Sjö leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Leicester City gerði góða ferð á Etihad og vann 1-3 sigur á Manchester City í fyrsta leik dagsins.
Liverpool missti niður tveggja marka forskot gegn Sunderland á heimavelli og Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Swansea í 1-1 jafntefli gegn Crystal Palace.
Tottenham er komið upp í 2. sæti deildarinnar en Spurs vann 1-0 sigur á Watford á White Hart Lane.
Hægri bakvörðurinn Kieran Trippier var hetja Tottenham en hann skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu.
Þetta var fjórði sigur Tottenham í röð en liðið er nú með 48 stig í 2. sætinu, fimm stigum á eftir toppliði Leicester.
Everton vann öruggan 0-3 sigur á Stoke City á útivelli.
Lærisveinar Roberto Martínez gengu frá leiknum í fyrri hálfleik en eftir 42. mínútna leik var staðan orðin 0-3. Romelu Lukaku (víti), Seamus Coleman og Aaron Lennon skoruðu mörkin.
Everton er í 7. sæti deildarinnar en Stoke er komið niður í 11. sætið eftir þrjá tapleiki í röð.
Serbneski framherjinn Aleksandar Mitrovic tryggði Newcastle United mikilvægan 1-0 sigur á West Brom í botnbaráttunni.
Newcastle komst með sigrinum upp úr fallsæti en West Brom er farið að nálgast botnliðin eftir slakt gengi að undanförnu.
Þá vann Aston Villa lífsnauðsynlegan 2-0 sigur á Norwich City á Villa Park.
Jolean Lescott og Gabriel Agbonlahor gerðu mörk Villa sem er enn í erfiðri stöðu, með aðeins 16 stig í botnsætinu, átta stigum frá öruggu sæti.
Úrslit dagsins:
Man City 1-3 Leicester
0-1 Robert Huth (3.), 0-2 Riyad Mahrez (48.), 0-3 Huth (60.), 1-3 Sergio Agüero (87.).
Liverpool 2-2 Sunderland
1-0 Roberto Firmino (60.), 2-0 Adam Lallana (70.), 2-1 Adam Johnson (82.), 2-2 Jermain Defoe (89.).
Swansea 1-1 Crystal Palace
1-0 Gylfi Þór Sigurðsson (13.), 1-1 Scott Dann (47.).
Tottenham 1-0 Watford
1-0 Kieran Trippier (64.).
Stoke 0-3 Everton
0-1 Romelu Lukaku, víti (11.), 0-2 Seamus Coleman (28.), 0-3 Aaron Lennon (42.).
Newcastle 1-0 West Brom
1-0 Aleksandar Mitrovic (32.).
Aston Villa 2-0 Norwich
1-0 Jolean Lescott (45.), 2-0 Gabriel Agbonlahor (51.).
Tottenham upp í 2. sætið | Mikilvægir sigrar hjá Newcastle og Aston Villa
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn



Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti
