Good Morning America náði einstökum myndum á Breiðamerkurjökli Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2016 14:17 Breiðamerkurjökull hefur hörfað um átta kílómetra á rúmlega einni öld og nýtti Good Morning America jökulinn sem dæmi um áhrif hnattrænnar hlýnunar á jökla. Vísir/ABC Fréttateymi bandaríska sjónvarpsþáttarins Good Morning America var með beina útsendingu frá Breiðamerkurjökli í dag þar sem dróna var flogið ofan í íshelli. Nefndist innslagið „Into the Ice“ þar sem ætlunin var að sýna fegurð jökulsins en um leið þau grafalvarlegu áhrif sem hnattræn hlýnun hefur á jökla.Töluvert umstang var vegna útsendingarinnar frá jöklinum. Uppsetningin tók þrjá daga þar sem tólf manna teymi lagði 1,2 kílómetra af kapli og þurfti að ganga um fjörutíu mínútur með útsendingarbúnaðinn svo þessi beina útsending gæti orðið að veruleika.ABC Breaking News | Latest News VideosJarðeðlisfræðingurinn Helgi Björnsson segir í samtali við Vísi að Breiðamerkurjökull henti fullkomlega til að sýna fram á hve mikið jöklar hafa bráðnað undanfarna áratugi vegna hnattrænnar hlýnunar. „Á rúmlega einni öld hefur jökullinn hörfað um átta kílómetra og það er komið þarna 25 ferkílómetra lón undan jöklinum sem ekki sást neitt í árið 1934. Þannig að þetta eru mjög hraðar breytingar,“ segir Helgi. Jökullinn nær alveg niður að sjávarmáli og sjást breytingarnar á honum frá þjóðveginum.ABC Breaking News | Latest News Videos„Þú þarft ekki að fara til Suðurskautslandsins eða Grænlands. Þú ferð bara til Íslands og keyrir eftir þjóðveginum. Þannig að þetta er alveg einstakur staður og því ekki skrýtið að þau skuli koma hingað til að lýsa þessu svona fyrir fólki á svo auðveldan hátt,“ segir Helgi. Með bráðnun jökla hækkar yfirborð sjávarmáls sem ógnar byggðum við strandlengju og var það sérstaklega nefnt í umfjöllun Good Morning America að slíkt muni hafa töluverð áhrif á byggð í Flórída í Bandaríkjunum.Teymið sem kom að beinu útsendingunni.„Þessi þróun er áhyggjumál fyrir alla jarðarbúa. Það hækkar í sjávarmálinu og hafið mun ná lengra inn á land og þeir eru náttúrlega hræddir við það í Flórída. En þetta mun hafa áhrif víða, til að mynda á suður Indlandi og norður Evrópu, svo sem Hollandi og fleiri stöðum,“ segir Helgi. Þessi þróun var rædd í þaula á loftslagsráðstefnunni í París í síðasta mánuði og mun áhugi manna á þróun jökla hér á landi ekki minnka eftir þá ráðstefnu að mati Helga. Fréttateymi hafi áður fjallað um jökla Íslands og Helgi spáir því að komur erlendra fjölmiðla hingað til lands verði mun fleiri á komandi ári en áður hefur verið. ABC Breaking News | Latest News Videos Tengdar fréttir Good Morning America með beina útsendingu innan úr jökli á Íslandi Ætla að sýna áhrif hnattrænnar hlýnuna á jökla. 5. janúar 2016 15:52 Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28 Allt að sex milljónir fylgdust með beinni útsendingu frá Holuhrauni Bandarískir áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. 3. febrúar 2015 20:15 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Sjá meira
Fréttateymi bandaríska sjónvarpsþáttarins Good Morning America var með beina útsendingu frá Breiðamerkurjökli í dag þar sem dróna var flogið ofan í íshelli. Nefndist innslagið „Into the Ice“ þar sem ætlunin var að sýna fegurð jökulsins en um leið þau grafalvarlegu áhrif sem hnattræn hlýnun hefur á jökla.Töluvert umstang var vegna útsendingarinnar frá jöklinum. Uppsetningin tók þrjá daga þar sem tólf manna teymi lagði 1,2 kílómetra af kapli og þurfti að ganga um fjörutíu mínútur með útsendingarbúnaðinn svo þessi beina útsending gæti orðið að veruleika.ABC Breaking News | Latest News VideosJarðeðlisfræðingurinn Helgi Björnsson segir í samtali við Vísi að Breiðamerkurjökull henti fullkomlega til að sýna fram á hve mikið jöklar hafa bráðnað undanfarna áratugi vegna hnattrænnar hlýnunar. „Á rúmlega einni öld hefur jökullinn hörfað um átta kílómetra og það er komið þarna 25 ferkílómetra lón undan jöklinum sem ekki sást neitt í árið 1934. Þannig að þetta eru mjög hraðar breytingar,“ segir Helgi. Jökullinn nær alveg niður að sjávarmáli og sjást breytingarnar á honum frá þjóðveginum.ABC Breaking News | Latest News Videos„Þú þarft ekki að fara til Suðurskautslandsins eða Grænlands. Þú ferð bara til Íslands og keyrir eftir þjóðveginum. Þannig að þetta er alveg einstakur staður og því ekki skrýtið að þau skuli koma hingað til að lýsa þessu svona fyrir fólki á svo auðveldan hátt,“ segir Helgi. Með bráðnun jökla hækkar yfirborð sjávarmáls sem ógnar byggðum við strandlengju og var það sérstaklega nefnt í umfjöllun Good Morning America að slíkt muni hafa töluverð áhrif á byggð í Flórída í Bandaríkjunum.Teymið sem kom að beinu útsendingunni.„Þessi þróun er áhyggjumál fyrir alla jarðarbúa. Það hækkar í sjávarmálinu og hafið mun ná lengra inn á land og þeir eru náttúrlega hræddir við það í Flórída. En þetta mun hafa áhrif víða, til að mynda á suður Indlandi og norður Evrópu, svo sem Hollandi og fleiri stöðum,“ segir Helgi. Þessi þróun var rædd í þaula á loftslagsráðstefnunni í París í síðasta mánuði og mun áhugi manna á þróun jökla hér á landi ekki minnka eftir þá ráðstefnu að mati Helga. Fréttateymi hafi áður fjallað um jökla Íslands og Helgi spáir því að komur erlendra fjölmiðla hingað til lands verði mun fleiri á komandi ári en áður hefur verið. ABC Breaking News | Latest News Videos
Tengdar fréttir Good Morning America með beina útsendingu innan úr jökli á Íslandi Ætla að sýna áhrif hnattrænnar hlýnuna á jökla. 5. janúar 2016 15:52 Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28 Allt að sex milljónir fylgdust með beinni útsendingu frá Holuhrauni Bandarískir áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. 3. febrúar 2015 20:15 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Sjá meira
Good Morning America með beina útsendingu innan úr jökli á Íslandi Ætla að sýna áhrif hnattrænnar hlýnuna á jökla. 5. janúar 2016 15:52
Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28
Allt að sex milljónir fylgdust með beinni útsendingu frá Holuhrauni Bandarískir áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. 3. febrúar 2015 20:15