Árið hennar Elsu 16. janúar 2016 10:00 Í tilefni af útnefningu Elsu sem bæjarlistamaður Seltjarnarness hefur verið opnuð sýning á öllum dagbókarfærslunum 365 í Galleríi Gróttu. Sýningin stendur yfir til 5. febrúar og verður opin í dag á milli klukkan ellefu og fjögur. ERNIR Það kom Elsu Nielsen, grafískum hönnuði og myndlistarkonu, á óvart að hún skyldi hljóta útnefningu sem bæjarlistamaður Seltjarnarness í gær en hún er tuttugasti Seltirningurinn sem hlýtur nafnbótina. „Jú, þetta kom á óvart, það er svo mikið menningarlíf úti á Nesi að þetta var alls ekki sjálfgefið. Það er mikill heiður og fjöður í hattinn að fá þessa nafnbót,“ segir hún og brosir. Hún nefnir að með útnefningunni fái hún vonandi tækifæri til að sinna listinni enn betur. „Mig langar að vinna með börnum og unglingum hér í bænum og miðla til þeirra listinni og með nafnbótinni fæ ég tækifæri til þess. Ég held að það sem ég geri höfði vel til barna og unglinga, þetta verður mjög spennandi og ég hlakka til.“Hluti af myndunum 365 sem Elsa gerði á síðasta ári. Hver mynd er innblásin af verkefnum þess dags þegar hún var gerð.Stóð við heitið og fékk brons í badmintonSíðasta ár var viðburðaríkt hjá Elsu og mætti segja að allt hafi gengið upp hjá henni. Meðal annars vermdi litabók hennar Íslensk litadýrð efstu sæti bókalista í lok ársins og mörg hundruð manns fylgdust af áhuga með dagbókarfærslum hennar á Instagram og Facebook undir yfirskriftinni #einádag. Hún segir það standa upp úr að hafa náð að standa við áramótaheitið sem hún strengdi í upphafi síðasta árs – að teikna eina mynd á dag. „Mér skilst að aðeins þrjátíu prósent þeirra sem strengja áramótaheit standi í raun við það,“ segir hún í léttum dúr og bætir við að einnig standi útgáfa litabókarinnar upp úr sem og útgáfa barnabókarinnar Vinabókin sem hún gerði með Jónu Valborgu Árnadóttur. „Eins fannst mér mjög gaman að fara á heimsmeistaramótið í badminton þó það komi nú listinni ekkert við. Við fórum saman, hópur sem spilar saman tvisvar í viku, á heimsmeistaramótið fyrir 35 ára og eldri sem haldið var í september í Svíþjóð. Þar náði ég þriðja sæti í einliðaleik sem kom mér á óvart og var gaman að rifja upp gamla takta,“ segir Elsa en margir þekkja hana betur fyrir afrek hennar á badmintonsviðinu enda varð hún margsinnis Íslandsmeistari í greininni auk þess að vera fulltrúi Íslands á Ólympíuleikunum í tvígang.Pínulítil listAð auki er Elsa einn af fáum frímerkjateiknurum landsins og í fyrra kom út frímerki í tilefni Smáþjóðaleikanna með mynd eftir hana. „Ég hef hannað frímerki síðan um árið 2000. Við erum ekki svo mörg sem fáum að spreyta okkur á því en ég hef náð að halda mig í þeim hópi sem mér finnst mjög skemmtilegt. Þetta er öðruvísi myndskreyting, alveg pínulítið pláss sem þarf að hugsa vel út í. Á þessu ári kemur út eitt frímerki eftir mig í tilefni afmælis Ísafjarðarbæjar.“Meiri myndlist Árið 2015 var vissulega ár Elsu og byrjar nýja árið vel hjá henni líka. Hún vann þó ekki eiginlegt áramótaheit um nýliðin áramót. „Það fór mikill tími í síðasta áramótaheit, ég var að reikna það út að það voru líklega um tvö hundruð klukkutímar sem fóru í myndirnar 365. En mig langar að mála meira á árinu, ég hef verið með það í kollinum og best að ég segi það núna svo ég standi við það að ég ætla að mála eina mynd í hverjum mánuði. Það er ekki svo mikið miðað við eina mynd á dag í fyrra, ég hlýt að geta það,“ segir Elsa og hlær. Hún hefur lengi málað og á að baki margar sýningar á því sviði. Á meðal næstu verkefna er þátttaka í HönnunarMars en þar verður hún með sýningu á Mokkakaffi ásamt hópi listakvenna. „Þar ætlum við að taka fyrir leturgerð á myndrænan hátt. Svo verð ég með dagatalið og eitthvað tengt litlu myndunum líka á HönnunarMars.“ Í tilefni af útnefningu Elsu hefur verið opnuð sýning á öllum dagbókarfærslunum 365 í Galleríi Gróttu og stendur sýningin yfir til 5. febrúar. Hún verður opin í dag á milli klukkan ellefu og fjögur. Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Það kom Elsu Nielsen, grafískum hönnuði og myndlistarkonu, á óvart að hún skyldi hljóta útnefningu sem bæjarlistamaður Seltjarnarness í gær en hún er tuttugasti Seltirningurinn sem hlýtur nafnbótina. „Jú, þetta kom á óvart, það er svo mikið menningarlíf úti á Nesi að þetta var alls ekki sjálfgefið. Það er mikill heiður og fjöður í hattinn að fá þessa nafnbót,“ segir hún og brosir. Hún nefnir að með útnefningunni fái hún vonandi tækifæri til að sinna listinni enn betur. „Mig langar að vinna með börnum og unglingum hér í bænum og miðla til þeirra listinni og með nafnbótinni fæ ég tækifæri til þess. Ég held að það sem ég geri höfði vel til barna og unglinga, þetta verður mjög spennandi og ég hlakka til.“Hluti af myndunum 365 sem Elsa gerði á síðasta ári. Hver mynd er innblásin af verkefnum þess dags þegar hún var gerð.Stóð við heitið og fékk brons í badmintonSíðasta ár var viðburðaríkt hjá Elsu og mætti segja að allt hafi gengið upp hjá henni. Meðal annars vermdi litabók hennar Íslensk litadýrð efstu sæti bókalista í lok ársins og mörg hundruð manns fylgdust af áhuga með dagbókarfærslum hennar á Instagram og Facebook undir yfirskriftinni #einádag. Hún segir það standa upp úr að hafa náð að standa við áramótaheitið sem hún strengdi í upphafi síðasta árs – að teikna eina mynd á dag. „Mér skilst að aðeins þrjátíu prósent þeirra sem strengja áramótaheit standi í raun við það,“ segir hún í léttum dúr og bætir við að einnig standi útgáfa litabókarinnar upp úr sem og útgáfa barnabókarinnar Vinabókin sem hún gerði með Jónu Valborgu Árnadóttur. „Eins fannst mér mjög gaman að fara á heimsmeistaramótið í badminton þó það komi nú listinni ekkert við. Við fórum saman, hópur sem spilar saman tvisvar í viku, á heimsmeistaramótið fyrir 35 ára og eldri sem haldið var í september í Svíþjóð. Þar náði ég þriðja sæti í einliðaleik sem kom mér á óvart og var gaman að rifja upp gamla takta,“ segir Elsa en margir þekkja hana betur fyrir afrek hennar á badmintonsviðinu enda varð hún margsinnis Íslandsmeistari í greininni auk þess að vera fulltrúi Íslands á Ólympíuleikunum í tvígang.Pínulítil listAð auki er Elsa einn af fáum frímerkjateiknurum landsins og í fyrra kom út frímerki í tilefni Smáþjóðaleikanna með mynd eftir hana. „Ég hef hannað frímerki síðan um árið 2000. Við erum ekki svo mörg sem fáum að spreyta okkur á því en ég hef náð að halda mig í þeim hópi sem mér finnst mjög skemmtilegt. Þetta er öðruvísi myndskreyting, alveg pínulítið pláss sem þarf að hugsa vel út í. Á þessu ári kemur út eitt frímerki eftir mig í tilefni afmælis Ísafjarðarbæjar.“Meiri myndlist Árið 2015 var vissulega ár Elsu og byrjar nýja árið vel hjá henni líka. Hún vann þó ekki eiginlegt áramótaheit um nýliðin áramót. „Það fór mikill tími í síðasta áramótaheit, ég var að reikna það út að það voru líklega um tvö hundruð klukkutímar sem fóru í myndirnar 365. En mig langar að mála meira á árinu, ég hef verið með það í kollinum og best að ég segi það núna svo ég standi við það að ég ætla að mála eina mynd í hverjum mánuði. Það er ekki svo mikið miðað við eina mynd á dag í fyrra, ég hlýt að geta það,“ segir Elsa og hlær. Hún hefur lengi málað og á að baki margar sýningar á því sviði. Á meðal næstu verkefna er þátttaka í HönnunarMars en þar verður hún með sýningu á Mokkakaffi ásamt hópi listakvenna. „Þar ætlum við að taka fyrir leturgerð á myndrænan hátt. Svo verð ég með dagatalið og eitthvað tengt litlu myndunum líka á HönnunarMars.“ Í tilefni af útnefningu Elsu hefur verið opnuð sýning á öllum dagbókarfærslunum 365 í Galleríi Gróttu og stendur sýningin yfir til 5. febrúar. Hún verður opin í dag á milli klukkan ellefu og fjögur.
Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira