Fallegustu og ljótustu bókakápurnar 2016 Magnús Guðmundsson skrifar 17. desember 2016 11:00 Það ætti aldrei að dæma bók eftir kápunni en hún skiptir samt máli. Bókarkápa er nefnilega hluti af heildarupplifun lesandans og svo skiptir líka máli að hún sé bæði söluvænleg og eiguleg. Hér hefur því galvösk sveit álitsgjafa tekið að sér að velja fallegustu og ljótustu bókarkápur jólabókaflóðsins í ár. Allt er þetta þó auðvitað aðeins til gamans gert og engin ástæða til þess að taka þetta of hátíðlega.Fallegust - 1. sætiCodex 1962Höfundur: SjónKápuhönnun: Alexandra BuhlÚtgefandi: Forlagið „Grípur strax augað og ber af öðrum bókarkápum eins og fullt tungl á svörtum vetrarhimni.“ „Dáleiðandi og ofurtöff.“ „Segi kannski ekki að kápan sé falleg en maður kemst ekki hjá því að taka eftir henni. Svolítið eins og kassi utan um rakspíra en samt eitthvað svo skemmtilegt við þessa kápu.“ Codex 1962 fékk líka atkvæði sem ljótasta kápan: „Þetta gefur einhvern veginn tilfinningu fyrir alveg sterílum texta – er alltof líkt Vísindabók Villa. Þetta beinlínis fælir mann frá lestri.“Fallegust - 2. sætiSvarti galdurHöfundur: Stefán MániKápuhönnun: Kontor ReykjavíkÚtgefandi: Sögur „Þetta er býsna djarft en gengur fullkomlega upp. Eftiröpun á hinu helga riti er fullkomin umgjörð um þennan titil. Það fór bókstaflega um mig hrollur þegar ég tók hana upp úr umslaginu.“ „Fallegt er kannski ekki fyrsta lýsingarorðið sem ætti að nota við þessa kápu en mögnuð og sterk er hún sannarlega. Manni snöggkólnar - það kvikna margar tilfinningar!“Fallegust - 3. sætiHestvíkHöfundur: Gerður KristnýKápuhönnun: Alexandra BuhlÚtgefandi: Forlagið „Nútímaleg, einföld og aðlaðandi. Mjög falleg og náttúruleg kápa.“ „Virkilega falleg. Einföld og aðlaðandi. Bók sem er notalegt að fá í hendurnar.“Ljótust - 1. SætiVerjandinnHöfundur: Óskar MagnússonKápuhönnun: Jón Ásgeir HreinssonÚtgefandi: JPV „Eins og fimm bókakápur hafi verið settar í hakkavélina áður en þeim var hellt á eina blaðsíðu.“ „Hvað er að gerast hér? Margar leturtýpur, margir litir, margar myndir, mörg form – hér hefði sannarlega mátt einfalda til að fanga augað og vekja meiri áhuga á efninu.“ „Skelfilega grautarlegt og ómarkvisst. Ekki beint til þess fallið að fanga athyglina.“Ljótust - 2. sætiEinfariHöfundur: Hildur Sif ThorarensenKápuhönnun: Hildur Sif ThorarensenÚtgefandi: Óðinsauga „Höfðar engan veginn til mín, mjög gamaldags tónn og frekar óþægileg samsetning á öllu saman - formum, litum og letri. Hvar er spennan?“ „Leturmeðferðin er afleit og þessi flatarleikur skrítinn.“ „Vond hugmynd hjá höfundi að hanna kápuna sjálfur.“Ljótust - 3. sætiHeiða - fjalldalabóndinnHöfundur: Steinunn Sigurðardóttir og Heiða ÁsgeirsdóttirKápuhönnun: Aðalsteinn Svanur SigfússonÚtgefandi: Bjartur „Hvernig var hægt að gera svona dauflega kápu á bók um konu sem slær mann eins og hreint náttúruafl?“ „Hvað er í gangi hér? Var virkilega ekki hægt að láta þessa sögu virka meira heillandi en að stilla fallegu bóndakonunni upp eins og á forsíðu gamals læknarómans - „Doktor Lambert er á leiðinni …““Mest í umræðunniElsku Drauma mín, minningabók Sigríðar HalldórsdóttirVigdís Grímsdóttir skráðiKápuhönnun: Jón Ásgeir HreinssonÚtgefandi: JPV Þessi kápa kom talsvert til umræðu og á lokametrunum barst athyglisverð ábending. Við hlið bókarkápunnar má hér sjá veggspjald frá bandarísku hljómsveitinni Lady Danville, seinna Hunter Hunted, í tengslum við plötuna Operating. Líkindin eru óneitanlega sláandi eða eins og álitsgjafi lét hafa eftir sér: Alveg galið!Álitsgjafar FréttablaðsinsArndís Lilja Guðmundsdóttir, grafískur hönnuðurHödd Vilhjálmsdóttir almannatengillJakob Bjarnar Grétarsson blaðamaðurJón Kaldal ritstjóriÓlöf Birna Garðarsdóttir, grafískur hönnuðurÞorsteinn Joð Vilhjálmsson kvikmyndagerðarmaður Fréttir ársins 2016 Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Það ætti aldrei að dæma bók eftir kápunni en hún skiptir samt máli. Bókarkápa er nefnilega hluti af heildarupplifun lesandans og svo skiptir líka máli að hún sé bæði söluvænleg og eiguleg. Hér hefur því galvösk sveit álitsgjafa tekið að sér að velja fallegustu og ljótustu bókarkápur jólabókaflóðsins í ár. Allt er þetta þó auðvitað aðeins til gamans gert og engin ástæða til þess að taka þetta of hátíðlega.Fallegust - 1. sætiCodex 1962Höfundur: SjónKápuhönnun: Alexandra BuhlÚtgefandi: Forlagið „Grípur strax augað og ber af öðrum bókarkápum eins og fullt tungl á svörtum vetrarhimni.“ „Dáleiðandi og ofurtöff.“ „Segi kannski ekki að kápan sé falleg en maður kemst ekki hjá því að taka eftir henni. Svolítið eins og kassi utan um rakspíra en samt eitthvað svo skemmtilegt við þessa kápu.“ Codex 1962 fékk líka atkvæði sem ljótasta kápan: „Þetta gefur einhvern veginn tilfinningu fyrir alveg sterílum texta – er alltof líkt Vísindabók Villa. Þetta beinlínis fælir mann frá lestri.“Fallegust - 2. sætiSvarti galdurHöfundur: Stefán MániKápuhönnun: Kontor ReykjavíkÚtgefandi: Sögur „Þetta er býsna djarft en gengur fullkomlega upp. Eftiröpun á hinu helga riti er fullkomin umgjörð um þennan titil. Það fór bókstaflega um mig hrollur þegar ég tók hana upp úr umslaginu.“ „Fallegt er kannski ekki fyrsta lýsingarorðið sem ætti að nota við þessa kápu en mögnuð og sterk er hún sannarlega. Manni snöggkólnar - það kvikna margar tilfinningar!“Fallegust - 3. sætiHestvíkHöfundur: Gerður KristnýKápuhönnun: Alexandra BuhlÚtgefandi: Forlagið „Nútímaleg, einföld og aðlaðandi. Mjög falleg og náttúruleg kápa.“ „Virkilega falleg. Einföld og aðlaðandi. Bók sem er notalegt að fá í hendurnar.“Ljótust - 1. SætiVerjandinnHöfundur: Óskar MagnússonKápuhönnun: Jón Ásgeir HreinssonÚtgefandi: JPV „Eins og fimm bókakápur hafi verið settar í hakkavélina áður en þeim var hellt á eina blaðsíðu.“ „Hvað er að gerast hér? Margar leturtýpur, margir litir, margar myndir, mörg form – hér hefði sannarlega mátt einfalda til að fanga augað og vekja meiri áhuga á efninu.“ „Skelfilega grautarlegt og ómarkvisst. Ekki beint til þess fallið að fanga athyglina.“Ljótust - 2. sætiEinfariHöfundur: Hildur Sif ThorarensenKápuhönnun: Hildur Sif ThorarensenÚtgefandi: Óðinsauga „Höfðar engan veginn til mín, mjög gamaldags tónn og frekar óþægileg samsetning á öllu saman - formum, litum og letri. Hvar er spennan?“ „Leturmeðferðin er afleit og þessi flatarleikur skrítinn.“ „Vond hugmynd hjá höfundi að hanna kápuna sjálfur.“Ljótust - 3. sætiHeiða - fjalldalabóndinnHöfundur: Steinunn Sigurðardóttir og Heiða ÁsgeirsdóttirKápuhönnun: Aðalsteinn Svanur SigfússonÚtgefandi: Bjartur „Hvernig var hægt að gera svona dauflega kápu á bók um konu sem slær mann eins og hreint náttúruafl?“ „Hvað er í gangi hér? Var virkilega ekki hægt að láta þessa sögu virka meira heillandi en að stilla fallegu bóndakonunni upp eins og á forsíðu gamals læknarómans - „Doktor Lambert er á leiðinni …““Mest í umræðunniElsku Drauma mín, minningabók Sigríðar HalldórsdóttirVigdís Grímsdóttir skráðiKápuhönnun: Jón Ásgeir HreinssonÚtgefandi: JPV Þessi kápa kom talsvert til umræðu og á lokametrunum barst athyglisverð ábending. Við hlið bókarkápunnar má hér sjá veggspjald frá bandarísku hljómsveitinni Lady Danville, seinna Hunter Hunted, í tengslum við plötuna Operating. Líkindin eru óneitanlega sláandi eða eins og álitsgjafi lét hafa eftir sér: Alveg galið!Álitsgjafar FréttablaðsinsArndís Lilja Guðmundsdóttir, grafískur hönnuðurHödd Vilhjálmsdóttir almannatengillJakob Bjarnar Grétarsson blaðamaðurJón Kaldal ritstjóriÓlöf Birna Garðarsdóttir, grafískur hönnuðurÞorsteinn Joð Vilhjálmsson kvikmyndagerðarmaður
Fréttir ársins 2016 Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira