Innlent

Heilluðust af Íslandi í gegnum íslenska tónlist

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
37 skiptinemar alls staðar að úr heiminum komu hingað til lands í dag á vegum AFS en þau munu dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum næsta árið. Ungmennin eru á aldrinum 15 til 18 ára.

Mikil ásókn er meðal skiptinema að komast til Íslands í ár.

„Þetta er breyting og má kannski segja að sé í takt við ferðamannastrauminn til Íslands. Ísland er greinilega komið á kortið, ekki bara meðal ferðamanna heldur líka hjá skiptinemunum. Það er þannig þegar fólk sækir um þá þarf það að sækja um þrjú lönd, Ísland var kannski í öðru eða þriðja sæti. Allir krakkarnir sem eru að koma núna, þessi 37, setja Ísland í fyrsta sæti. Því miður þurftum við að hafna þónokkuð mörgum umsóknum.

Við hittum á nokkra skiptinemana í dag þegar þau voru nýkomin til landsins. Þau voru öll mjög spennt fyrir komandi ári eins og sjá má í myndskeiðinu með fréttinni.  Tveir þeirra höfðu heillast af landinu í gegnum íslenska tónlist og eru vel að sér um íslenska tónlistarmenn.

Theodor undirbjó sig vel fyrir Íslandsdvölina og hefur nú þegar lært nokkur orð í íslensku. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×