Enski boltinn

Leikmenn brugðust Mourinho

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mourinho og Fabregas.
Mourinho og Fabregas. vísir/getty
Cesc Fabregas, leikmaður Chelsea, segir að það hafi orðið Jose Mourinho að falli í vetur að treysta um of á leikmenn sína.

Hinn 53 ára gamli Mourinho var rekinn í desember þegar Chelsea var aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti. Þá voru aðeins liðnir sjö mánuðir frá því hann gerði liðið að meisturum.

Mourinho gaf leikmönnum óvenju langt sumarfrí í verðlaun og Fabregas segir að leikmenn hafi síðan brugðist stjóranum sínum.

„Ég ber mikla virðingu fyrir Mourinho. Stóra vandamálið var að hann treysti okkur of mikið. Gaf okkur lengra frí og við brugðumst honums íðan. Það var aðalástæðan fyrir því að hann fór og ég veit að öllum líður illa yfir því,“ sagði Fabregas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×