Enski boltinn

Finnur ekki annan Ferguson á 100 árum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hernandez og Ferguson með Englandsbikarinn.
Hernandez og Ferguson með Englandsbikarinn. vísir/getty
Javier Hernandez, fyrrum framherji Man. Utd, segir að það skipti litlu máli hver þjálfi Man. Utd. Það feti enginn í fótspor Sir Alex Ferguson.

Louis van Gaal, stjóri Man. Utd, er sagður vera afar valtur í sessi en David Moyes entist ekki lengi eftir að hann tók við af Ferguson.

Van Gaal hefur verið mikið gagnrýndur í vetur en Hernadez hefur mætur á honum þó svo Van Gaal hafi selt hann til Bayer Leverkusen.

„Ef ég á að vera heiðarlegur þá er Van Gaal góður stjóri. Hann er sérstakur eins og allir stjórar,“ sagði Hernandez.

„Það er samt ekki hægt að finna annan Ferguson á 100 árum. Hann var einstakur. Van Gaal getur skilað árangri en það er engin þolinmæði til þess að bíða eftir árangri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×