Vill að Kópavogsbær lagi hættulegar götur Ingvar Haraldsson skrifar 1. febrúar 2016 07:00 Guðrún Snorradóttir segir götur og gangstéttir við Engihjalla holóttar og illa farnar. vísir/anton „Þær eru orðnar mjög holóttar, skemmdar og ljótar,“ segir Guðrún Snorradóttir, formaður Íbúasamtaka Engihjalla, um ástand gatna við Engihjallann. Íbúasamtökin vilja að Kópavogsbær grípi til aðgerða til að laga götur og gangstéttir. Samtökin hafa sent bænum bréf þar sem fram kemur að götur og gangstéttir séu orðnar „verulega illa farnar“. „Á einum stað við strætóstoppistöð stendur járn upp úr sem er bara hættulegt,“ bætir Guðrún við. Guðrún segir að erindinu hafi verið vel tekið. Hins vegar hafi engin áform verið kynnt enn. Forsvarsmenn bæjarins hafi einnig lýst yfir vilja til að grípa til aðgerða á íbúaþingi í Engihjalla í nóvember 2014. „Svo hefur ekkert gerst. Við vorum að vonast eftir því fyrir ári síðan að það færi eitthvað inn á fjárhagsáætlun.“ Það hafi ekki gengi eftir en íbúarnir hafi verið vongóðir um að áætlanir færu inn á nýjustu fjárhagsáætlunina. Ekki hafi orðið af því. „Þá fór nú aðeins að hitna í kolunum hjá okkur og þolinmæðin að bresta,“ segir Guðrún. Í kjölfarið hafi samtökin sent bænum bréf. Þá segir Guðrún Kópavogsbæ vera langt á eftir nágrannasveitarfélögum sínum hvað varðar lagningu hjólreiðastíga. „Það eru engir hjólastígar í Kópavogi,“ segir Guðrún. Hjólreiðafólk þurfi að fara út úr Kópavogi til að fara í hjólaferðir. Hún bendir á að Kópavogur sé orðinn þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi bær. „Fyrst að hann er að taka þátt í þessu verkefni, Heilsueflandi bær, á hann að leggja áherslu á að fólk geti valið sér þannig lífsstíl,“ bendir hún á. „Ég tek alveg undir það með þessum samtökum. Það þarf virkilega að fara í umhverfisátak sem er í kringum þetta stóra samfélag sem er þarna í Engihjalla,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar. Theódóra segir stefnt að því að fara í einhverjar framkvæmdir á þessu ári. Verið sé að kostnaðargreina þær breytingar sem íbúasamtökin hafi lagt til að verði gerðar og í kjölfarið sé stefnt að því að fara í þær. „Þegar við fáum þessa kostnaðargreiningu munum við velja úr þau verkefni sem við getum farið í núna á þessu ári og halda áfram á næsta ári,“ segir Theódóra. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
„Þær eru orðnar mjög holóttar, skemmdar og ljótar,“ segir Guðrún Snorradóttir, formaður Íbúasamtaka Engihjalla, um ástand gatna við Engihjallann. Íbúasamtökin vilja að Kópavogsbær grípi til aðgerða til að laga götur og gangstéttir. Samtökin hafa sent bænum bréf þar sem fram kemur að götur og gangstéttir séu orðnar „verulega illa farnar“. „Á einum stað við strætóstoppistöð stendur járn upp úr sem er bara hættulegt,“ bætir Guðrún við. Guðrún segir að erindinu hafi verið vel tekið. Hins vegar hafi engin áform verið kynnt enn. Forsvarsmenn bæjarins hafi einnig lýst yfir vilja til að grípa til aðgerða á íbúaþingi í Engihjalla í nóvember 2014. „Svo hefur ekkert gerst. Við vorum að vonast eftir því fyrir ári síðan að það færi eitthvað inn á fjárhagsáætlun.“ Það hafi ekki gengi eftir en íbúarnir hafi verið vongóðir um að áætlanir færu inn á nýjustu fjárhagsáætlunina. Ekki hafi orðið af því. „Þá fór nú aðeins að hitna í kolunum hjá okkur og þolinmæðin að bresta,“ segir Guðrún. Í kjölfarið hafi samtökin sent bænum bréf. Þá segir Guðrún Kópavogsbæ vera langt á eftir nágrannasveitarfélögum sínum hvað varðar lagningu hjólreiðastíga. „Það eru engir hjólastígar í Kópavogi,“ segir Guðrún. Hjólreiðafólk þurfi að fara út úr Kópavogi til að fara í hjólaferðir. Hún bendir á að Kópavogur sé orðinn þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi bær. „Fyrst að hann er að taka þátt í þessu verkefni, Heilsueflandi bær, á hann að leggja áherslu á að fólk geti valið sér þannig lífsstíl,“ bendir hún á. „Ég tek alveg undir það með þessum samtökum. Það þarf virkilega að fara í umhverfisátak sem er í kringum þetta stóra samfélag sem er þarna í Engihjalla,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar. Theódóra segir stefnt að því að fara í einhverjar framkvæmdir á þessu ári. Verið sé að kostnaðargreina þær breytingar sem íbúasamtökin hafi lagt til að verði gerðar og í kjölfarið sé stefnt að því að fara í þær. „Þegar við fáum þessa kostnaðargreiningu munum við velja úr þau verkefni sem við getum farið í núna á þessu ári og halda áfram á næsta ári,“ segir Theódóra.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira