Það voru margir með ákveðnar efasemdir varðandi marklínutæknina þegar hún var fyrst tekin í notkun í ensku úrvalsdeildinni.
Magnað atvik átti sér stað í leik West Ham og Chelsea í dag þegar Chelsea var í sókn.
Þá virtist boltinn í fyrstu sýn hafa varið inn fyrir marklínuna en svo var aldeilis ekki. Þegar atvikið var sýnt aftur kom í ljós að boltinn var ekki allur kominn inn fyrir, það vantaði sennilega um einn sentímetra. Atvikið má sjá hér að ofan.
Marklínutæknin sannaði gildi sitt: Spurning um millimetra
Tengdar fréttir

West Ham vann Chelsea | Mourinho sá rautt
West Ham United vann magnaðan sigur á Chelsea, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.