Á erfitt með að trúa eigin aldri Stefanía Björg Víkingsdóttir skrifar 26. apríl 2016 00:01 Vilhjálmur og eiginkona hans, Guðrún á góðri stund. „Ég trúi þessu varla sjálfur, að ég sé orðinn sjötugur, mér finnst ég alltaf vera eins. Ég er heppinn að ég hef alltaf verið ákaflega heilsuhraustur og ég þakka fyrir það. Ég ætla að vera hérna heima með vinum, fjölskyldu og samferðamönnum og hafa þetta allt heimilislegt. Svo er ég líka greinilega að fá eitt besta veður sumarsins hingað til svo þá getum við verið úti í garði og haft það huggulegt,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, en hann fagnar sjötugs afmælinu sínu á morgun. Vilhjálmur segist alltaf hafa farið í gegnum lífið með hæfinlegri þolinmæði og nokkuð ágætri lund, og hefur þótt lífið gott. „Ég er hamingjusamur maður í dag og þakka öllum lífsförunautum mínum þá aðstoð sem þeir hafa veitt mér. Ég hef átt því láni að fagna, sem mér finnst alveg gríðarlega mikilvægt, að hafa eignast afar góða vini, og það hefur veitt mér mikla lífshamingju. Hvað er hægt að óska sér betra?“ Vilhjálmur hefur staðið í ýmsu síðan hann lét af störfum í pólitíkinni. Hann er virkur í ýmsum félagsstörfum, er í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur, í Rótaríklúbbi og í fulltrúaráði Sólheima. „Ég hitti síðan félaga mína annað slagið og við ræðum pólitík. Ég var náttúrulega frekar lengi í pólitíkinni, 28 ár sem borgarfulltrúi og 16 ár samhliða því formaður sambands íslenskra sveitarfélaga. Auðvitað hef ég mikinn áhuga á stjórnmálum, og ræði þau við vini og kunningja en ég tek ekki mikinn þátt, þau eru ekki í forgangi hjá mér lengur.“ Vilhjálmur segist einnig vera áhugamaður um golf. „Ég er ekki góður en ég er heldur ekki lélegur, en það er ekki það sem skiptir máli. Þetta er svo góð hreyfing og maður hittir svo marga og maður kynnist mörgu skemmtilegu fólki. Það var hún Guðrún, konan mín, sem dró mig út í golfið, en ég skamma hana ekki fyrir það lengur. Það er mjög gott að hafa frítíma fyrir sjálfan sig, ég er mjög ánægður með það. Mér finnst ekkert erfitt að eldast og ég horfi björtum augum til að minnsta kosti næstu tuttugu ára. Maður verður að lifa lífinu lifandi á meðan heilsa og þrek leyfir. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég trúi þessu varla sjálfur, að ég sé orðinn sjötugur, mér finnst ég alltaf vera eins. Ég er heppinn að ég hef alltaf verið ákaflega heilsuhraustur og ég þakka fyrir það. Ég ætla að vera hérna heima með vinum, fjölskyldu og samferðamönnum og hafa þetta allt heimilislegt. Svo er ég líka greinilega að fá eitt besta veður sumarsins hingað til svo þá getum við verið úti í garði og haft það huggulegt,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, en hann fagnar sjötugs afmælinu sínu á morgun. Vilhjálmur segist alltaf hafa farið í gegnum lífið með hæfinlegri þolinmæði og nokkuð ágætri lund, og hefur þótt lífið gott. „Ég er hamingjusamur maður í dag og þakka öllum lífsförunautum mínum þá aðstoð sem þeir hafa veitt mér. Ég hef átt því láni að fagna, sem mér finnst alveg gríðarlega mikilvægt, að hafa eignast afar góða vini, og það hefur veitt mér mikla lífshamingju. Hvað er hægt að óska sér betra?“ Vilhjálmur hefur staðið í ýmsu síðan hann lét af störfum í pólitíkinni. Hann er virkur í ýmsum félagsstörfum, er í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur, í Rótaríklúbbi og í fulltrúaráði Sólheima. „Ég hitti síðan félaga mína annað slagið og við ræðum pólitík. Ég var náttúrulega frekar lengi í pólitíkinni, 28 ár sem borgarfulltrúi og 16 ár samhliða því formaður sambands íslenskra sveitarfélaga. Auðvitað hef ég mikinn áhuga á stjórnmálum, og ræði þau við vini og kunningja en ég tek ekki mikinn þátt, þau eru ekki í forgangi hjá mér lengur.“ Vilhjálmur segist einnig vera áhugamaður um golf. „Ég er ekki góður en ég er heldur ekki lélegur, en það er ekki það sem skiptir máli. Þetta er svo góð hreyfing og maður hittir svo marga og maður kynnist mörgu skemmtilegu fólki. Það var hún Guðrún, konan mín, sem dró mig út í golfið, en ég skamma hana ekki fyrir það lengur. Það er mjög gott að hafa frítíma fyrir sjálfan sig, ég er mjög ánægður með það. Mér finnst ekkert erfitt að eldast og ég horfi björtum augum til að minnsta kosti næstu tuttugu ára. Maður verður að lifa lífinu lifandi á meðan heilsa og þrek leyfir.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira