Þetta heldur okkur á lífi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. nóvember 2015 09:00 Hér má sjá strákana í Shades of Reykjavík. Vísir/GVA Allt frá því að listamannahópurinn Shades of Reykjavík sendi frá sér sitt fyrsta lag, fyrir tæpum fjórum árum síðan, hefur hann fetað aðra slóð en flestir í íslensku rappi. Hvort sem strákarnir eru málaðir eins og hauskúpur í framan eða á keyrandi báti með Leoncie, þá hafa þeir vakið athygli. Samtals hefur verið horft á myndbönd hópsins í yfir hálfa milljón skipta á Youtube og strákarnir hafa spilað víða um land á fjölsóttum hátíðum og stórum sviðum. Nú bindur hópurinn endahnút á nýjan kafla í sögu sinni, því plata er á leiðinni á næstu vikum. Á plötunni verða lög tíu ný lög auk tveggja sem hafa komið út sem smáskífur á árinu. Hópurinn gerir allt sjálfur; takta, texta, upptökur, myndbönd og allt sem tengist öllu því sem meðlimir Shades of Reykjavík standa fyrir. Því þótti þeim það eðlilegt að gefa plötuna út sjálfir, í gegnumf fyrirtækið sitt Shades of Reykjavík ehf.Allt þeirra Að sögn Arnars Guðna Jónssonar, sem er betur þekktur sem Prince Puffin, fékk hópurinn tilboð frá fyrirtækjum sem vildu gefa plötu sveitarinnar út. „Við höfum gert þetta allt sjálfir frá fyrsta degi. Þegar við skoðuðum tilboðin frá fyrirtækjum fórum við að hugsa um hvað tónlistin okkar skiptir okkur miklu máli. Þetta heldur okkur á lífi. Þetta heldur okkur gangandi í gegnum daginn. Þegar við vöknum á morgnanna hlakkar okkur til að fara að gera tónlist. Við ákváðum því að að gefa þetta út sjálfir. Okkur fannst eitthvað bogið við að fá bara einhvern hluta af innkomunni á tónlist sem við höfum gert frá grunni.“ Strákarnir í Shades sendu frá sér sitt fyrsta lag í janúar 2012. Þeir hafa reglulega sent frá sér lög og myndbönd, sem hafa notið vinsælda á samfélagsmiðlum og Youtube, svo dæmi séu tekin. En nú kveður við nýjan tón; plata er á leiðinni. „Frá því að við sendum frá okkur fyrsta lagið höfum við verið að mótast sem karakterar og listamenn. Við höfum þroskast talsvert á þessari leið og yrkisefnið er því orðið aðeins öðruvísi en áður,“ útskýrir Arnar en í myndböndum sveitarinnar má oft sjá skuggahliðar lífsins í höfuðborginni, hlið sem færri sjá á sinni lífsleið.Þessa skemmtilegu mynd tók Gunnar V. Andrésson ljósmyndari af hópnum.Vísir/GVATvíhyggjan Arnar bætir því við að á plötunni vinni sveitin mikið með tvíhyggjuna, hið góða og hið slæma. „Við erum að vinna með Ying og Yang, svart og hvítt, hiða góða og hið illa. Við erum að sýna fram á að báðar hliðar lifi í okkur öllum. Við erum öll með púka inn í okkur þó svo að við reynum að vera góð. Við erum ekki fullkomin.“ Í tvíhyggjuna blandist þannig ákveðin hreinskilni og hispursleysi. „Við getum fjallað um eitthvað egóískt í textanum okkar í einu laginu, en svo kannski farið út í mun andlegri hliðar í því næsta. Við fjöllum um það sem við sjáum og það sem við hugsum,“ segir Arnar. Í sveitinni eru sex meðlimir. Auk Arnars, eða Prince Puffin eru þeir Geimgengill, EmmiBeats, Máni, HB BRIDDE, Geimgengill og Elli Grill í í sveitinni. Og sá síðast nefndi vekur gjarnan athygli.Elli Grill„Haha...Elli Grill er svona eins og okkar Old Dirty Bastard,“ segir Arnar og hlær. Hann líkir þar hinum litríka karakter við rappgoðsögnina, sem lést um aldur fram, og meðlim Wu-Tang Clan. Old Dirty Bastard vakti gjarnan athygli fyrir líflega framkomu og fyrir að fara sínar eigin leiðir. Óhætt er að segja að Elli Grill hafi gert það í laginu Enginn þríkantur hér, þar sem sveitin naut aðstoðar söngkonunnar Leoncie. „Það var ótrúlega gaman að vinna með henni,“ segir Arnar og hlær. Hann segir Leoncie hafa verið mjög fagmannalega. „Hún er auðvitað rosalegur karakter. Hún kom og tók allt upp í einni töku og gerði það mjög vel. Þetta rann allt mjög vel í gegn. Mestu vandkvæðin voru líklega þegar við tókum upp myndbandið. Hún var, að ég held, ekki vön að eyða svona miklum tíma í tökum á myndbandi. En hún var ótrúlega flott í öllu sem hún gerði.“ Arnar segir að í fyrstu hafi hugmyndin, að gera lag með Leoncie, þótt nokkuð framúrstefnuleg. „Manni þótti þetta auðvitað svolítið súrrealískt fyrst. En svo þegar samstarfið varð að vera að veruleika sáum við að Elli Grill var eini karakterinn sem gat „púllað“ þetta lag með henni. Og það kom ótrúlega vel út.“ Ætlunin er að plata Shades of Reykjavík komi út í lok nóvembermánaðar, eða í byrjun desembermánaðar. „Við erum með að leggja lokahönd á ferlið. Hún fer í verslanir um leið og hún verður tilbúin,“ útskýrir Arnar. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Allt frá því að listamannahópurinn Shades of Reykjavík sendi frá sér sitt fyrsta lag, fyrir tæpum fjórum árum síðan, hefur hann fetað aðra slóð en flestir í íslensku rappi. Hvort sem strákarnir eru málaðir eins og hauskúpur í framan eða á keyrandi báti með Leoncie, þá hafa þeir vakið athygli. Samtals hefur verið horft á myndbönd hópsins í yfir hálfa milljón skipta á Youtube og strákarnir hafa spilað víða um land á fjölsóttum hátíðum og stórum sviðum. Nú bindur hópurinn endahnút á nýjan kafla í sögu sinni, því plata er á leiðinni á næstu vikum. Á plötunni verða lög tíu ný lög auk tveggja sem hafa komið út sem smáskífur á árinu. Hópurinn gerir allt sjálfur; takta, texta, upptökur, myndbönd og allt sem tengist öllu því sem meðlimir Shades of Reykjavík standa fyrir. Því þótti þeim það eðlilegt að gefa plötuna út sjálfir, í gegnumf fyrirtækið sitt Shades of Reykjavík ehf.Allt þeirra Að sögn Arnars Guðna Jónssonar, sem er betur þekktur sem Prince Puffin, fékk hópurinn tilboð frá fyrirtækjum sem vildu gefa plötu sveitarinnar út. „Við höfum gert þetta allt sjálfir frá fyrsta degi. Þegar við skoðuðum tilboðin frá fyrirtækjum fórum við að hugsa um hvað tónlistin okkar skiptir okkur miklu máli. Þetta heldur okkur á lífi. Þetta heldur okkur gangandi í gegnum daginn. Þegar við vöknum á morgnanna hlakkar okkur til að fara að gera tónlist. Við ákváðum því að að gefa þetta út sjálfir. Okkur fannst eitthvað bogið við að fá bara einhvern hluta af innkomunni á tónlist sem við höfum gert frá grunni.“ Strákarnir í Shades sendu frá sér sitt fyrsta lag í janúar 2012. Þeir hafa reglulega sent frá sér lög og myndbönd, sem hafa notið vinsælda á samfélagsmiðlum og Youtube, svo dæmi séu tekin. En nú kveður við nýjan tón; plata er á leiðinni. „Frá því að við sendum frá okkur fyrsta lagið höfum við verið að mótast sem karakterar og listamenn. Við höfum þroskast talsvert á þessari leið og yrkisefnið er því orðið aðeins öðruvísi en áður,“ útskýrir Arnar en í myndböndum sveitarinnar má oft sjá skuggahliðar lífsins í höfuðborginni, hlið sem færri sjá á sinni lífsleið.Þessa skemmtilegu mynd tók Gunnar V. Andrésson ljósmyndari af hópnum.Vísir/GVATvíhyggjan Arnar bætir því við að á plötunni vinni sveitin mikið með tvíhyggjuna, hið góða og hið slæma. „Við erum að vinna með Ying og Yang, svart og hvítt, hiða góða og hið illa. Við erum að sýna fram á að báðar hliðar lifi í okkur öllum. Við erum öll með púka inn í okkur þó svo að við reynum að vera góð. Við erum ekki fullkomin.“ Í tvíhyggjuna blandist þannig ákveðin hreinskilni og hispursleysi. „Við getum fjallað um eitthvað egóískt í textanum okkar í einu laginu, en svo kannski farið út í mun andlegri hliðar í því næsta. Við fjöllum um það sem við sjáum og það sem við hugsum,“ segir Arnar. Í sveitinni eru sex meðlimir. Auk Arnars, eða Prince Puffin eru þeir Geimgengill, EmmiBeats, Máni, HB BRIDDE, Geimgengill og Elli Grill í í sveitinni. Og sá síðast nefndi vekur gjarnan athygli.Elli Grill„Haha...Elli Grill er svona eins og okkar Old Dirty Bastard,“ segir Arnar og hlær. Hann líkir þar hinum litríka karakter við rappgoðsögnina, sem lést um aldur fram, og meðlim Wu-Tang Clan. Old Dirty Bastard vakti gjarnan athygli fyrir líflega framkomu og fyrir að fara sínar eigin leiðir. Óhætt er að segja að Elli Grill hafi gert það í laginu Enginn þríkantur hér, þar sem sveitin naut aðstoðar söngkonunnar Leoncie. „Það var ótrúlega gaman að vinna með henni,“ segir Arnar og hlær. Hann segir Leoncie hafa verið mjög fagmannalega. „Hún er auðvitað rosalegur karakter. Hún kom og tók allt upp í einni töku og gerði það mjög vel. Þetta rann allt mjög vel í gegn. Mestu vandkvæðin voru líklega þegar við tókum upp myndbandið. Hún var, að ég held, ekki vön að eyða svona miklum tíma í tökum á myndbandi. En hún var ótrúlega flott í öllu sem hún gerði.“ Arnar segir að í fyrstu hafi hugmyndin, að gera lag með Leoncie, þótt nokkuð framúrstefnuleg. „Manni þótti þetta auðvitað svolítið súrrealískt fyrst. En svo þegar samstarfið varð að vera að veruleika sáum við að Elli Grill var eini karakterinn sem gat „púllað“ þetta lag með henni. Og það kom ótrúlega vel út.“ Ætlunin er að plata Shades of Reykjavík komi út í lok nóvembermánaðar, eða í byrjun desembermánaðar. „Við erum með að leggja lokahönd á ferlið. Hún fer í verslanir um leið og hún verður tilbúin,“ útskýrir Arnar.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira