Íslenska ríkið dæmt til að endurgreiða Stjörnugrís 39 milljónir króna Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2016 15:54 Búnaðargjald sem rann til Bændasamtaka Íslands, búnaðarsambands og svínaræktarfélags fór gegn stjórnarskránni og var íslenska ríkið dæmt til að endurgreiða Stjörnugrís það. Vísir/Auðunn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Stjörnugrís hf. tæpar 39 milljónir króna vegna ólögmætrar innheimtu á búnaðargjaldi á árunum 2010 til 2014. Stjörnugrís hafði farið fram á endurgreiðslu á tæpum 52 milljónum króna þar sem fyrirtækið taldi álagningu gjaldsins brjóta í bága við ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins, ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og ákvæði stjórnsýslulega. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Stjörnugrís leggi stund á svínarækt sem fellur undir atvinnugreinanúmerið 01.46 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands og því gjaldskyldur búvöruframleiðandi samkvæmt lögum um búnaðargjald. Tekjur af búnaðargjaldi svínaframleiðenda er ráðstafað þannig að ríflega helmingur þeirra rennur til Svínaræktarfélags Íslands sem ágreiningslaust er að teljist til búgreinasamtaka. Einn fjórði hluti teknanna rennur til Bjargráðasjóðs sem er starfræktur á grundvelli laga um Bjargráðasjóð. Tólf og hálft prósent tekna af búnaðargjaldi sem Stjörnugrís greiðir ríkinu fer til Bændasamtaka Íslands en ríflega 8,3 prósent til viðkomandi búnaðarsambands. Það framlag rann til Búnaðarsambands Kjalarnesþings. Stjörnugrís taldi að með þessu sé búnaðargjald í raun ekkert annað en félagsgjald sem innheimt sé af fyrirtækinu í þágu ofangreindra félaga eða samtaka. Með því taldi Stjörnugrís fyrirtækið vera þvingað til aðildar að þessum félögum eða samtökum sem sé í andstöðu við aðra málsgrein 74. greinar stjórnarskrárinnar. Í henni er fjallað um rétt manna til að stofna félag í löglegum tilgangi sem og bann við því að skylda menn til aðildar að félagi. Um síðargreinda atriðið eru svohljóðandi fyrirmæli í 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar: „Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.“ Héraðsdómur Reykjavíkur taldi óhjákvæmilegt að líta á Bændasamtök Íslands, Búnaðarsamband Kjalarnesþings og Svínaræktarfélag Íslands sem félög í framangreindri merkingu. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi Bjargráðasjóð hins vegar stjórnvald sem byggir tilvist sína og hlutverk alfarið á allsherjarréttarlegum grundvelli, þrátt fyrir lögbundna aðild Bændasamtaka Íslands að starfi sjóðsins. Féllst því Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu Stjörnugríss um að íslenska ríkið myndi endurgreiða hluta þess búnaðargjalds sem rennur til Bændasamtakanna, Búnaðarsambands Kjalarnesþings og Svínaræktarfélags þar sem þessi álagning gjaldsins færi gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar sem kveður á um bann við því að skylda menn til aðildar að félagi, sem dómurinn taldi vera raunina með því að skylda fyrirtækið til að greiða gjald í þessi félög. Sjá dóminn hér. Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið ógildir ekki samruna svínabúa Að mati Samkeppniseftirlitsins er ljóst að kaup Stjörnugríss á svínabúunum í eigu Arion banka skapar umtalsverðar samkeppnishömlur. Með vísan til framkominna gagna og upplýsinga er það hins vegar mat Samkeppniseftirlitsins að sú breyting á markaðnum sem felst í samrunanum sé óhjákvæmileg miðað við þær aðstæður sem uppi eru í málinu. Því er ekki unnt samkvæmt samkeppnislögum að ógilda samrunann. 4. febrúar 2011 08:08 Ógilding yfirtöku Stjörnugríss á svínabúum staðfest Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um að ógilda yfirtöku fyrirtækisins Stjörnugríss á svínabúum. Þetta kemur fram á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. 8. nóvember 2011 15:39 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Stjörnugrís hf. tæpar 39 milljónir króna vegna ólögmætrar innheimtu á búnaðargjaldi á árunum 2010 til 2014. Stjörnugrís hafði farið fram á endurgreiðslu á tæpum 52 milljónum króna þar sem fyrirtækið taldi álagningu gjaldsins brjóta í bága við ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins, ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og ákvæði stjórnsýslulega. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Stjörnugrís leggi stund á svínarækt sem fellur undir atvinnugreinanúmerið 01.46 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands og því gjaldskyldur búvöruframleiðandi samkvæmt lögum um búnaðargjald. Tekjur af búnaðargjaldi svínaframleiðenda er ráðstafað þannig að ríflega helmingur þeirra rennur til Svínaræktarfélags Íslands sem ágreiningslaust er að teljist til búgreinasamtaka. Einn fjórði hluti teknanna rennur til Bjargráðasjóðs sem er starfræktur á grundvelli laga um Bjargráðasjóð. Tólf og hálft prósent tekna af búnaðargjaldi sem Stjörnugrís greiðir ríkinu fer til Bændasamtaka Íslands en ríflega 8,3 prósent til viðkomandi búnaðarsambands. Það framlag rann til Búnaðarsambands Kjalarnesþings. Stjörnugrís taldi að með þessu sé búnaðargjald í raun ekkert annað en félagsgjald sem innheimt sé af fyrirtækinu í þágu ofangreindra félaga eða samtaka. Með því taldi Stjörnugrís fyrirtækið vera þvingað til aðildar að þessum félögum eða samtökum sem sé í andstöðu við aðra málsgrein 74. greinar stjórnarskrárinnar. Í henni er fjallað um rétt manna til að stofna félag í löglegum tilgangi sem og bann við því að skylda menn til aðildar að félagi. Um síðargreinda atriðið eru svohljóðandi fyrirmæli í 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar: „Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.“ Héraðsdómur Reykjavíkur taldi óhjákvæmilegt að líta á Bændasamtök Íslands, Búnaðarsamband Kjalarnesþings og Svínaræktarfélag Íslands sem félög í framangreindri merkingu. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi Bjargráðasjóð hins vegar stjórnvald sem byggir tilvist sína og hlutverk alfarið á allsherjarréttarlegum grundvelli, þrátt fyrir lögbundna aðild Bændasamtaka Íslands að starfi sjóðsins. Féllst því Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu Stjörnugríss um að íslenska ríkið myndi endurgreiða hluta þess búnaðargjalds sem rennur til Bændasamtakanna, Búnaðarsambands Kjalarnesþings og Svínaræktarfélags þar sem þessi álagning gjaldsins færi gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar sem kveður á um bann við því að skylda menn til aðildar að félagi, sem dómurinn taldi vera raunina með því að skylda fyrirtækið til að greiða gjald í þessi félög. Sjá dóminn hér.
Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið ógildir ekki samruna svínabúa Að mati Samkeppniseftirlitsins er ljóst að kaup Stjörnugríss á svínabúunum í eigu Arion banka skapar umtalsverðar samkeppnishömlur. Með vísan til framkominna gagna og upplýsinga er það hins vegar mat Samkeppniseftirlitsins að sú breyting á markaðnum sem felst í samrunanum sé óhjákvæmileg miðað við þær aðstæður sem uppi eru í málinu. Því er ekki unnt samkvæmt samkeppnislögum að ógilda samrunann. 4. febrúar 2011 08:08 Ógilding yfirtöku Stjörnugríss á svínabúum staðfest Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um að ógilda yfirtöku fyrirtækisins Stjörnugríss á svínabúum. Þetta kemur fram á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. 8. nóvember 2011 15:39 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið ógildir ekki samruna svínabúa Að mati Samkeppniseftirlitsins er ljóst að kaup Stjörnugríss á svínabúunum í eigu Arion banka skapar umtalsverðar samkeppnishömlur. Með vísan til framkominna gagna og upplýsinga er það hins vegar mat Samkeppniseftirlitsins að sú breyting á markaðnum sem felst í samrunanum sé óhjákvæmileg miðað við þær aðstæður sem uppi eru í málinu. Því er ekki unnt samkvæmt samkeppnislögum að ógilda samrunann. 4. febrúar 2011 08:08
Ógilding yfirtöku Stjörnugríss á svínabúum staðfest Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um að ógilda yfirtöku fyrirtækisins Stjörnugríss á svínabúum. Þetta kemur fram á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. 8. nóvember 2011 15:39