Good Morning America náði einstökum myndum á Breiðamerkurjökli Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2016 14:17 Breiðamerkurjökull hefur hörfað um átta kílómetra á rúmlega einni öld og nýtti Good Morning America jökulinn sem dæmi um áhrif hnattrænnar hlýnunar á jökla. Vísir/ABC Fréttateymi bandaríska sjónvarpsþáttarins Good Morning America var með beina útsendingu frá Breiðamerkurjökli í dag þar sem dróna var flogið ofan í íshelli. Nefndist innslagið „Into the Ice“ þar sem ætlunin var að sýna fegurð jökulsins en um leið þau grafalvarlegu áhrif sem hnattræn hlýnun hefur á jökla.Töluvert umstang var vegna útsendingarinnar frá jöklinum. Uppsetningin tók þrjá daga þar sem tólf manna teymi lagði 1,2 kílómetra af kapli og þurfti að ganga um fjörutíu mínútur með útsendingarbúnaðinn svo þessi beina útsending gæti orðið að veruleika.ABC Breaking News | Latest News VideosJarðeðlisfræðingurinn Helgi Björnsson segir í samtali við Vísi að Breiðamerkurjökull henti fullkomlega til að sýna fram á hve mikið jöklar hafa bráðnað undanfarna áratugi vegna hnattrænnar hlýnunar. „Á rúmlega einni öld hefur jökullinn hörfað um átta kílómetra og það er komið þarna 25 ferkílómetra lón undan jöklinum sem ekki sást neitt í árið 1934. Þannig að þetta eru mjög hraðar breytingar,“ segir Helgi. Jökullinn nær alveg niður að sjávarmáli og sjást breytingarnar á honum frá þjóðveginum.ABC Breaking News | Latest News Videos„Þú þarft ekki að fara til Suðurskautslandsins eða Grænlands. Þú ferð bara til Íslands og keyrir eftir þjóðveginum. Þannig að þetta er alveg einstakur staður og því ekki skrýtið að þau skuli koma hingað til að lýsa þessu svona fyrir fólki á svo auðveldan hátt,“ segir Helgi. Með bráðnun jökla hækkar yfirborð sjávarmáls sem ógnar byggðum við strandlengju og var það sérstaklega nefnt í umfjöllun Good Morning America að slíkt muni hafa töluverð áhrif á byggð í Flórída í Bandaríkjunum.Teymið sem kom að beinu útsendingunni.„Þessi þróun er áhyggjumál fyrir alla jarðarbúa. Það hækkar í sjávarmálinu og hafið mun ná lengra inn á land og þeir eru náttúrlega hræddir við það í Flórída. En þetta mun hafa áhrif víða, til að mynda á suður Indlandi og norður Evrópu, svo sem Hollandi og fleiri stöðum,“ segir Helgi. Þessi þróun var rædd í þaula á loftslagsráðstefnunni í París í síðasta mánuði og mun áhugi manna á þróun jökla hér á landi ekki minnka eftir þá ráðstefnu að mati Helga. Fréttateymi hafi áður fjallað um jökla Íslands og Helgi spáir því að komur erlendra fjölmiðla hingað til lands verði mun fleiri á komandi ári en áður hefur verið. ABC Breaking News | Latest News Videos Tengdar fréttir Good Morning America með beina útsendingu innan úr jökli á Íslandi Ætla að sýna áhrif hnattrænnar hlýnuna á jökla. 5. janúar 2016 15:52 Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28 Allt að sex milljónir fylgdust með beinni útsendingu frá Holuhrauni Bandarískir áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. 3. febrúar 2015 20:15 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Fréttateymi bandaríska sjónvarpsþáttarins Good Morning America var með beina útsendingu frá Breiðamerkurjökli í dag þar sem dróna var flogið ofan í íshelli. Nefndist innslagið „Into the Ice“ þar sem ætlunin var að sýna fegurð jökulsins en um leið þau grafalvarlegu áhrif sem hnattræn hlýnun hefur á jökla.Töluvert umstang var vegna útsendingarinnar frá jöklinum. Uppsetningin tók þrjá daga þar sem tólf manna teymi lagði 1,2 kílómetra af kapli og þurfti að ganga um fjörutíu mínútur með útsendingarbúnaðinn svo þessi beina útsending gæti orðið að veruleika.ABC Breaking News | Latest News VideosJarðeðlisfræðingurinn Helgi Björnsson segir í samtali við Vísi að Breiðamerkurjökull henti fullkomlega til að sýna fram á hve mikið jöklar hafa bráðnað undanfarna áratugi vegna hnattrænnar hlýnunar. „Á rúmlega einni öld hefur jökullinn hörfað um átta kílómetra og það er komið þarna 25 ferkílómetra lón undan jöklinum sem ekki sást neitt í árið 1934. Þannig að þetta eru mjög hraðar breytingar,“ segir Helgi. Jökullinn nær alveg niður að sjávarmáli og sjást breytingarnar á honum frá þjóðveginum.ABC Breaking News | Latest News Videos„Þú þarft ekki að fara til Suðurskautslandsins eða Grænlands. Þú ferð bara til Íslands og keyrir eftir þjóðveginum. Þannig að þetta er alveg einstakur staður og því ekki skrýtið að þau skuli koma hingað til að lýsa þessu svona fyrir fólki á svo auðveldan hátt,“ segir Helgi. Með bráðnun jökla hækkar yfirborð sjávarmáls sem ógnar byggðum við strandlengju og var það sérstaklega nefnt í umfjöllun Good Morning America að slíkt muni hafa töluverð áhrif á byggð í Flórída í Bandaríkjunum.Teymið sem kom að beinu útsendingunni.„Þessi þróun er áhyggjumál fyrir alla jarðarbúa. Það hækkar í sjávarmálinu og hafið mun ná lengra inn á land og þeir eru náttúrlega hræddir við það í Flórída. En þetta mun hafa áhrif víða, til að mynda á suður Indlandi og norður Evrópu, svo sem Hollandi og fleiri stöðum,“ segir Helgi. Þessi þróun var rædd í þaula á loftslagsráðstefnunni í París í síðasta mánuði og mun áhugi manna á þróun jökla hér á landi ekki minnka eftir þá ráðstefnu að mati Helga. Fréttateymi hafi áður fjallað um jökla Íslands og Helgi spáir því að komur erlendra fjölmiðla hingað til lands verði mun fleiri á komandi ári en áður hefur verið. ABC Breaking News | Latest News Videos
Tengdar fréttir Good Morning America með beina útsendingu innan úr jökli á Íslandi Ætla að sýna áhrif hnattrænnar hlýnuna á jökla. 5. janúar 2016 15:52 Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28 Allt að sex milljónir fylgdust með beinni útsendingu frá Holuhrauni Bandarískir áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. 3. febrúar 2015 20:15 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Good Morning America með beina útsendingu innan úr jökli á Íslandi Ætla að sýna áhrif hnattrænnar hlýnuna á jökla. 5. janúar 2016 15:52
Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28
Allt að sex milljónir fylgdust með beinni útsendingu frá Holuhrauni Bandarískir áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. 3. febrúar 2015 20:15