Sturla Atlas hellir sér í vatnið Birgir Örn Steinarsson skrifar 10. mars 2016 16:49 Sturla Aqua er a.m.k. ný fatalína frá Sturlu Atlas. Kannski meira. Vísir/Kjartan Hreinsson Ein af dularfyllri sýningum á Hönnunarmars er Sturla Aqua sem opnaði í fatabúðinni Húrra Reykjavík um kl. 18 í kvöld. Aðalsprautan á bakvið hana er Sigurbjartur Sturla Atlason söngvari hljómsveitarinnar Sturla Atlas. Innan Hönnunarmiðstöðvar hafa verið vangaveltur um hvort poppsöngvarinn og félagar hans ætli sér jafnvel að selja vatn í flöskum? Ef svo, yrði það þá bara kranavatn í nýjum umbúðum eins og var gert á Hótel Adam? „Ekki enn... maður veit samt ekki hvað mun gerast,“ segir Sigurbjartur. „Það er óvíst hvað Sturla Aqua mun þróast út í en við verðum með nýja fatalínu. Á sýningunni verða ljósmyndir sem krystallar þessa hugmynd“. Hann tekur þó ekki fyrir það að hella sér út í vatnsbransann. „Við ætlum að taka púlsins á þessu og leyfa því að verða að því sem það þróast út í. Það hafa margir spurt okkur eftir að þeir heyrðu nafnið hvort við séum að fara hanna vatnsflöskur. Það virðist vera heilmikil eftirspurn eftir því þannig að það er frekar líklegt að við framleiðum einhverjar svoleiðis. Ég veit þó ekki alveg í hvaða formi það verður. Fólk er þyrst, sólgið í vatnið,“ segir Sigurbjartur að lokum. Kjartan Hreinsson tók allar myndirnar á ljósmyndasýningunni en Sigurður Oddson hannar allt útlit fyrir nýju Sturlu Aqua línuna. Sýningin opnaði í kvöld kl. 18 og mun vera opinn yfir helgina. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Snowin'. HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Lífið Heimilislegur ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Lífið samstarf Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Ein af dularfyllri sýningum á Hönnunarmars er Sturla Aqua sem opnaði í fatabúðinni Húrra Reykjavík um kl. 18 í kvöld. Aðalsprautan á bakvið hana er Sigurbjartur Sturla Atlason söngvari hljómsveitarinnar Sturla Atlas. Innan Hönnunarmiðstöðvar hafa verið vangaveltur um hvort poppsöngvarinn og félagar hans ætli sér jafnvel að selja vatn í flöskum? Ef svo, yrði það þá bara kranavatn í nýjum umbúðum eins og var gert á Hótel Adam? „Ekki enn... maður veit samt ekki hvað mun gerast,“ segir Sigurbjartur. „Það er óvíst hvað Sturla Aqua mun þróast út í en við verðum með nýja fatalínu. Á sýningunni verða ljósmyndir sem krystallar þessa hugmynd“. Hann tekur þó ekki fyrir það að hella sér út í vatnsbransann. „Við ætlum að taka púlsins á þessu og leyfa því að verða að því sem það þróast út í. Það hafa margir spurt okkur eftir að þeir heyrðu nafnið hvort við séum að fara hanna vatnsflöskur. Það virðist vera heilmikil eftirspurn eftir því þannig að það er frekar líklegt að við framleiðum einhverjar svoleiðis. Ég veit þó ekki alveg í hvaða formi það verður. Fólk er þyrst, sólgið í vatnið,“ segir Sigurbjartur að lokum. Kjartan Hreinsson tók allar myndirnar á ljósmyndasýningunni en Sigurður Oddson hannar allt útlit fyrir nýju Sturlu Aqua línuna. Sýningin opnaði í kvöld kl. 18 og mun vera opinn yfir helgina. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Snowin'.
HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Lífið Heimilislegur ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Lífið samstarf Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira