Grunnskólakennari segir nýgerðan kjarasamning ekki nógu góðan: „Við erum ekki metin að verðleikum“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. desember 2016 20:00 Ekki er ljóst hvort áttatíu kennarar sem sögðu upp störfum sínum hjá Reykjavíkurborg á síðustu vikum komi til með að draga uppsagnir sínar til baka þrátt fyrir að grunnskólakennarar hafi samþykkt kjarasamning sem undirritaður var við sveitarfélögin í lok nóvember. Grunnskólakennarar samþykktu nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í gær með um 55% greiddra atkvæða. Um 42% sögu nei. Þrátt fyrir að nýgerður kjarasamningur hafi verið samþykktur í gær er grasrótin hundóánægð. Nær allir kennarar í Árbæjarskóla höfnuðu samningnum. Á kennarastofunni í dag var aðalumræðuefnið að kjarasamningurinn og samþykkt hans. „Mér líst bara mjög illa á þetta. Ég sagði nei. Ég er búin að kenna í 19 ár og ég hef aldrei samþykkt samning. 11% er ekkert. Við erum svo langt á eftir framhaldskólakennurum sem við berum okkur saman við og þetta var bara lélegt,“ sagði Helga Guðjónsdóttir, kennari við fréttastofu í dag. Mjög margir kennarar sögðu störfum sínum lausum þegar samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaga unnu að gerð samningsins. „Ég er nokkuð viss um að þeir munu ekki draga uppsagnir sínar til baka. Þessi samningur er bara ekki nógu góður og ég hugsa að það komi bara fleiri í kjölfarið. Við bara erum ekki metin að verðleikum og ég ætla ekki að fara tala um álag eða annað. Auðvitað er álag í öllum vinnum en við bara þurfum hærri laun og leiðréttingu launa. Þetta var bara ekki nógu gott og ég sagði nei,“ sagði Elín Björg Guðjónsdóttir, kennari. Kennararnir voru sammála um að það hafi komið á óvart hversu fljótt náðist samkomulag um samninginn hjá Ríkissáttasemjara „Það náttúrulega var pressa og mér finnst það segja dálítið mikið um samninginn að átta kennarar segja uppstörfum í Réttarholtsskóla daginn sem samningurinn kemur,“ segir Helga. Tíu kennarar sögðu upp í Árbæjarskóla og hafa þeir ekki tekið ákvörðun um hvort þeir dragi uppsagnir sínar til baka. „Framhaldið er bara ekki gott. Manni finnst eins og stéttin sé sundruð. Auðvitað þurfum við að vinna saman og komast að sameiginlegri niðurstöðu sem stétt,“ sagði Guðný Svandís Guðjónsdóttir, kennari. Og kennararnir kölluðu eftir breytingum í forystu grunnskólakennara „Það er kominn tími til að skipta um fólk í brúnni, það er kannski búið að vera svolítið lengi. Við þurfum kannski líka bara að skoða hvernig við kjósum okkur okkar fólk. Það eru ekkert allir í boði,“ sagði Helga. Tengdar fréttir Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26 Samningar samþykktir en grasrótin óánægð Naumur meirihluti grunnskólakennara samþykkti kjarasamning í gærkvöldi. Kjaradeilan varð til þess að hundrað kennarar sögðu upp störfum. Grasrót kennara kallar eftir afsögn forystu kennara. 13. desember 2016 07:00 Formaður Félags grunnskólakennara: „Þurfum meiri sátt á meðal okkar“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í samtali við fréttastofu í dag að niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning kennara væri þokkaleg. 12. desember 2016 19:13 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Ekki er ljóst hvort áttatíu kennarar sem sögðu upp störfum sínum hjá Reykjavíkurborg á síðustu vikum komi til með að draga uppsagnir sínar til baka þrátt fyrir að grunnskólakennarar hafi samþykkt kjarasamning sem undirritaður var við sveitarfélögin í lok nóvember. Grunnskólakennarar samþykktu nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í gær með um 55% greiddra atkvæða. Um 42% sögu nei. Þrátt fyrir að nýgerður kjarasamningur hafi verið samþykktur í gær er grasrótin hundóánægð. Nær allir kennarar í Árbæjarskóla höfnuðu samningnum. Á kennarastofunni í dag var aðalumræðuefnið að kjarasamningurinn og samþykkt hans. „Mér líst bara mjög illa á þetta. Ég sagði nei. Ég er búin að kenna í 19 ár og ég hef aldrei samþykkt samning. 11% er ekkert. Við erum svo langt á eftir framhaldskólakennurum sem við berum okkur saman við og þetta var bara lélegt,“ sagði Helga Guðjónsdóttir, kennari við fréttastofu í dag. Mjög margir kennarar sögðu störfum sínum lausum þegar samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaga unnu að gerð samningsins. „Ég er nokkuð viss um að þeir munu ekki draga uppsagnir sínar til baka. Þessi samningur er bara ekki nógu góður og ég hugsa að það komi bara fleiri í kjölfarið. Við bara erum ekki metin að verðleikum og ég ætla ekki að fara tala um álag eða annað. Auðvitað er álag í öllum vinnum en við bara þurfum hærri laun og leiðréttingu launa. Þetta var bara ekki nógu gott og ég sagði nei,“ sagði Elín Björg Guðjónsdóttir, kennari. Kennararnir voru sammála um að það hafi komið á óvart hversu fljótt náðist samkomulag um samninginn hjá Ríkissáttasemjara „Það náttúrulega var pressa og mér finnst það segja dálítið mikið um samninginn að átta kennarar segja uppstörfum í Réttarholtsskóla daginn sem samningurinn kemur,“ segir Helga. Tíu kennarar sögðu upp í Árbæjarskóla og hafa þeir ekki tekið ákvörðun um hvort þeir dragi uppsagnir sínar til baka. „Framhaldið er bara ekki gott. Manni finnst eins og stéttin sé sundruð. Auðvitað þurfum við að vinna saman og komast að sameiginlegri niðurstöðu sem stétt,“ sagði Guðný Svandís Guðjónsdóttir, kennari. Og kennararnir kölluðu eftir breytingum í forystu grunnskólakennara „Það er kominn tími til að skipta um fólk í brúnni, það er kannski búið að vera svolítið lengi. Við þurfum kannski líka bara að skoða hvernig við kjósum okkur okkar fólk. Það eru ekkert allir í boði,“ sagði Helga.
Tengdar fréttir Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26 Samningar samþykktir en grasrótin óánægð Naumur meirihluti grunnskólakennara samþykkti kjarasamning í gærkvöldi. Kjaradeilan varð til þess að hundrað kennarar sögðu upp störfum. Grasrót kennara kallar eftir afsögn forystu kennara. 13. desember 2016 07:00 Formaður Félags grunnskólakennara: „Þurfum meiri sátt á meðal okkar“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í samtali við fréttastofu í dag að niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning kennara væri þokkaleg. 12. desember 2016 19:13 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26
Samningar samþykktir en grasrótin óánægð Naumur meirihluti grunnskólakennara samþykkti kjarasamning í gærkvöldi. Kjaradeilan varð til þess að hundrað kennarar sögðu upp störfum. Grasrót kennara kallar eftir afsögn forystu kennara. 13. desember 2016 07:00
Formaður Félags grunnskólakennara: „Þurfum meiri sátt á meðal okkar“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í samtali við fréttastofu í dag að niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning kennara væri þokkaleg. 12. desember 2016 19:13