins ef aðilar sýna tómlæti og svara ekki beiðnum um upplýsingar. Þannig að Þannig að það er verið að styrkja hvernig við tökum á ef upp kemur grunur um að eitthvað megi betur fara,“ segir Hörður. Landsvirkjun geri samninga við fjölda innlendra og erlendra verktaka í starfsemi sinni. Miklar umræður urðu í þjóðfélaginu þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð á sínum tíma. Verkalýðshreyfingin þurfti að hafa ítrekuð afskipti af starfsemi ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo vegna brota á samningum um launakjör og aðstæður verkafólks.Eruð þið brennd af reynslunni? „Ég myndi orða það þannig að við viljum alltaf gera betur. Eftir það verkefni var reglum breytt heilmikið. Við höfum unnið mjög náið með verkalýðshreyfingunni og verkalýðsfélögum á hverjum stað. Það samstarf hefur gengið mjög vel. En með þessu erum við að taka stórt skref til betri úrræða. Það er líka mikilvægt að þetta nær ekki eingöngu til verktaka. Þetta er fyrir alla þjónustu aðila. Alla þjónustu sem nú er unnin fyrir Landsvirkjun. Hvort það er bygging virkjana, ræsting eða annað. Þá erum við komin með úrræði til að geta tryggt að farið sé að settum reglum,“ segir Hörður. Landsvirkjun fylgist með því að samningsaðilar fyrirtækisins fari að settum reglum. „Það er líka ljóst að þær aðstæður sem eru á vinnumarkaði núna þar sem er mikil þensla, eykst hætta á félagslegum undirboðum. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að það gerist hjá okkur,“ Nýju reglurnar geri Landsvirkjun auðveldara að krefja samstarfsaðila um svör og beita úrræðum og jafnvel riftun samninga ef brot séu alvarleg. Hörður segir að Landsvirkjun hafi horft til þess og kannað hvernig þessum málum væri háttað á Norðurlöndunum. „Og ég vil meina að við séum að ganga lengra en flestir hafa gengið þar sem þetta nær einnig yfir alla þjónustu hjá okkur. Þetta nær ekki eingöngu til framkvæmda. Við leggjum ofuráherslu á að öllum samningum og reglum sé fylgt,“ segir Hörður Arnarson.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira