Tökulið Ég man þig mætt á Hesteyri: „Bless heimur“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2015 15:13 Tökulið kvikmyndarinnar Ég man þig að koma búnaði í land á Hesteyri. Vísir/Hafþór Gunnarsson Tökulið kvikmyndarinnar Ég man þig er mætt til Hesteyrar í Jökulfjörðum þar sem tökur munu standa yfir fram á föstudag. Var tökuliðið ferjað yfir á Hesteyri frá Ísafirði af Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar í gærmorgun og hófust einhverjar tökur þegar í stað á meðan siglingunni stóð. Handrit myndarinnar vann leikstjóri hennar Óskar Þór Axelsson ásamt Ottó Geir Borg upp úr samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur sem kom út árið 2010.Það hefur reynst mikil þolraun að koma öllum búnaðinum í land því ekki er hægt að styðjast við vélknúin farartæki á Hesteyri.Vísir/Hafþór GunnarssonÉg man þig segir frá ungu fólki, sem Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir leika, sem fer til Hesteyrar í Jökulfjörðum um miðjan vetur til að gera upp hús en fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á sama tíma dregst ungur læknir á Ísafirði inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu.Frá smábátabryggunni á Ísafirði en þaðan var tökuteymið flutt yfir á Hesteyri.Vísir/Hafþór GunnarssonÍsfirski fréttamiðillinn Bæjarins besta sagði frá því í gær að tökuteymið flutti rotþró til Hesteyrar sem mun leika stórt hlutverk í myndinni. Þá kom einnig fram að þær senur sem gerast á Ísafirði verði teknar upp næsta vor og er bæði búið að velja hús og götur í bæjarfélaginu þar sem tökur munu fara fram. Vera tökuliðsins á Hesteyri á þessum árstíma mun ekki reynast neinn dans á rósum. Þorpið fór í eyði rétt eftir miðja síðustu öld en þar standa níu hús sem notuð eru sem sumarhús. Ekki er gert ráð fyrir dvöl í þeim til lengri tíma yfir vetrarmánuðina og þurfti til að mynda að fara þangað með nokkurra daga fyrirvara áður en tökuteymið mætir á staðinn til að kynda upp húsin sem á að dvelja í. Er rafmagn í afar takmörkuðu magni og lítið sem ekkert símasamband. Ágústa Eva kvaddi til að mynda vini sína á Facebook á sunnudag þar sem hún sagðist eiga eftir að eftir að hverfa af yfirborði jarðar í rúma viku á meðan tökum á Hesteyri stendur.Bless heimur! Ég er að hverfa af yfirborði jarðar í rúma viku og bið ykkur vel að lifa og njóta á meðan. Mig langaði að...Posted by Erlendsdóttir Ágústa Eva on Sunday, November 8, 2015 Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ágústa Eva og Þorvaldur Davíð leika í „draugaþriller“ á Hesteyri Tökur hefjast í næsta mánuði og má reikna með að þær verði afar krefjandi. 29. október 2015 09:15 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Tökulið kvikmyndarinnar Ég man þig er mætt til Hesteyrar í Jökulfjörðum þar sem tökur munu standa yfir fram á föstudag. Var tökuliðið ferjað yfir á Hesteyri frá Ísafirði af Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar í gærmorgun og hófust einhverjar tökur þegar í stað á meðan siglingunni stóð. Handrit myndarinnar vann leikstjóri hennar Óskar Þór Axelsson ásamt Ottó Geir Borg upp úr samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur sem kom út árið 2010.Það hefur reynst mikil þolraun að koma öllum búnaðinum í land því ekki er hægt að styðjast við vélknúin farartæki á Hesteyri.Vísir/Hafþór GunnarssonÉg man þig segir frá ungu fólki, sem Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir leika, sem fer til Hesteyrar í Jökulfjörðum um miðjan vetur til að gera upp hús en fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á sama tíma dregst ungur læknir á Ísafirði inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu.Frá smábátabryggunni á Ísafirði en þaðan var tökuteymið flutt yfir á Hesteyri.Vísir/Hafþór GunnarssonÍsfirski fréttamiðillinn Bæjarins besta sagði frá því í gær að tökuteymið flutti rotþró til Hesteyrar sem mun leika stórt hlutverk í myndinni. Þá kom einnig fram að þær senur sem gerast á Ísafirði verði teknar upp næsta vor og er bæði búið að velja hús og götur í bæjarfélaginu þar sem tökur munu fara fram. Vera tökuliðsins á Hesteyri á þessum árstíma mun ekki reynast neinn dans á rósum. Þorpið fór í eyði rétt eftir miðja síðustu öld en þar standa níu hús sem notuð eru sem sumarhús. Ekki er gert ráð fyrir dvöl í þeim til lengri tíma yfir vetrarmánuðina og þurfti til að mynda að fara þangað með nokkurra daga fyrirvara áður en tökuteymið mætir á staðinn til að kynda upp húsin sem á að dvelja í. Er rafmagn í afar takmörkuðu magni og lítið sem ekkert símasamband. Ágústa Eva kvaddi til að mynda vini sína á Facebook á sunnudag þar sem hún sagðist eiga eftir að eftir að hverfa af yfirborði jarðar í rúma viku á meðan tökum á Hesteyri stendur.Bless heimur! Ég er að hverfa af yfirborði jarðar í rúma viku og bið ykkur vel að lifa og njóta á meðan. Mig langaði að...Posted by Erlendsdóttir Ágústa Eva on Sunday, November 8, 2015
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ágústa Eva og Þorvaldur Davíð leika í „draugaþriller“ á Hesteyri Tökur hefjast í næsta mánuði og má reikna með að þær verði afar krefjandi. 29. október 2015 09:15 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Ágústa Eva og Þorvaldur Davíð leika í „draugaþriller“ á Hesteyri Tökur hefjast í næsta mánuði og má reikna með að þær verði afar krefjandi. 29. október 2015 09:15