Boðið að syngja í japönsku sjónvarpi fyrir 10 milljón áhorfendur Stefán Árni Pálsson skrifar 20. janúar 2016 13:30 Þátturinn verður sýndur í næsta mánuði á sjónvarpsstöðinni NHK. Tökulið fyrir japönsku sjónvarpsstöðina NHK, japanska ríkissjónvarpið, hefur beðið Bergljótu Arnalds að flytja lag sem hún hefur samið við bæn álfkonunnar Tamínu. Þeir komu sérstaklega hingað til lands til að taka upp efni og töluðu kvikmyndagerðamennirnir aðeins japönsku. Voru þeir með breskan túlk með sér og þýddi hann allt sem leikstjórinn sagði yfir á ensku fyrir leikkonuna. Áætlað er að þátturinn nái til allt að 10 milljón áhorfenda. Fyrstu tökur áttu sér stað i Krísuvíkurhrauninu rétt fyrir áramótin og þá var 7 stiga frost. Fékk Bergljót lánaðan útbúnað frá Fjallakofanum, þar á meðal sérhannaðar buxur sem hægt er að nota í 4000 metra hæð og eiga að þola fimbulkulda. Þátturinn verður sýndur í næsta mánuði á sjónvarpsstöðinni NHK og verður meðal annars fjallað um hvernig Íslendingar fagna áramótum og um starfsemi íslensku Björgunarsveitanna. Leikstjóra þáttarins fannst tónlist Bergljótar og ljóð álfkonunnar falla vel við þáttinn og var leikkonan því fengin í verkið. Menning Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tökulið fyrir japönsku sjónvarpsstöðina NHK, japanska ríkissjónvarpið, hefur beðið Bergljótu Arnalds að flytja lag sem hún hefur samið við bæn álfkonunnar Tamínu. Þeir komu sérstaklega hingað til lands til að taka upp efni og töluðu kvikmyndagerðamennirnir aðeins japönsku. Voru þeir með breskan túlk með sér og þýddi hann allt sem leikstjórinn sagði yfir á ensku fyrir leikkonuna. Áætlað er að þátturinn nái til allt að 10 milljón áhorfenda. Fyrstu tökur áttu sér stað i Krísuvíkurhrauninu rétt fyrir áramótin og þá var 7 stiga frost. Fékk Bergljót lánaðan útbúnað frá Fjallakofanum, þar á meðal sérhannaðar buxur sem hægt er að nota í 4000 metra hæð og eiga að þola fimbulkulda. Þátturinn verður sýndur í næsta mánuði á sjónvarpsstöðinni NHK og verður meðal annars fjallað um hvernig Íslendingar fagna áramótum og um starfsemi íslensku Björgunarsveitanna. Leikstjóra þáttarins fannst tónlist Bergljótar og ljóð álfkonunnar falla vel við þáttinn og var leikkonan því fengin í verkið.
Menning Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira