Enski boltinn

United heldur í við Arsenal | Sjáðu mörkin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jesse Lingard fagnar í kvöld.
Jesse Lingard fagnar í kvöld. vísir/getty
Manchester United vann dýrmæt stig í baráttunni um Meistaradeildarsæti er liðið hafði betur gegn Crystal Palace á heimavelli.

Fyrra mark leiksins var sjálfsmark Damien Delaney strax á fjórðu mínútu en Matteo Darmian tvöfaldaði forystu United snemma í síðari hálfleik.

Arsenal hefur gefið eftir í toppbaráttunni síðustu vikur og gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum. Liðið heldur enn í fjórða sætið, það síðasta sem veitir þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, en er nú með aðeins eins stigs forystu á United.

Arsenal á þó leik til góða en liðið mætir West Brom annað kvöld.

Sigur United var öruggur. Hann hefði getað orðið stærri en Julian Speroni varði vel í marki Palace, bæði frá Anthony Martial og Juan Mata.

Stuðningsmenn United ákváðu þó að sniðganga leikinn í kvöld. Voru því fáir stuðningsmenn United á vellinum og stemningin eftir því.

Manchester United komst yfir með sjálfsmarki Crystal Palace á 9. mínútu: Mattea Darmian skoraði annað mark Manchester United á 55. mínútu:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×