NTC fagnar 40 ára afmæli Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 21. október 2016 09:30 Svava Johansen, eigandi Northern Trading Company, fagnar fjörutíu ára afmæli fyrirtækisins. Visir/Anton „Við ætlum að vera með afmælisviku í verslunum okkar 25.-29. október þar sem við verðum með fjölbreytta dagskrá og afmælistilboð. Einnig verðum við með partí í nýbreyttri verslun Gallerí 17 Kringlunni fimmtudagskvöldið 27. október, þar sem við bjóðum upp á veitingar, verðum með lukkuhjól og Instagram-leik. Öllum velunnurum, viðskiptavinum, og núverandi og fyrrverandi starfsfólki er boðið,“ segir Svava Johansen, eigandi NTC, en verslunarkeðjan, fagnar nú 40 ára afmæli fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur í fjörutíu ár verið leiðandi í innflutningi, framleiðslu og sölu á tískufatnaði á Íslandi. Fyrirtækið er byggt á grunni heildsölu sem var stofnuð um miðja síðustu öld en verslunarrekstur hófst árið 1976 þegar verslunin Sautján var opnuð á Laugavegi 46. „Ég kom sjálf inn í reksturinn þegar verslunin var á Laugavegi 51, 100 fermetra verslun. Verslanir NTC eru 16 talsins í dag en sú sautjánda verður opnuð nú um mánaðamótin í Kringlunni. Þar munu Ásgeir Frank, 20 ára sonur minn, og æskuvinur hans, Einar Sveinn opna nýja flotta herraverslun,“ segir Svava. Það er óhætt að segja að vöxtur fyrirtækisins hófst fyrir alvöru þegar NTC tók þátt í opnun Kringlunnar, fyrstu verslunarmiðstöðvar á Íslandi, árið 1987. Þá opnaði Sautján nýja verslun en fljótlega fjölgaði verslunum þegar bæði SMASH og GS Skór opnuðu. „Fjölbreytni er mjög mikilvæg og tel ég að það eigi stóran þátt í að fyrirtækið hafi lifað svona lengi. Ekki vil ég þó gleyma því að starfsfólkið er númer eitt, og ástæða þess að fyrirtækið hefur lifað svo lengi. Við erum ein fjölskylda – það er ótrúlega margt hæfileikaríkt og dugnaðarfólk sem hefur unnið hér og á það endalaust þakkir fyrir traustið sem það hefur sýnt NTC,“ segir Svava þakklát. Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
„Við ætlum að vera með afmælisviku í verslunum okkar 25.-29. október þar sem við verðum með fjölbreytta dagskrá og afmælistilboð. Einnig verðum við með partí í nýbreyttri verslun Gallerí 17 Kringlunni fimmtudagskvöldið 27. október, þar sem við bjóðum upp á veitingar, verðum með lukkuhjól og Instagram-leik. Öllum velunnurum, viðskiptavinum, og núverandi og fyrrverandi starfsfólki er boðið,“ segir Svava Johansen, eigandi NTC, en verslunarkeðjan, fagnar nú 40 ára afmæli fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur í fjörutíu ár verið leiðandi í innflutningi, framleiðslu og sölu á tískufatnaði á Íslandi. Fyrirtækið er byggt á grunni heildsölu sem var stofnuð um miðja síðustu öld en verslunarrekstur hófst árið 1976 þegar verslunin Sautján var opnuð á Laugavegi 46. „Ég kom sjálf inn í reksturinn þegar verslunin var á Laugavegi 51, 100 fermetra verslun. Verslanir NTC eru 16 talsins í dag en sú sautjánda verður opnuð nú um mánaðamótin í Kringlunni. Þar munu Ásgeir Frank, 20 ára sonur minn, og æskuvinur hans, Einar Sveinn opna nýja flotta herraverslun,“ segir Svava. Það er óhætt að segja að vöxtur fyrirtækisins hófst fyrir alvöru þegar NTC tók þátt í opnun Kringlunnar, fyrstu verslunarmiðstöðvar á Íslandi, árið 1987. Þá opnaði Sautján nýja verslun en fljótlega fjölgaði verslunum þegar bæði SMASH og GS Skór opnuðu. „Fjölbreytni er mjög mikilvæg og tel ég að það eigi stóran þátt í að fyrirtækið hafi lifað svona lengi. Ekki vil ég þó gleyma því að starfsfólkið er númer eitt, og ástæða þess að fyrirtækið hefur lifað svo lengi. Við erum ein fjölskylda – það er ótrúlega margt hæfileikaríkt og dugnaðarfólk sem hefur unnið hér og á það endalaust þakkir fyrir traustið sem það hefur sýnt NTC,“ segir Svava þakklát.
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira