Topp 10 vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 10. nóvember 2015 14:30 Þórdís er í viðtali í nýjasta tölublaði Glamour. vísir/getty/valli Nóvemberútgáfan af Glamour kemur í verslanir í dag en þar er meðal annars fjallað um vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi. Í blaðinu fræðir Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir, lesendur Glamour um heim bótox, brjóstastækkana og andlitslyftinga. Hér að neðan má sjá topp 10 lista yfir vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi en um er að ræða óformlegan lista frá Þórdísi. Nánar er rætt við Þórdísi í nýjasta tölublaði Glamour. 1. BótoxSjö ár eru síðan byrjað var að nota bótox á Íslandi í fegrunarlækningum. Það er ekki spurning að vinsældir þess hafa farið ört vaxandi. Bótox er lyf sem sprautað er undir húðina og slakar staðbundið á undirliggjandi vöðvum sem gerir það að verkum að hrukkur minnka. Notað á réttan hátt er hægt að kalla bótox yngingarmeðal. Áhrif bótox endast í um 6 mánuði en því oftar sem það er notað dugar það lengur. Algengasti aldurshópur, meðal karla og kvenna, er 35-55 ára.2. FyllingarefniÞetta er einnig meðferð þar sem takmarkið er að minnka hrukkur. Tilbúnu fyllingarefni (hyaluronic acid) er sprautað undir húðina. Algengasta staðsetningin er hrukkurnar meðfram munni í áttina að höku og frá nefi niður að munni. Fyllingarefni er líka notað til þess að gera varir bústnari. Það er kúnst að nota fyllingarefnið og flestir vilja að það sé sem náttúrulegast. Mikilvægt er að fylliefnið sem er notað sé uppleysanlegt, en algengur endingartími er um 1 ár.3. AugnlokaaðgerðirÞetta er algengasta skurðaðgerðin og það þykir almennt ekki mikið tiltökumál að fara í augnlokaaðgerð í þjóðfélaginu. Tilgangur hennar er ekki einungis að líta betur út heldur getur fólki líka almennt liðið betur. Fólk upplifir stundum að þurfa að lyfta augabrúnunum ef augnlokin eru þung og fá við það þreytu og höfuðverk. Þessi aðgerð opnar augnsvæðið og fólki getur liðið betur. Eins er mun þægilegra fyrir konur að mála sig á augnsvæðinu.4. BrjóstastækkunSilíkonpúðar eru notaðir til brjóstastækkunar. Oftast er gerður skurður hliðlægt undir brjóstið til þess að koma púðanum fyrir. Púðinn er síðan settur annaðhvort undir eða yfir brjóstvöðvann. Aðgerðin er gerð í svæfingu og tekur um klukkustund. Algengasti aldurshópurinn er undir 45 ára.5. FitusogFitusog er ekki megrunaraðgerð en er notað til að leiðrétta staðbundna fitudreifingu á óheppilegum stöðum. Algengustu svæði geta verið; framan á kvið, mjaðmir, háls, utan- og innanverð læri, hné og upphandleggir. 6. SvuntaAðgerð sem er gerð til að fjarlægja slappa og hangandi húðfellingu framan á kviðnum, oftast tengist það meðgöngu eða þyngdartapi. Fitusog á mjöðmum er oftast framkvæmt samhliða aðgerðinni. 7. Skipting á púðumMælt er með að skipta um eldri tegundir af púðum eftir 10 ár. Púðar sem notaðir eru í dag eru með ævilanga ábyrgð frá framleiðanda. Það getur samt komið rof á himnuna utan um silíkonið (1 prósent kvenna á 8 ára tímabili) og er nauðsynlegt fyrir konur að láta fylgjast með sér. En brjóst breytast samt oft með tímanum og konur vilja stundum skipta um púða þrátt fyrir að þeir séu heilir. Ástæðurnar geta verið slöpp brjóst eftir brjóstagjöf, þyngdartap o.s.frv.8. Brjóstaupplyfting án púðaHér eru brjóstunum lyft upp, geirvartan færð ofar og húðin strekkt umhverfis kirtilinn sem oft er aðeins minnkaður. Það er algengur misskilningur að þegar ör er umhverfis geirvörtuna hafi hún verið tekin af og sett á aftur. Einungis ysta lag húðarinnar er tekið af og geirvartan færð ofar á brjóstið. Mjólkurgangar haldast oftast óskaddaðir og yfirleitt er hægt að hafa barn á brjósti.9. Brjóstaupplyfting með púðumEf brjóstin eru mjög „tóm“ og kirtilvefur er lítill er oftast mælt með að setja púða um leið og þeim er lyft. Ör eru umhverfis og undir vörtubaug og yfirleitt í brjóstafellingunni undir brjóstinu. Betri fylling helst ofan á brjóstinu ef púði er settur um leið og brjóstaupplyfting er framkvæmd.10. AndlitslyftingHér er strekkt á húð og undirhúð andlits og háls með skurði frá hársverði niður framan við eyru og aftur fyrir eyrun. Tilgangurinn er að slétta húð og minnka hrukkur. Húðin missir teygjanleika sinn með aldrinum og eru svæðin í kringum augu og enni viðkvæmust.Hér má sjá forsíðuna af nóvemberblaði Glamour. Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Sjá meira
Nóvemberútgáfan af Glamour kemur í verslanir í dag en þar er meðal annars fjallað um vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi. Í blaðinu fræðir Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir, lesendur Glamour um heim bótox, brjóstastækkana og andlitslyftinga. Hér að neðan má sjá topp 10 lista yfir vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi en um er að ræða óformlegan lista frá Þórdísi. Nánar er rætt við Þórdísi í nýjasta tölublaði Glamour. 1. BótoxSjö ár eru síðan byrjað var að nota bótox á Íslandi í fegrunarlækningum. Það er ekki spurning að vinsældir þess hafa farið ört vaxandi. Bótox er lyf sem sprautað er undir húðina og slakar staðbundið á undirliggjandi vöðvum sem gerir það að verkum að hrukkur minnka. Notað á réttan hátt er hægt að kalla bótox yngingarmeðal. Áhrif bótox endast í um 6 mánuði en því oftar sem það er notað dugar það lengur. Algengasti aldurshópur, meðal karla og kvenna, er 35-55 ára.2. FyllingarefniÞetta er einnig meðferð þar sem takmarkið er að minnka hrukkur. Tilbúnu fyllingarefni (hyaluronic acid) er sprautað undir húðina. Algengasta staðsetningin er hrukkurnar meðfram munni í áttina að höku og frá nefi niður að munni. Fyllingarefni er líka notað til þess að gera varir bústnari. Það er kúnst að nota fyllingarefnið og flestir vilja að það sé sem náttúrulegast. Mikilvægt er að fylliefnið sem er notað sé uppleysanlegt, en algengur endingartími er um 1 ár.3. AugnlokaaðgerðirÞetta er algengasta skurðaðgerðin og það þykir almennt ekki mikið tiltökumál að fara í augnlokaaðgerð í þjóðfélaginu. Tilgangur hennar er ekki einungis að líta betur út heldur getur fólki líka almennt liðið betur. Fólk upplifir stundum að þurfa að lyfta augabrúnunum ef augnlokin eru þung og fá við það þreytu og höfuðverk. Þessi aðgerð opnar augnsvæðið og fólki getur liðið betur. Eins er mun þægilegra fyrir konur að mála sig á augnsvæðinu.4. BrjóstastækkunSilíkonpúðar eru notaðir til brjóstastækkunar. Oftast er gerður skurður hliðlægt undir brjóstið til þess að koma púðanum fyrir. Púðinn er síðan settur annaðhvort undir eða yfir brjóstvöðvann. Aðgerðin er gerð í svæfingu og tekur um klukkustund. Algengasti aldurshópurinn er undir 45 ára.5. FitusogFitusog er ekki megrunaraðgerð en er notað til að leiðrétta staðbundna fitudreifingu á óheppilegum stöðum. Algengustu svæði geta verið; framan á kvið, mjaðmir, háls, utan- og innanverð læri, hné og upphandleggir. 6. SvuntaAðgerð sem er gerð til að fjarlægja slappa og hangandi húðfellingu framan á kviðnum, oftast tengist það meðgöngu eða þyngdartapi. Fitusog á mjöðmum er oftast framkvæmt samhliða aðgerðinni. 7. Skipting á púðumMælt er með að skipta um eldri tegundir af púðum eftir 10 ár. Púðar sem notaðir eru í dag eru með ævilanga ábyrgð frá framleiðanda. Það getur samt komið rof á himnuna utan um silíkonið (1 prósent kvenna á 8 ára tímabili) og er nauðsynlegt fyrir konur að láta fylgjast með sér. En brjóst breytast samt oft með tímanum og konur vilja stundum skipta um púða þrátt fyrir að þeir séu heilir. Ástæðurnar geta verið slöpp brjóst eftir brjóstagjöf, þyngdartap o.s.frv.8. Brjóstaupplyfting án púðaHér eru brjóstunum lyft upp, geirvartan færð ofar og húðin strekkt umhverfis kirtilinn sem oft er aðeins minnkaður. Það er algengur misskilningur að þegar ör er umhverfis geirvörtuna hafi hún verið tekin af og sett á aftur. Einungis ysta lag húðarinnar er tekið af og geirvartan færð ofar á brjóstið. Mjólkurgangar haldast oftast óskaddaðir og yfirleitt er hægt að hafa barn á brjósti.9. Brjóstaupplyfting með púðumEf brjóstin eru mjög „tóm“ og kirtilvefur er lítill er oftast mælt með að setja púða um leið og þeim er lyft. Ör eru umhverfis og undir vörtubaug og yfirleitt í brjóstafellingunni undir brjóstinu. Betri fylling helst ofan á brjóstinu ef púði er settur um leið og brjóstaupplyfting er framkvæmd.10. AndlitslyftingHér er strekkt á húð og undirhúð andlits og háls með skurði frá hársverði niður framan við eyru og aftur fyrir eyrun. Tilgangurinn er að slétta húð og minnka hrukkur. Húðin missir teygjanleika sinn með aldrinum og eru svæðin í kringum augu og enni viðkvæmust.Hér má sjá forsíðuna af nóvemberblaði Glamour.
Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein