Enski boltinn

Wenger: Okkur vantaði sjálfstraust

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wenger leið illa á hliðarlínunni í gær.
Wenger leið illa á hliðarlínunni í gær. vísir/getty
Arsenal missteig sig í ensku úrvalsdeildinni í gær er liðið gerði aðeins jafntefli gegn Crystal Palace.

Alexis Sanchez kom Arsenal yfir í leiknum en Yannick Bolasie jafnaði metin fyrir Palace er níu mínútur lifðu leiks.

Sjá einnig: Arsenal tapaði stigum gegn Palace á heimavelli | Sjáðu mörkin

Þrátt fyrir 21 skot að marki náði Arsenal ekki að skora annað mark og titilvonir þeirra eru nú endanlega farnar.

„Þetta eru vond úrslit. Við vorum mikið með boltann en sköpuðum ekki nógu mikið af opnum færum. Það vantaði meiri hraða í spilið okkar,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

„Í heildina vorum við samt óheppnir því þeir áttu aðeins eitt skot á markið. Okkur vantaði samt meira sjálfstraust til þess að sækja sigurinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×