Íslenska ríkið dæmt til að endurgreiða Stjörnugrís 39 milljónir króna Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2016 15:54 Búnaðargjald sem rann til Bændasamtaka Íslands, búnaðarsambands og svínaræktarfélags fór gegn stjórnarskránni og var íslenska ríkið dæmt til að endurgreiða Stjörnugrís það. Vísir/Auðunn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Stjörnugrís hf. tæpar 39 milljónir króna vegna ólögmætrar innheimtu á búnaðargjaldi á árunum 2010 til 2014. Stjörnugrís hafði farið fram á endurgreiðslu á tæpum 52 milljónum króna þar sem fyrirtækið taldi álagningu gjaldsins brjóta í bága við ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins, ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og ákvæði stjórnsýslulega. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Stjörnugrís leggi stund á svínarækt sem fellur undir atvinnugreinanúmerið 01.46 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands og því gjaldskyldur búvöruframleiðandi samkvæmt lögum um búnaðargjald. Tekjur af búnaðargjaldi svínaframleiðenda er ráðstafað þannig að ríflega helmingur þeirra rennur til Svínaræktarfélags Íslands sem ágreiningslaust er að teljist til búgreinasamtaka. Einn fjórði hluti teknanna rennur til Bjargráðasjóðs sem er starfræktur á grundvelli laga um Bjargráðasjóð. Tólf og hálft prósent tekna af búnaðargjaldi sem Stjörnugrís greiðir ríkinu fer til Bændasamtaka Íslands en ríflega 8,3 prósent til viðkomandi búnaðarsambands. Það framlag rann til Búnaðarsambands Kjalarnesþings. Stjörnugrís taldi að með þessu sé búnaðargjald í raun ekkert annað en félagsgjald sem innheimt sé af fyrirtækinu í þágu ofangreindra félaga eða samtaka. Með því taldi Stjörnugrís fyrirtækið vera þvingað til aðildar að þessum félögum eða samtökum sem sé í andstöðu við aðra málsgrein 74. greinar stjórnarskrárinnar. Í henni er fjallað um rétt manna til að stofna félag í löglegum tilgangi sem og bann við því að skylda menn til aðildar að félagi. Um síðargreinda atriðið eru svohljóðandi fyrirmæli í 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar: „Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.“ Héraðsdómur Reykjavíkur taldi óhjákvæmilegt að líta á Bændasamtök Íslands, Búnaðarsamband Kjalarnesþings og Svínaræktarfélag Íslands sem félög í framangreindri merkingu. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi Bjargráðasjóð hins vegar stjórnvald sem byggir tilvist sína og hlutverk alfarið á allsherjarréttarlegum grundvelli, þrátt fyrir lögbundna aðild Bændasamtaka Íslands að starfi sjóðsins. Féllst því Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu Stjörnugríss um að íslenska ríkið myndi endurgreiða hluta þess búnaðargjalds sem rennur til Bændasamtakanna, Búnaðarsambands Kjalarnesþings og Svínaræktarfélags þar sem þessi álagning gjaldsins færi gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar sem kveður á um bann við því að skylda menn til aðildar að félagi, sem dómurinn taldi vera raunina með því að skylda fyrirtækið til að greiða gjald í þessi félög. Sjá dóminn hér. Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið ógildir ekki samruna svínabúa Að mati Samkeppniseftirlitsins er ljóst að kaup Stjörnugríss á svínabúunum í eigu Arion banka skapar umtalsverðar samkeppnishömlur. Með vísan til framkominna gagna og upplýsinga er það hins vegar mat Samkeppniseftirlitsins að sú breyting á markaðnum sem felst í samrunanum sé óhjákvæmileg miðað við þær aðstæður sem uppi eru í málinu. Því er ekki unnt samkvæmt samkeppnislögum að ógilda samrunann. 4. febrúar 2011 08:08 Ógilding yfirtöku Stjörnugríss á svínabúum staðfest Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um að ógilda yfirtöku fyrirtækisins Stjörnugríss á svínabúum. Þetta kemur fram á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. 8. nóvember 2011 15:39 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Stjörnugrís hf. tæpar 39 milljónir króna vegna ólögmætrar innheimtu á búnaðargjaldi á árunum 2010 til 2014. Stjörnugrís hafði farið fram á endurgreiðslu á tæpum 52 milljónum króna þar sem fyrirtækið taldi álagningu gjaldsins brjóta í bága við ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins, ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og ákvæði stjórnsýslulega. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Stjörnugrís leggi stund á svínarækt sem fellur undir atvinnugreinanúmerið 01.46 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands og því gjaldskyldur búvöruframleiðandi samkvæmt lögum um búnaðargjald. Tekjur af búnaðargjaldi svínaframleiðenda er ráðstafað þannig að ríflega helmingur þeirra rennur til Svínaræktarfélags Íslands sem ágreiningslaust er að teljist til búgreinasamtaka. Einn fjórði hluti teknanna rennur til Bjargráðasjóðs sem er starfræktur á grundvelli laga um Bjargráðasjóð. Tólf og hálft prósent tekna af búnaðargjaldi sem Stjörnugrís greiðir ríkinu fer til Bændasamtaka Íslands en ríflega 8,3 prósent til viðkomandi búnaðarsambands. Það framlag rann til Búnaðarsambands Kjalarnesþings. Stjörnugrís taldi að með þessu sé búnaðargjald í raun ekkert annað en félagsgjald sem innheimt sé af fyrirtækinu í þágu ofangreindra félaga eða samtaka. Með því taldi Stjörnugrís fyrirtækið vera þvingað til aðildar að þessum félögum eða samtökum sem sé í andstöðu við aðra málsgrein 74. greinar stjórnarskrárinnar. Í henni er fjallað um rétt manna til að stofna félag í löglegum tilgangi sem og bann við því að skylda menn til aðildar að félagi. Um síðargreinda atriðið eru svohljóðandi fyrirmæli í 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar: „Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.“ Héraðsdómur Reykjavíkur taldi óhjákvæmilegt að líta á Bændasamtök Íslands, Búnaðarsamband Kjalarnesþings og Svínaræktarfélag Íslands sem félög í framangreindri merkingu. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi Bjargráðasjóð hins vegar stjórnvald sem byggir tilvist sína og hlutverk alfarið á allsherjarréttarlegum grundvelli, þrátt fyrir lögbundna aðild Bændasamtaka Íslands að starfi sjóðsins. Féllst því Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu Stjörnugríss um að íslenska ríkið myndi endurgreiða hluta þess búnaðargjalds sem rennur til Bændasamtakanna, Búnaðarsambands Kjalarnesþings og Svínaræktarfélags þar sem þessi álagning gjaldsins færi gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar sem kveður á um bann við því að skylda menn til aðildar að félagi, sem dómurinn taldi vera raunina með því að skylda fyrirtækið til að greiða gjald í þessi félög. Sjá dóminn hér.
Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið ógildir ekki samruna svínabúa Að mati Samkeppniseftirlitsins er ljóst að kaup Stjörnugríss á svínabúunum í eigu Arion banka skapar umtalsverðar samkeppnishömlur. Með vísan til framkominna gagna og upplýsinga er það hins vegar mat Samkeppniseftirlitsins að sú breyting á markaðnum sem felst í samrunanum sé óhjákvæmileg miðað við þær aðstæður sem uppi eru í málinu. Því er ekki unnt samkvæmt samkeppnislögum að ógilda samrunann. 4. febrúar 2011 08:08 Ógilding yfirtöku Stjörnugríss á svínabúum staðfest Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um að ógilda yfirtöku fyrirtækisins Stjörnugríss á svínabúum. Þetta kemur fram á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. 8. nóvember 2011 15:39 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Samkeppniseftirlitið ógildir ekki samruna svínabúa Að mati Samkeppniseftirlitsins er ljóst að kaup Stjörnugríss á svínabúunum í eigu Arion banka skapar umtalsverðar samkeppnishömlur. Með vísan til framkominna gagna og upplýsinga er það hins vegar mat Samkeppniseftirlitsins að sú breyting á markaðnum sem felst í samrunanum sé óhjákvæmileg miðað við þær aðstæður sem uppi eru í málinu. Því er ekki unnt samkvæmt samkeppnislögum að ógilda samrunann. 4. febrúar 2011 08:08
Ógilding yfirtöku Stjörnugríss á svínabúum staðfest Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um að ógilda yfirtöku fyrirtækisins Stjörnugríss á svínabúum. Þetta kemur fram á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. 8. nóvember 2011 15:39