Unglingur festi hönd í stubbahúsi og beljur stöðvuðu umferð nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 17. desember 2016 11:36 Tístmaraþon lögreglunnar fór fram í gærkvöldi og nótt. Myndvinnsla/Garðar Tístmaraþon lögreglunnar stóð yfir í gærkvöldi og nótt en tilgangurinn með maraþoninu var að veita almenningi innsýn í starfsemi lögreglunnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Norðurlandi eystra og lögreglan á Suðurnesjum tóku þátt.Beljur stöðvuðu umferð Ljóst var að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt en ef rennt er yfir tíst næturinnar má sjá ýmislegt forvitnilegt. Sum tíst voru bráðskemmtileg og sum hver nokkuð spaugileg. Til að mynda var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um sexleytið í gær að sex beljur stæðu á Suðurlandsvegi og stöðvuðu alla umferð. Lögreglan sagði í tísti sínu að þær væru „blessunarlega í næsta umdæmi í austur,“ og því ekki á könnu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að hafa afskipti af kúnum.Unglingur festi hönd sína í stubbahúsi Klukkan hálf sjö í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um mann, eða öllu heldur „góðkunningja lögreglunnar“ sem mældi göturnar með málverk undir hendi. Ekki liggur fyrir hvort lögreglan hafi sinnt útkallinu. Þá var lögreglunni tilkynnt um ungling sem festi hönd sína í stubbahúsi eftir að hafa gert tilraun til þess að næla sér í sígarettu. Lögreglan fór á staðinn og tókst að ná hendi unglingsins lausri. Seint í gærkvöldi barst tilkynning um „ákafan predikara“ sem flutti trúarlegan boðskap við lítinn fögnuð gesta í miðborginni. Þótt mörg tístanna hafi verið kostuleg var einnig talsvert um útköll vegna ofbeldis, ölvunar, fíkniefna og slysa. Maður féll milli hæða á skemmtistað í nótt en meiðsl hans reyndust ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Þá var lögreglan kölluð til vegna hópslagsmála í miðborginni í gærkvöldi. Einnig bárust lögreglunni fimm tilkynningar vegna heimilisofbeldis. Hér fyrir neðan má sjá hápunkta tístmaraþoni lögreglunnar.Tilkynnt um 6 beljur sem stoppi umferð á Suðurlandsvegi, blessunarlega í næsta umdæmi í austur#hvernigfærirmaðurbelju #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2016 Tilkynnt um söluvagn í miðborginni sem stundi vafasöm viðskipti. Okkar fólk fór á staðinn en fann engan vafasaman. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2016 Tilkynnt um ölvaðan ökumann á Vesturlandsvegi, rásandi. Rætt við ökumann sem var edrú en ekki viss um hvert hann væri að fara. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2016 Tilkynnt um óknyttaunglinga í Hafnarfirði sem fari um með háreysti og fyrirferð. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2016 Tilkynnt um dólga sem kasta af sér þvagi á opinberar byggingar. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2016 Ungmenni koma á lögreglustöð og kvarta yfir framkomu starfsmanns verslunar, rætt við þau og foreldra þeirra, leyst á viðeigandi #löggutíst— LögreglanNorðEystra (@LogreglanNE) December 16, 2016 Tengdar fréttir Löggutíst í beinni: Fylgstu með föstudagskvöldi hjá lögreglunni Tístmaraþon lögreglunnar hóst klukkan 16 í dag og mun standa yfir til klukkan 4 í nótt. 16. desember 2016 17:04 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Tístmaraþon lögreglunnar stóð yfir í gærkvöldi og nótt en tilgangurinn með maraþoninu var að veita almenningi innsýn í starfsemi lögreglunnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Norðurlandi eystra og lögreglan á Suðurnesjum tóku þátt.Beljur stöðvuðu umferð Ljóst var að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt en ef rennt er yfir tíst næturinnar má sjá ýmislegt forvitnilegt. Sum tíst voru bráðskemmtileg og sum hver nokkuð spaugileg. Til að mynda var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um sexleytið í gær að sex beljur stæðu á Suðurlandsvegi og stöðvuðu alla umferð. Lögreglan sagði í tísti sínu að þær væru „blessunarlega í næsta umdæmi í austur,“ og því ekki á könnu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að hafa afskipti af kúnum.Unglingur festi hönd sína í stubbahúsi Klukkan hálf sjö í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um mann, eða öllu heldur „góðkunningja lögreglunnar“ sem mældi göturnar með málverk undir hendi. Ekki liggur fyrir hvort lögreglan hafi sinnt útkallinu. Þá var lögreglunni tilkynnt um ungling sem festi hönd sína í stubbahúsi eftir að hafa gert tilraun til þess að næla sér í sígarettu. Lögreglan fór á staðinn og tókst að ná hendi unglingsins lausri. Seint í gærkvöldi barst tilkynning um „ákafan predikara“ sem flutti trúarlegan boðskap við lítinn fögnuð gesta í miðborginni. Þótt mörg tístanna hafi verið kostuleg var einnig talsvert um útköll vegna ofbeldis, ölvunar, fíkniefna og slysa. Maður féll milli hæða á skemmtistað í nótt en meiðsl hans reyndust ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Þá var lögreglan kölluð til vegna hópslagsmála í miðborginni í gærkvöldi. Einnig bárust lögreglunni fimm tilkynningar vegna heimilisofbeldis. Hér fyrir neðan má sjá hápunkta tístmaraþoni lögreglunnar.Tilkynnt um 6 beljur sem stoppi umferð á Suðurlandsvegi, blessunarlega í næsta umdæmi í austur#hvernigfærirmaðurbelju #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2016 Tilkynnt um söluvagn í miðborginni sem stundi vafasöm viðskipti. Okkar fólk fór á staðinn en fann engan vafasaman. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2016 Tilkynnt um ölvaðan ökumann á Vesturlandsvegi, rásandi. Rætt við ökumann sem var edrú en ekki viss um hvert hann væri að fara. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2016 Tilkynnt um óknyttaunglinga í Hafnarfirði sem fari um með háreysti og fyrirferð. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2016 Tilkynnt um dólga sem kasta af sér þvagi á opinberar byggingar. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2016 Ungmenni koma á lögreglustöð og kvarta yfir framkomu starfsmanns verslunar, rætt við þau og foreldra þeirra, leyst á viðeigandi #löggutíst— LögreglanNorðEystra (@LogreglanNE) December 16, 2016
Tengdar fréttir Löggutíst í beinni: Fylgstu með föstudagskvöldi hjá lögreglunni Tístmaraþon lögreglunnar hóst klukkan 16 í dag og mun standa yfir til klukkan 4 í nótt. 16. desember 2016 17:04 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Löggutíst í beinni: Fylgstu með föstudagskvöldi hjá lögreglunni Tístmaraþon lögreglunnar hóst klukkan 16 í dag og mun standa yfir til klukkan 4 í nótt. 16. desember 2016 17:04