Fyrstu tónleikarnir í tíu ára sögu kvartettsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2015 09:15 Tónleikar Skúla, Óskars, Einars og Eyþórs í Kaldalóni í kvöld gætu orðið upphafið að nýjum kafla í þeirra samstarfi. Mynd/Grímur Bjarnason „Þetta eru fyrstu tónleikar þessa kvartetts frá upphafi, eftir tíu ára samstarf og þrjár plötur,“ segir Einar Sceving um útgáfutónleika í Kaldalóni, Hörpu í kvöld klukkan 21, vegna plötunnar Intervals. Einar leikur sjálfur á trommur og slagverk, aðrir í kvartettinum eru Eyþór Gunnarsson á píanó Óskar Guðjónsson á saxófón og Skúli Sverrisson á bassa. Auk efnis af Intervals leika þeir lög af plötunum Cycles og Land míns föður en Einar hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir þær báðar og fimm stjörnu dóma í fjölmiðjum innan lands og utan. „Þetta er ein magnaðasta og fallegasta plata sem ég hef heyrt. Draumkennd og töfrum líkust. Hæstu meðmæli,“ skrifaði Dave Sumner á allaboutjazz.com. „Þó tónlistin sé krefjandi fyrir flytjendur er hún engu að síður þægileg áheyrnar og rennur tiltölulega vel,“ segir Einar sem hefur samið flest lögin á nýju plötunni. Einnig eru nokkur tökulög. „Ég hef ansi gaman af því að útsetja eftir aðra og á þessari plötu eru lög eftir jafn mismunandi listamenn og Þóri Baldursson, Sibellius og Depenche Mode. Þó þau komi hvert úr sinni áttinni þá verður samhengi milli þeirra í meðförum þessa kvartetts. Þetta eru svoddan meistarar sem eru með mér, segir hann“ En hvernig stendur á því að þeir hafa ekki spilað opinberlega saman fyrr utan hljóðvers? Það helgast nú aðallega af því hvað við erum uppteknir en líka af hlédrægni hljómsveitarstjórans sem er orðinn vanur þægindarammanum og kann best við sig bak við trommusettið aftast á sviðinu. Stundum verða menn þó að takast á við áskoranir í lífinu og þetta verða líklega bara fyrstu tónleikarnir af mörgum því innan hópsins er áhugi fyrir því að túra og spila.“ Tónlist Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Þetta eru fyrstu tónleikar þessa kvartetts frá upphafi, eftir tíu ára samstarf og þrjár plötur,“ segir Einar Sceving um útgáfutónleika í Kaldalóni, Hörpu í kvöld klukkan 21, vegna plötunnar Intervals. Einar leikur sjálfur á trommur og slagverk, aðrir í kvartettinum eru Eyþór Gunnarsson á píanó Óskar Guðjónsson á saxófón og Skúli Sverrisson á bassa. Auk efnis af Intervals leika þeir lög af plötunum Cycles og Land míns föður en Einar hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir þær báðar og fimm stjörnu dóma í fjölmiðjum innan lands og utan. „Þetta er ein magnaðasta og fallegasta plata sem ég hef heyrt. Draumkennd og töfrum líkust. Hæstu meðmæli,“ skrifaði Dave Sumner á allaboutjazz.com. „Þó tónlistin sé krefjandi fyrir flytjendur er hún engu að síður þægileg áheyrnar og rennur tiltölulega vel,“ segir Einar sem hefur samið flest lögin á nýju plötunni. Einnig eru nokkur tökulög. „Ég hef ansi gaman af því að útsetja eftir aðra og á þessari plötu eru lög eftir jafn mismunandi listamenn og Þóri Baldursson, Sibellius og Depenche Mode. Þó þau komi hvert úr sinni áttinni þá verður samhengi milli þeirra í meðförum þessa kvartetts. Þetta eru svoddan meistarar sem eru með mér, segir hann“ En hvernig stendur á því að þeir hafa ekki spilað opinberlega saman fyrr utan hljóðvers? Það helgast nú aðallega af því hvað við erum uppteknir en líka af hlédrægni hljómsveitarstjórans sem er orðinn vanur þægindarammanum og kann best við sig bak við trommusettið aftast á sviðinu. Stundum verða menn þó að takast á við áskoranir í lífinu og þetta verða líklega bara fyrstu tónleikarnir af mörgum því innan hópsins er áhugi fyrir því að túra og spila.“
Tónlist Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira