Þó svo rússneskir frjálsíþróttamenn séu í keppnisbanni og óvissa sé um að þeir fái að taka þátt á ÓL í Ríó þá heldur rússneska frjálsíþróttasambandið ótrautt áfram.
Rússar eru búnir að velja 68 frjálsíþróttamenn í ÓL-hópinn sinn sem hafa ekki hugmynd um hvort þeir fái að fara til Ríó.
Rússar voru dæmdir í bann í nóvember er hulunnu var svipt af skipulagðri lyfjanotkun frjálsíþróttamanna landsins og verður tekin ákvörðun þann 21. júlí hvort þeir fái að keppa í Ríó.
Ólympíuleikarnir hefjast þann 5. ágúst.
Rússar völdu 68 í Ólympíuhópinn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti


„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn




