Segir að íslenskar konur vanti dass af kæruleysi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 15:17 Anna Steinsen segir að konur í dag taki of mikið að sér og setji miklar kröfur á sig að standa sig vel á öllum sviðum. Þetta valdi þeim mikilli streitu og segir Anna að á ýmsum sviðum sé íslenska ofurkonan hreinlega að kafna úr streitu. Anna hefur haldið námskeið, meðal annars fyrir ungar konur sem eru klára menntaskóla og að byrja í háskóla. „Ungar konur sem eru að koma, klára kannski menntaskóla á þremur árum í staðinn fyrir fjórum, taka liggur við 500 einingar á önn og svo eru þær í íþróttum og að borða rétt og allt þetta. Svo eru þær að pósta þessu á Facebook og þar eru allir að segja „Oh, þú ert svo dugleg,“ þannig að við erum að ýta undir þetta. [...] Þannig að þær bara hugsa með sér „Já, þetta er rétt, svona á ég að vera“ og þar með er komin pressa,“ segir Anna en hún ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir þetta þó ekki einskorðast við ungar konur heldur einnig þær sem eldri eru. Þá sé hún líka að tala almennt og þetta eigi ekki við allar konur en margar þeirra séu þó að halda öllum þessum boltum á lofti: „Það er að standa sig vel í vinnunni, vera með heimilið fallegt og halda því hreinu, elda matinn, sjá um krakkana, og auðvitað eru karlarnir að taka þátt í þessu en að einhverju leyti erum við að taka of mikið að okkur held ég og setja meiri kröfur.“ Anna segir að það segi sig sjálft að eitthvað gefi sig þegar svo mikið er í gangi í daglega lífinu. Það vanti dass af kæruleysi og að konur séu oft á tíðum of hræddar við að gera mistök. Hún nefnir hlutfall kvenna í fjölmiðlum sem lengi hefur verið mun lægra en hlutfall karla. „Það er verið að reyna að fá konur í fjölmiðlana en við förum oft ekki í fjölmiðlana því við vitum ekki alveg hvað við eigum að segja 150 prósent á meðan karlarnir eru bara „Já, já, þetta reddast.“ Okkur vantar þetta dass af kæruleysi,“ segir Anna. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Anna Steinsen segir að konur í dag taki of mikið að sér og setji miklar kröfur á sig að standa sig vel á öllum sviðum. Þetta valdi þeim mikilli streitu og segir Anna að á ýmsum sviðum sé íslenska ofurkonan hreinlega að kafna úr streitu. Anna hefur haldið námskeið, meðal annars fyrir ungar konur sem eru klára menntaskóla og að byrja í háskóla. „Ungar konur sem eru að koma, klára kannski menntaskóla á þremur árum í staðinn fyrir fjórum, taka liggur við 500 einingar á önn og svo eru þær í íþróttum og að borða rétt og allt þetta. Svo eru þær að pósta þessu á Facebook og þar eru allir að segja „Oh, þú ert svo dugleg,“ þannig að við erum að ýta undir þetta. [...] Þannig að þær bara hugsa með sér „Já, þetta er rétt, svona á ég að vera“ og þar með er komin pressa,“ segir Anna en hún ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir þetta þó ekki einskorðast við ungar konur heldur einnig þær sem eldri eru. Þá sé hún líka að tala almennt og þetta eigi ekki við allar konur en margar þeirra séu þó að halda öllum þessum boltum á lofti: „Það er að standa sig vel í vinnunni, vera með heimilið fallegt og halda því hreinu, elda matinn, sjá um krakkana, og auðvitað eru karlarnir að taka þátt í þessu en að einhverju leyti erum við að taka of mikið að okkur held ég og setja meiri kröfur.“ Anna segir að það segi sig sjálft að eitthvað gefi sig þegar svo mikið er í gangi í daglega lífinu. Það vanti dass af kæruleysi og að konur séu oft á tíðum of hræddar við að gera mistök. Hún nefnir hlutfall kvenna í fjölmiðlum sem lengi hefur verið mun lægra en hlutfall karla. „Það er verið að reyna að fá konur í fjölmiðlana en við förum oft ekki í fjölmiðlana því við vitum ekki alveg hvað við eigum að segja 150 prósent á meðan karlarnir eru bara „Já, já, þetta reddast.“ Okkur vantar þetta dass af kæruleysi,“ segir Anna. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira