Huldumaður kom Dolla til bjargar á elleftu stundu Bjarki Ármannsson skrifar 1. júlí 2015 00:02 Radio Iceland var hleypt af stokkunum í febrúar. Vísir/Ernir Fregnir af lokun útvarpsstöðvarinnar Radio Iceland voru heldur ótímabærar, samkvæmt Adolfi Inga Erlingssyni útvarpsstjóra. Vegna fjárhagsvanda stöðvarinnar stóð til að hætta útsendingu á miðnætti en Adolf Ingi segir að fyrir um það bil klukkutíma hafi verið gengið frá samkomulagi við utanaðkomandi fjárfesti sem tryggi að stöðin geti haldið áfram rekstri, í bili að minnsta kosti. „Við getum sagt að forsendur hafi aðeins breyst til hins betra,“ segir Adolf Ingi, eða Dolli eins og hann er oft kallaður. „Fólk virðist ekki vilja sjá okkur hætta útsendingu og við fengum fjárfesti inn sem vill taka þátt í þessu.“ Dolli vill ekki greina frá því hver bjargvætturinn er, en segir hann einn margra sem höfðu samband í kjölfar frétta af því að stöðin myndi hætta útsendingu. Radio Iceland var hleypt af stokkunum í febrúar og er hún fyrst og fremst ætluð erlendum ferðamönnum. Adolf Ingi sagði í samtali við Vísi í dag að hann hægt hafi gengið að ná inn tekjum og að hann sæi einfaldlega ekki fram á að geta fjármagnað stöðina lengur. „Þetta breytir forsendum það mikið að við ætlum að láta á það reyna,“ segir Dolli. „Við erum ekkert langt frá því að stöðin nái að standa undir sér í dag, það sem er vandamálið er uppsöfnuð skuld frá því að við byrjuðum.“ Adolf Ingi segist stefnt að því á næstu mánuðum að stöðin nái að standa undir sér. Það verði bara að koma í ljós hvort það takist eða hvort stöðin haldi bara starfsemi sinni áfram í einhverja stund. „Það voru allavega ekki allir sem vildu sjá hana dauða,“ segir Dolli. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegri velvild í dag og við munum halda áfram. Við erum bjartsýn á að þetta gangi.“ Tengdar fréttir Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54 Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala,“ segir Adolf Ingi. 30. júní 2015 14:29 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Fregnir af lokun útvarpsstöðvarinnar Radio Iceland voru heldur ótímabærar, samkvæmt Adolfi Inga Erlingssyni útvarpsstjóra. Vegna fjárhagsvanda stöðvarinnar stóð til að hætta útsendingu á miðnætti en Adolf Ingi segir að fyrir um það bil klukkutíma hafi verið gengið frá samkomulagi við utanaðkomandi fjárfesti sem tryggi að stöðin geti haldið áfram rekstri, í bili að minnsta kosti. „Við getum sagt að forsendur hafi aðeins breyst til hins betra,“ segir Adolf Ingi, eða Dolli eins og hann er oft kallaður. „Fólk virðist ekki vilja sjá okkur hætta útsendingu og við fengum fjárfesti inn sem vill taka þátt í þessu.“ Dolli vill ekki greina frá því hver bjargvætturinn er, en segir hann einn margra sem höfðu samband í kjölfar frétta af því að stöðin myndi hætta útsendingu. Radio Iceland var hleypt af stokkunum í febrúar og er hún fyrst og fremst ætluð erlendum ferðamönnum. Adolf Ingi sagði í samtali við Vísi í dag að hann hægt hafi gengið að ná inn tekjum og að hann sæi einfaldlega ekki fram á að geta fjármagnað stöðina lengur. „Þetta breytir forsendum það mikið að við ætlum að láta á það reyna,“ segir Dolli. „Við erum ekkert langt frá því að stöðin nái að standa undir sér í dag, það sem er vandamálið er uppsöfnuð skuld frá því að við byrjuðum.“ Adolf Ingi segist stefnt að því á næstu mánuðum að stöðin nái að standa undir sér. Það verði bara að koma í ljós hvort það takist eða hvort stöðin haldi bara starfsemi sinni áfram í einhverja stund. „Það voru allavega ekki allir sem vildu sjá hana dauða,“ segir Dolli. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegri velvild í dag og við munum halda áfram. Við erum bjartsýn á að þetta gangi.“
Tengdar fréttir Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54 Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala,“ segir Adolf Ingi. 30. júní 2015 14:29 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54
Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala,“ segir Adolf Ingi. 30. júní 2015 14:29
Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29
Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41