Grunnskólakennari segir nýgerðan kjarasamning ekki nógu góðan: „Við erum ekki metin að verðleikum“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. desember 2016 20:00 Ekki er ljóst hvort áttatíu kennarar sem sögðu upp störfum sínum hjá Reykjavíkurborg á síðustu vikum komi til með að draga uppsagnir sínar til baka þrátt fyrir að grunnskólakennarar hafi samþykkt kjarasamning sem undirritaður var við sveitarfélögin í lok nóvember. Grunnskólakennarar samþykktu nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í gær með um 55% greiddra atkvæða. Um 42% sögu nei. Þrátt fyrir að nýgerður kjarasamningur hafi verið samþykktur í gær er grasrótin hundóánægð. Nær allir kennarar í Árbæjarskóla höfnuðu samningnum. Á kennarastofunni í dag var aðalumræðuefnið að kjarasamningurinn og samþykkt hans. „Mér líst bara mjög illa á þetta. Ég sagði nei. Ég er búin að kenna í 19 ár og ég hef aldrei samþykkt samning. 11% er ekkert. Við erum svo langt á eftir framhaldskólakennurum sem við berum okkur saman við og þetta var bara lélegt,“ sagði Helga Guðjónsdóttir, kennari við fréttastofu í dag. Mjög margir kennarar sögðu störfum sínum lausum þegar samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaga unnu að gerð samningsins. „Ég er nokkuð viss um að þeir munu ekki draga uppsagnir sínar til baka. Þessi samningur er bara ekki nógu góður og ég hugsa að það komi bara fleiri í kjölfarið. Við bara erum ekki metin að verðleikum og ég ætla ekki að fara tala um álag eða annað. Auðvitað er álag í öllum vinnum en við bara þurfum hærri laun og leiðréttingu launa. Þetta var bara ekki nógu gott og ég sagði nei,“ sagði Elín Björg Guðjónsdóttir, kennari. Kennararnir voru sammála um að það hafi komið á óvart hversu fljótt náðist samkomulag um samninginn hjá Ríkissáttasemjara „Það náttúrulega var pressa og mér finnst það segja dálítið mikið um samninginn að átta kennarar segja uppstörfum í Réttarholtsskóla daginn sem samningurinn kemur,“ segir Helga. Tíu kennarar sögðu upp í Árbæjarskóla og hafa þeir ekki tekið ákvörðun um hvort þeir dragi uppsagnir sínar til baka. „Framhaldið er bara ekki gott. Manni finnst eins og stéttin sé sundruð. Auðvitað þurfum við að vinna saman og komast að sameiginlegri niðurstöðu sem stétt,“ sagði Guðný Svandís Guðjónsdóttir, kennari. Og kennararnir kölluðu eftir breytingum í forystu grunnskólakennara „Það er kominn tími til að skipta um fólk í brúnni, það er kannski búið að vera svolítið lengi. Við þurfum kannski líka bara að skoða hvernig við kjósum okkur okkar fólk. Það eru ekkert allir í boði,“ sagði Helga. Tengdar fréttir Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26 Samningar samþykktir en grasrótin óánægð Naumur meirihluti grunnskólakennara samþykkti kjarasamning í gærkvöldi. Kjaradeilan varð til þess að hundrað kennarar sögðu upp störfum. Grasrót kennara kallar eftir afsögn forystu kennara. 13. desember 2016 07:00 Formaður Félags grunnskólakennara: „Þurfum meiri sátt á meðal okkar“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í samtali við fréttastofu í dag að niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning kennara væri þokkaleg. 12. desember 2016 19:13 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Ekki er ljóst hvort áttatíu kennarar sem sögðu upp störfum sínum hjá Reykjavíkurborg á síðustu vikum komi til með að draga uppsagnir sínar til baka þrátt fyrir að grunnskólakennarar hafi samþykkt kjarasamning sem undirritaður var við sveitarfélögin í lok nóvember. Grunnskólakennarar samþykktu nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í gær með um 55% greiddra atkvæða. Um 42% sögu nei. Þrátt fyrir að nýgerður kjarasamningur hafi verið samþykktur í gær er grasrótin hundóánægð. Nær allir kennarar í Árbæjarskóla höfnuðu samningnum. Á kennarastofunni í dag var aðalumræðuefnið að kjarasamningurinn og samþykkt hans. „Mér líst bara mjög illa á þetta. Ég sagði nei. Ég er búin að kenna í 19 ár og ég hef aldrei samþykkt samning. 11% er ekkert. Við erum svo langt á eftir framhaldskólakennurum sem við berum okkur saman við og þetta var bara lélegt,“ sagði Helga Guðjónsdóttir, kennari við fréttastofu í dag. Mjög margir kennarar sögðu störfum sínum lausum þegar samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaga unnu að gerð samningsins. „Ég er nokkuð viss um að þeir munu ekki draga uppsagnir sínar til baka. Þessi samningur er bara ekki nógu góður og ég hugsa að það komi bara fleiri í kjölfarið. Við bara erum ekki metin að verðleikum og ég ætla ekki að fara tala um álag eða annað. Auðvitað er álag í öllum vinnum en við bara þurfum hærri laun og leiðréttingu launa. Þetta var bara ekki nógu gott og ég sagði nei,“ sagði Elín Björg Guðjónsdóttir, kennari. Kennararnir voru sammála um að það hafi komið á óvart hversu fljótt náðist samkomulag um samninginn hjá Ríkissáttasemjara „Það náttúrulega var pressa og mér finnst það segja dálítið mikið um samninginn að átta kennarar segja uppstörfum í Réttarholtsskóla daginn sem samningurinn kemur,“ segir Helga. Tíu kennarar sögðu upp í Árbæjarskóla og hafa þeir ekki tekið ákvörðun um hvort þeir dragi uppsagnir sínar til baka. „Framhaldið er bara ekki gott. Manni finnst eins og stéttin sé sundruð. Auðvitað þurfum við að vinna saman og komast að sameiginlegri niðurstöðu sem stétt,“ sagði Guðný Svandís Guðjónsdóttir, kennari. Og kennararnir kölluðu eftir breytingum í forystu grunnskólakennara „Það er kominn tími til að skipta um fólk í brúnni, það er kannski búið að vera svolítið lengi. Við þurfum kannski líka bara að skoða hvernig við kjósum okkur okkar fólk. Það eru ekkert allir í boði,“ sagði Helga.
Tengdar fréttir Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26 Samningar samþykktir en grasrótin óánægð Naumur meirihluti grunnskólakennara samþykkti kjarasamning í gærkvöldi. Kjaradeilan varð til þess að hundrað kennarar sögðu upp störfum. Grasrót kennara kallar eftir afsögn forystu kennara. 13. desember 2016 07:00 Formaður Félags grunnskólakennara: „Þurfum meiri sátt á meðal okkar“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í samtali við fréttastofu í dag að niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning kennara væri þokkaleg. 12. desember 2016 19:13 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26
Samningar samþykktir en grasrótin óánægð Naumur meirihluti grunnskólakennara samþykkti kjarasamning í gærkvöldi. Kjaradeilan varð til þess að hundrað kennarar sögðu upp störfum. Grasrót kennara kallar eftir afsögn forystu kennara. 13. desember 2016 07:00
Formaður Félags grunnskólakennara: „Þurfum meiri sátt á meðal okkar“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í samtali við fréttastofu í dag að niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning kennara væri þokkaleg. 12. desember 2016 19:13