Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: "Ég er ekki að taka neina launahækkun“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. ágúst 2015 15:24 Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Vísir „Þetta er náttúrlega allt saman bara leikur að tölum,“ segir Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, um launakjör sín sem hafa verið til töluverðrar umræðu undanfarna daga. Minnihluti bæjarstjórnar sveitarfélagsins fékk fyrir skemmstu yfirlit yfir launagreiðslur Haraldar sem eru hærri en það sem forveri hans hafði. Haraldur segir þó ekki um neina launahækkun að ræða því þetta séu launin sem hann samdi um þegar hann réði sig til starfa og að munurinn á launum sé ekki í nánd eins mikill og látið hefur verið að.Launataflan sem Haraldur Líndal sendi Vísi þar sem sjá má muninn á launum hans og forvera hans.Samkvæmt þeim launatölum sem Haraldur sendi Vísi var forveri hans í starfi, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, með rúma milljón í mánaðarlaun, 1.162.582 krónur, á móti tæpri einni og hálfri milljón sem Haraldur Líndal er með hjá Hafnarfjarðarbæ, eða 1.422.000 krónur. Það er 22 prósenta hækkun en inn í þessa tölu vantar laun Guðrúnar Ágústu fyrir setu í bæjarstjórn og á fundum. Fyrir slíka setu fékk hún greiddar 125.325 krónur á mánuði. Haraldur fær hins vegar ekki greitt sérstaklega fyrir setu í bæjarstjórn og á fundum. Heildarmánaðarlaun Guðrúnar Ágústu voru því 1.287.907 krónur á móti 1.422.000 krónum hjá Haraldi og munurinn þar því 10 prósent. Þegar kemur að bifreiðastyrkjum fékk Guðrún Ágústa 31.088 krónur á mánuði en Haraldur 58.000 krónur. Munurinn á bifreiðastyrkjum er 87 prósent en séu bifreiðarstyrkirnir teknir inn í heildarmánaðarlaun Haraldar og forvera hans er munurinn á laununum 12 prósent; Haraldur 1.480.000 krónur á móti 1.318.995 hjá Guðrúnu Ágústu. Það gera 161.005 á mánuði, eða 1.932.060 á ári, tæpar tvær milljónir króna, en ekki fimm milljónir króna líkt og áður hefur verið haldið fram.Ekki að taka launahækkun „Ég er ekki að taka neina launahækkun. Þetta var samningur sem var gerður við mig þegar ég byrjaði fyrir ári síðan. Laun forvera míns voru tvískipt, annars vegar bæjarstjóralaun og svo sérstaklega laun fyrir setu í bæjarstjórn og á fundum. Í mínum samningi kemur skýrt fram að þetta eru heildarlaun, ég sit alla fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar og nefndarfundi eftir því sem til fellur,“ segir Haraldur.Rósa Guðbjartsdóttir og Haraldur Líndal, bæjarstjóri.Vísir/PjeturBílastyrkur fyrir akstur í vinnunni Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, sagði nýverið í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hækkun á bílastyrk Haraldar veki athygli því bæjarstjórinn sé búsettur í Garðabæ og þurfi því ekki að sækja vinnu langar leiðir. „Hann var að ýja að því að að ég fengi greiddan bílastyrk fyrir að fara úr og í vinnu. Bílastyrkurinn er greiddur fyrir akstur í vinnunni. Þú mátt ekki borga bílastyrk fyrir að fara úr og í vinnu. Bílastyrkurinn er greiddur fyrir akstur í vinnunni,“ segir Haraldur.Var einn af æðstu mönnum Nýsis Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar, sagði í gærkvöldi að Haraldur hefði verið ráðinn sem bæjarstjóri sveitarfélagsins vegna þekkingar hans og reynslu á rekstri.Sjá einnig: Ákveðið að ráða reyndan rekstrarmann í stól bæjarstjóra Einhverjir hafa lagt þessi orð hennar í efa og bent á að Haraldur hafi til að mynda verið einn af æðstu mönnum Nýsis-samsteypunnar en gjaldþrot hennar nam um 27 milljörðum króna. 822 milljónir fengust upp í 26,5 milljarða króna almennar kröfur í félögin, sem nemur um 3,1 prósenti. Nýsir hélt utan um fasteignaverkefni en samsteypan rak Egilshöll, Iðnskólann í Hafnarfirði, Reykjaneshöll, og Laugar svo dæmi séu tekin en einnig átti félagið hlut í Portus ehf. ásamt Landsbankanum sem heitir í dag Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. Nýsir kom því þannig að uppbyggingu tónlistarhússins í Reykjavík. Haraldur var ráðinn framkvæmdastjóri Nýsis þróunarfélags, rekstarfélags í eigu Nýsis hf., árið 2006 en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2009. Á árunum 2008 til 2009 var hann framkvæmdastjóri Nýsis Services ehf. sem var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2009. Á sex mánaða tímabili var hann gerður að forstjóra Nýsis hf. þar til félagið var tekið til gjaldþrotaskipta.Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa. Vísir/GVA„Vitað í hvað stefndi“ Haraldur segir þessa upptalningu ekki gefa rétta mynd af störfum hans hjá Nýsi. Þegar Nýsir var að fara í þrot óskuðu kröfuhafarnir, gamli Landsbankinn og lífeyrissjóðirnir, eftir því að hann tæki við stjórnvöldum þar. „Þegar ég varð forstjóri var það að ósk kröfuhafa að ég tæki það að mér, það var alveg vitað í hvað stefndi.“ „Varðandi sveitarstjórnarmál hef ég sextán ára reynslu af því að vera sveitarstjóri. Áður en ég hóf störf hjá Hafnarfjarðarbæ var ég búinn að taka út rekstur þrettán sveitarfélaga frá 2010. Ég sat í fjárhagsstjórn Álftaness og samdi um þær skuldir sem þar eru.“ Tengdar fréttir Bæjarstjórinn fékk launahækkun upp á fimm milljónir Laun bæjarstjórans í Hafnarfirði hafa hækkað um tæp 28 prósent meðan mikill niðurskurður hefur átt sér stað í rekstri bæjarins. 15. ágúst 2015 20:00 Ákveðið að ráða reyndan rekstrarmann í stól bæjarstjóra Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir það meðal annars hafa verið gert til að spara ráðgjafakostnað sem hafi verið óheyrilega mikill í tíð fyrri meirihluta. 16. ágúst 2015 21:15 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Þetta er náttúrlega allt saman bara leikur að tölum,“ segir Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, um launakjör sín sem hafa verið til töluverðrar umræðu undanfarna daga. Minnihluti bæjarstjórnar sveitarfélagsins fékk fyrir skemmstu yfirlit yfir launagreiðslur Haraldar sem eru hærri en það sem forveri hans hafði. Haraldur segir þó ekki um neina launahækkun að ræða því þetta séu launin sem hann samdi um þegar hann réði sig til starfa og að munurinn á launum sé ekki í nánd eins mikill og látið hefur verið að.Launataflan sem Haraldur Líndal sendi Vísi þar sem sjá má muninn á launum hans og forvera hans.Samkvæmt þeim launatölum sem Haraldur sendi Vísi var forveri hans í starfi, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, með rúma milljón í mánaðarlaun, 1.162.582 krónur, á móti tæpri einni og hálfri milljón sem Haraldur Líndal er með hjá Hafnarfjarðarbæ, eða 1.422.000 krónur. Það er 22 prósenta hækkun en inn í þessa tölu vantar laun Guðrúnar Ágústu fyrir setu í bæjarstjórn og á fundum. Fyrir slíka setu fékk hún greiddar 125.325 krónur á mánuði. Haraldur fær hins vegar ekki greitt sérstaklega fyrir setu í bæjarstjórn og á fundum. Heildarmánaðarlaun Guðrúnar Ágústu voru því 1.287.907 krónur á móti 1.422.000 krónum hjá Haraldi og munurinn þar því 10 prósent. Þegar kemur að bifreiðastyrkjum fékk Guðrún Ágústa 31.088 krónur á mánuði en Haraldur 58.000 krónur. Munurinn á bifreiðastyrkjum er 87 prósent en séu bifreiðarstyrkirnir teknir inn í heildarmánaðarlaun Haraldar og forvera hans er munurinn á laununum 12 prósent; Haraldur 1.480.000 krónur á móti 1.318.995 hjá Guðrúnu Ágústu. Það gera 161.005 á mánuði, eða 1.932.060 á ári, tæpar tvær milljónir króna, en ekki fimm milljónir króna líkt og áður hefur verið haldið fram.Ekki að taka launahækkun „Ég er ekki að taka neina launahækkun. Þetta var samningur sem var gerður við mig þegar ég byrjaði fyrir ári síðan. Laun forvera míns voru tvískipt, annars vegar bæjarstjóralaun og svo sérstaklega laun fyrir setu í bæjarstjórn og á fundum. Í mínum samningi kemur skýrt fram að þetta eru heildarlaun, ég sit alla fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar og nefndarfundi eftir því sem til fellur,“ segir Haraldur.Rósa Guðbjartsdóttir og Haraldur Líndal, bæjarstjóri.Vísir/PjeturBílastyrkur fyrir akstur í vinnunni Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, sagði nýverið í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hækkun á bílastyrk Haraldar veki athygli því bæjarstjórinn sé búsettur í Garðabæ og þurfi því ekki að sækja vinnu langar leiðir. „Hann var að ýja að því að að ég fengi greiddan bílastyrk fyrir að fara úr og í vinnu. Bílastyrkurinn er greiddur fyrir akstur í vinnunni. Þú mátt ekki borga bílastyrk fyrir að fara úr og í vinnu. Bílastyrkurinn er greiddur fyrir akstur í vinnunni,“ segir Haraldur.Var einn af æðstu mönnum Nýsis Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar, sagði í gærkvöldi að Haraldur hefði verið ráðinn sem bæjarstjóri sveitarfélagsins vegna þekkingar hans og reynslu á rekstri.Sjá einnig: Ákveðið að ráða reyndan rekstrarmann í stól bæjarstjóra Einhverjir hafa lagt þessi orð hennar í efa og bent á að Haraldur hafi til að mynda verið einn af æðstu mönnum Nýsis-samsteypunnar en gjaldþrot hennar nam um 27 milljörðum króna. 822 milljónir fengust upp í 26,5 milljarða króna almennar kröfur í félögin, sem nemur um 3,1 prósenti. Nýsir hélt utan um fasteignaverkefni en samsteypan rak Egilshöll, Iðnskólann í Hafnarfirði, Reykjaneshöll, og Laugar svo dæmi séu tekin en einnig átti félagið hlut í Portus ehf. ásamt Landsbankanum sem heitir í dag Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. Nýsir kom því þannig að uppbyggingu tónlistarhússins í Reykjavík. Haraldur var ráðinn framkvæmdastjóri Nýsis þróunarfélags, rekstarfélags í eigu Nýsis hf., árið 2006 en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2009. Á árunum 2008 til 2009 var hann framkvæmdastjóri Nýsis Services ehf. sem var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2009. Á sex mánaða tímabili var hann gerður að forstjóra Nýsis hf. þar til félagið var tekið til gjaldþrotaskipta.Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa. Vísir/GVA„Vitað í hvað stefndi“ Haraldur segir þessa upptalningu ekki gefa rétta mynd af störfum hans hjá Nýsi. Þegar Nýsir var að fara í þrot óskuðu kröfuhafarnir, gamli Landsbankinn og lífeyrissjóðirnir, eftir því að hann tæki við stjórnvöldum þar. „Þegar ég varð forstjóri var það að ósk kröfuhafa að ég tæki það að mér, það var alveg vitað í hvað stefndi.“ „Varðandi sveitarstjórnarmál hef ég sextán ára reynslu af því að vera sveitarstjóri. Áður en ég hóf störf hjá Hafnarfjarðarbæ var ég búinn að taka út rekstur þrettán sveitarfélaga frá 2010. Ég sat í fjárhagsstjórn Álftaness og samdi um þær skuldir sem þar eru.“
Tengdar fréttir Bæjarstjórinn fékk launahækkun upp á fimm milljónir Laun bæjarstjórans í Hafnarfirði hafa hækkað um tæp 28 prósent meðan mikill niðurskurður hefur átt sér stað í rekstri bæjarins. 15. ágúst 2015 20:00 Ákveðið að ráða reyndan rekstrarmann í stól bæjarstjóra Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir það meðal annars hafa verið gert til að spara ráðgjafakostnað sem hafi verið óheyrilega mikill í tíð fyrri meirihluta. 16. ágúst 2015 21:15 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Bæjarstjórinn fékk launahækkun upp á fimm milljónir Laun bæjarstjórans í Hafnarfirði hafa hækkað um tæp 28 prósent meðan mikill niðurskurður hefur átt sér stað í rekstri bæjarins. 15. ágúst 2015 20:00
Ákveðið að ráða reyndan rekstrarmann í stól bæjarstjóra Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir það meðal annars hafa verið gert til að spara ráðgjafakostnað sem hafi verið óheyrilega mikill í tíð fyrri meirihluta. 16. ágúst 2015 21:15