Segir heilbrigðiskerfið sjálft grafa undan sér Ingvar Haraldsson skrifar 26. júlí 2016 07:00 Henri Middeldorp og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, handsala samkomulag um lóð undir spítalann og hótelið. „Ummælin hryggja mig því það er ekkert til að rústa,“ segir Henri Middeldorp, stjórnarformaður félagsins MCPB ehf. sem hyggst byggja einkarekinn spítala og sjúkrahótel í Mosfellsbæ, um grein Kára Stefánssonar í Fréttablaðinu í gær. Kári sagði að starfsemi spítalans myndi rústa íslensku heilbrigðiskerfi. „Hvernig getur þú grafið undan heilbrigðiskerfi ef kerfið er sjálft að grafa undir sér?“ spyr Middeldorp. „Ef fólk kvartar undan því að við séum að rústa einhverju þá þarf að vera eitthvað til þess að rústa, ef svo má segja.“ Middeldorp nefnir sem dæmi að fjölskyldumeðlimir íslenskrar eiginkonu sinnar hafa þurft að bíða í fjölmörg ár eftir að komast í skurðaðgerðir hér á landi. „Fólk fær ekki lyfin sín, það þarf að bíða í mörg ár eftir aðgerðum, það eru endalausir biðlistar, hvað er þá til að grafa undan?“ Middeldorp segist vilja vinna að uppbyggingu spítalans í góðu samstarfi við Íslendinga og íslensk stjórnvöld. Því verði boðað til blaðamannafundar eftir að Alþingi komi saman í ágúst til að útskýra allar hliðar málsins. Auk þess vinni Capacent nú að fýsileikakönnun á verkefninu. Middeldorp segir að hann muni setja sig í samband við fjárfesta í verkefninu og biðja um leyfi til að upplýsa um hverjir þeir séu en hann segist eins og sakir standa ekki mega gefa það upp. Ráðgert hefur verið að framkvæmdir við byggingu spítalans og hótelsins muni kosta um 50 milljarða króna og segir Middeldorp verkefnið fjármagnað að fullu. Þá leggur Middeldorp áherslu á að Íslendingar séu ekki markhópur spítalans og muni ekki fá aðhlynningu þar nema þeir séu tryggðir af erlendu tryggingarfélagi. Sjúklingarnir verði erlendir og erlend tryggingarfélög muni greiða fyrir meðferðina. Heilbrigðisstarfsfólkið verði erlent en fjöldi innlends starfsfólks verði einnig ráðinn í önnur störf. Hann segir að félagið muni á næstunni sækja um ívilnanir frá ríkinu til atvinnuvegaráðuneytisins vegna framkvæmdanna í samræmi við lög um ívilnanir til nýfjárfestinga. Middeldorp segir ákveðins misskilnings hafa gætt um fjármögnun verkefnisins. Það verði fjármagnað með láni frá hollenska félaginu Burbanks Holding í gegnum annað hollenskt félag, Burbanks Capital, til MCPB með veði í spítalanum. Hann eigi sjálfur 51 prósent í Burbanks Holding sem eigi svo 98 prósent í MCPB. Fjármagnið sem fara eigi í spítalann sé hins vegar ekki í hans eigu heldur í eigu fjárfesta en sé í eignastýringu hjá Burbanks Holding.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir við húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
„Ummælin hryggja mig því það er ekkert til að rústa,“ segir Henri Middeldorp, stjórnarformaður félagsins MCPB ehf. sem hyggst byggja einkarekinn spítala og sjúkrahótel í Mosfellsbæ, um grein Kára Stefánssonar í Fréttablaðinu í gær. Kári sagði að starfsemi spítalans myndi rústa íslensku heilbrigðiskerfi. „Hvernig getur þú grafið undan heilbrigðiskerfi ef kerfið er sjálft að grafa undir sér?“ spyr Middeldorp. „Ef fólk kvartar undan því að við séum að rústa einhverju þá þarf að vera eitthvað til þess að rústa, ef svo má segja.“ Middeldorp nefnir sem dæmi að fjölskyldumeðlimir íslenskrar eiginkonu sinnar hafa þurft að bíða í fjölmörg ár eftir að komast í skurðaðgerðir hér á landi. „Fólk fær ekki lyfin sín, það þarf að bíða í mörg ár eftir aðgerðum, það eru endalausir biðlistar, hvað er þá til að grafa undan?“ Middeldorp segist vilja vinna að uppbyggingu spítalans í góðu samstarfi við Íslendinga og íslensk stjórnvöld. Því verði boðað til blaðamannafundar eftir að Alþingi komi saman í ágúst til að útskýra allar hliðar málsins. Auk þess vinni Capacent nú að fýsileikakönnun á verkefninu. Middeldorp segir að hann muni setja sig í samband við fjárfesta í verkefninu og biðja um leyfi til að upplýsa um hverjir þeir séu en hann segist eins og sakir standa ekki mega gefa það upp. Ráðgert hefur verið að framkvæmdir við byggingu spítalans og hótelsins muni kosta um 50 milljarða króna og segir Middeldorp verkefnið fjármagnað að fullu. Þá leggur Middeldorp áherslu á að Íslendingar séu ekki markhópur spítalans og muni ekki fá aðhlynningu þar nema þeir séu tryggðir af erlendu tryggingarfélagi. Sjúklingarnir verði erlendir og erlend tryggingarfélög muni greiða fyrir meðferðina. Heilbrigðisstarfsfólkið verði erlent en fjöldi innlends starfsfólks verði einnig ráðinn í önnur störf. Hann segir að félagið muni á næstunni sækja um ívilnanir frá ríkinu til atvinnuvegaráðuneytisins vegna framkvæmdanna í samræmi við lög um ívilnanir til nýfjárfestinga. Middeldorp segir ákveðins misskilnings hafa gætt um fjármögnun verkefnisins. Það verði fjármagnað með láni frá hollenska félaginu Burbanks Holding í gegnum annað hollenskt félag, Burbanks Capital, til MCPB með veði í spítalanum. Hann eigi sjálfur 51 prósent í Burbanks Holding sem eigi svo 98 prósent í MCPB. Fjármagnið sem fara eigi í spítalann sé hins vegar ekki í hans eigu heldur í eigu fjárfesta en sé í eignastýringu hjá Burbanks Holding.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir við húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira