Vigdís segir Alþingi glata virðingu sinni vegna skrílsláta: Kennir strigaskóavæðingu um Birgir Olgeirsson skrifar 21. ágúst 2015 16:03 Vigdís Hauksdóttir óttast að Alþingi sé að missa virðingu sína vegna skrílsláta. Vísir/Daníel Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir þingið vera að missa virðingu sína vegna skrílsláta sem þar ríkja. Þetta sagði hún í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu þar sem samfélagsumræðan var til umræðu. Sagði hún að því miður væri búið að strigaskóvæða þingið og sú væðing eiga sér upphæð í afnámi bindisskyldunnar. Í þættinum var fjallað um grein Birgis Guðmundssonar, dósents í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, en í henni komst að þeirri niðurstöðu að samfélagsumræðan sé hinn nýi skuggastjórnandi hefðbundinna fjölmiðla á Íslandi. Skoðanaleiðtogar hafa mikil völd á netinu að því er fram kemur í grein Birgis og sagðist Vigdís taka undir þessa niðurstöðu hans. Vitnaði Vigdís meðal annars í skrif Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem sagði fyrir tveimur árum að íslenskt samfélag væri eineltissamfélag. Sagði Ingibjörg Sólrún stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn, bloggara og marga fleiri taka af fullum krafti þátt í eineltinu og nefndi til að mynda að Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, og Vigdís Hauksdóttir yrðu iðulega fyrir þessum árásum. Vigdís sagðist vita til þess að forseti Alþingis hefði tekið upp fyrir forsætisnefnd ástandið á Alþingi hvernig andrúmsloftið var orðið þar innanhúss. Segir hún eineltistilburði og viðbjóð hafa viðgengist þar og hafi ástandið verið orðið ansi svæsið í vor. Hún segist hafa gagnrýnt þessa orðanotkun og árásir á ákveðna aðila á þingi. „Þetta verður að breytast þingið er algjörlega að missa virðingu sína með þessum skrílslátum. Ég er hrædd um að við séum að tapa þinginu ef að verður ekki tekið á þessu,“ sagði Vigdís og nefndi tilslökun í umgengni á þingi hafa ýmislegt um það að segja. „Ég hef oft sagt það að það er eiginlega búið að strigaskóvæða Alþingi. Og ekki gerðar athugasemdir við það að þingmenn taki til máls í ræðustól Alþingis í strigaskóm. Mér finnst það ef þú berð ekki virðingu fyrir starfinu þínu og ert snyrtilega til fara þá er þetta fljótt að fjara undan þessu. Þetta byrjaði þarna þegar bindiskyldan var afnumin á síðasta kjörtímabili þá áttu karlmenn að vera svo frjálslegir að þurfa ekki að vera með bindi í ræðustól. Mér fannst það vera afturför.“ Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir þingið vera að missa virðingu sína vegna skrílsláta sem þar ríkja. Þetta sagði hún í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu þar sem samfélagsumræðan var til umræðu. Sagði hún að því miður væri búið að strigaskóvæða þingið og sú væðing eiga sér upphæð í afnámi bindisskyldunnar. Í þættinum var fjallað um grein Birgis Guðmundssonar, dósents í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, en í henni komst að þeirri niðurstöðu að samfélagsumræðan sé hinn nýi skuggastjórnandi hefðbundinna fjölmiðla á Íslandi. Skoðanaleiðtogar hafa mikil völd á netinu að því er fram kemur í grein Birgis og sagðist Vigdís taka undir þessa niðurstöðu hans. Vitnaði Vigdís meðal annars í skrif Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem sagði fyrir tveimur árum að íslenskt samfélag væri eineltissamfélag. Sagði Ingibjörg Sólrún stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn, bloggara og marga fleiri taka af fullum krafti þátt í eineltinu og nefndi til að mynda að Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, og Vigdís Hauksdóttir yrðu iðulega fyrir þessum árásum. Vigdís sagðist vita til þess að forseti Alþingis hefði tekið upp fyrir forsætisnefnd ástandið á Alþingi hvernig andrúmsloftið var orðið þar innanhúss. Segir hún eineltistilburði og viðbjóð hafa viðgengist þar og hafi ástandið verið orðið ansi svæsið í vor. Hún segist hafa gagnrýnt þessa orðanotkun og árásir á ákveðna aðila á þingi. „Þetta verður að breytast þingið er algjörlega að missa virðingu sína með þessum skrílslátum. Ég er hrædd um að við séum að tapa þinginu ef að verður ekki tekið á þessu,“ sagði Vigdís og nefndi tilslökun í umgengni á þingi hafa ýmislegt um það að segja. „Ég hef oft sagt það að það er eiginlega búið að strigaskóvæða Alþingi. Og ekki gerðar athugasemdir við það að þingmenn taki til máls í ræðustól Alþingis í strigaskóm. Mér finnst það ef þú berð ekki virðingu fyrir starfinu þínu og ert snyrtilega til fara þá er þetta fljótt að fjara undan þessu. Þetta byrjaði þarna þegar bindiskyldan var afnumin á síðasta kjörtímabili þá áttu karlmenn að vera svo frjálslegir að þurfa ekki að vera með bindi í ræðustól. Mér fannst það vera afturför.“
Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira