Obama ekki fyrstur til að angra Íslendinga með tali um Leif heppna Bjarki Ármannsson skrifar 12. október 2015 20:34 Obama og Ford hafa báðir sært Íslendinga (a.m.k. suma) með tali sínu um Leif. Vísir Ummæli Barack Obama Bandaríkjaforseta á degi Leifs Eiríkssonar í síðustu viku vöktu nokkra athygli hér á landi en hann nýtti tækifærið til að ræða sameiginlega sögu Noregs og Bandaríkjanna. Ennfremur sagði Obama að landafundur Leifs Eiríkssonar marki upphaf vináttu Noregs og Bandaríkjanna. Við Íslendingar höfum í gegnum tíðina viljað eigna okkur landkönnuðinn en samtímalegar heimildir um hann skilgreina hann ekki nákvæmlega sem Íslending, Grænlending eða Norðmann. Þess ber þó að geta að Obama talaði um Leif sem son Íslands en barnabarn Noregs. Obama er ekki fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem særir þjóðerniskennd Íslendinga með óvarlegu orðalagi um Leif heppna en það tókst Gerald Ford einnig. Gerald Ford safnið í Michigan deilir á Facebook-síðu sinni í dag frásögn af því þegar Haraldur Kröyer, þáverandi sendiherra Íslands gagnvart Bandaríkjunum, kvartaði við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna yfir því að landkönnuðurinn var sagður norskur í yfirlýsingu forsetans á degi Leifs Eiríkssonar árið 1975.Gerald Ford var forseti Bandaríkjanna á áttunda áratugnum.Vísir/AFPRíkisstjórnir Íslands og Noregs höfðu þá komið sér saman um það að alþjóðasamfélaginu bæri að tala um Leif sem norrænan mann (e. Norse). Við yfirlestur í Hvíta húsinu var orðinu „norse“ þó breytt í „norwegian,“ sem reitti Íslendinga til reiði. Í erindi til Hvíta hússins vegna málsins fullyrðir Haraldur að hver einn og einasti Íslendingur sé stoltur af Leifi Eiríkssyni og afrekum hans. Haraldur vísar einnig til þess í erindi sínu að svipað ósætti hafi komið upp þegar 9. október var fyrst gerður að degi Leif Eiríkssonar í Bandaríkjunum árið 1964. Morgunblaðið greindi frá því á sínum tíma að Noregur hefði þá gripið tækifærið til að helga sér málið og sent Leif Eriksen, sextán ára norskan dreng, með víkingaöxi með gjöf til Bandaríkjastjórnar. Í fréttatilkynningu frá Bandaríkjunum um gjöfina hafi þá sagt að hin upprunalegi Leifur Eiríksson hafi fæðst í Noregi. Þetta vakti sömuleiðis gremju hjá Íslendingum, enda benda heimildir til þess að Leifur hafi fæðst hér á Íslandi. Svo virðist sem athugasemdir Haralds hafi náð eyrum Bandaríkjaforseta, enda var aftur talað um víkinginn sem norrænan mann þann 9. október ári síðar.Memo Monday, Subject: Icelandic Protest Regarding Leif Erikson Day ProclamationIn September 1975 President Ford issued...Posted by Gerald R. Ford Presidential Library on 12. október 2015 Tengdar fréttir Obama telur landafundi Leifs heppna marka upphaf vináttu BNA og Noregs Þetta kom fram í yfirlýsingu Bandaríkjaforseta í tilefni af degi Leifs Eiríkssonar. 8. október 2015 22:33 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Ummæli Barack Obama Bandaríkjaforseta á degi Leifs Eiríkssonar í síðustu viku vöktu nokkra athygli hér á landi en hann nýtti tækifærið til að ræða sameiginlega sögu Noregs og Bandaríkjanna. Ennfremur sagði Obama að landafundur Leifs Eiríkssonar marki upphaf vináttu Noregs og Bandaríkjanna. Við Íslendingar höfum í gegnum tíðina viljað eigna okkur landkönnuðinn en samtímalegar heimildir um hann skilgreina hann ekki nákvæmlega sem Íslending, Grænlending eða Norðmann. Þess ber þó að geta að Obama talaði um Leif sem son Íslands en barnabarn Noregs. Obama er ekki fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem særir þjóðerniskennd Íslendinga með óvarlegu orðalagi um Leif heppna en það tókst Gerald Ford einnig. Gerald Ford safnið í Michigan deilir á Facebook-síðu sinni í dag frásögn af því þegar Haraldur Kröyer, þáverandi sendiherra Íslands gagnvart Bandaríkjunum, kvartaði við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna yfir því að landkönnuðurinn var sagður norskur í yfirlýsingu forsetans á degi Leifs Eiríkssonar árið 1975.Gerald Ford var forseti Bandaríkjanna á áttunda áratugnum.Vísir/AFPRíkisstjórnir Íslands og Noregs höfðu þá komið sér saman um það að alþjóðasamfélaginu bæri að tala um Leif sem norrænan mann (e. Norse). Við yfirlestur í Hvíta húsinu var orðinu „norse“ þó breytt í „norwegian,“ sem reitti Íslendinga til reiði. Í erindi til Hvíta hússins vegna málsins fullyrðir Haraldur að hver einn og einasti Íslendingur sé stoltur af Leifi Eiríkssyni og afrekum hans. Haraldur vísar einnig til þess í erindi sínu að svipað ósætti hafi komið upp þegar 9. október var fyrst gerður að degi Leif Eiríkssonar í Bandaríkjunum árið 1964. Morgunblaðið greindi frá því á sínum tíma að Noregur hefði þá gripið tækifærið til að helga sér málið og sent Leif Eriksen, sextán ára norskan dreng, með víkingaöxi með gjöf til Bandaríkjastjórnar. Í fréttatilkynningu frá Bandaríkjunum um gjöfina hafi þá sagt að hin upprunalegi Leifur Eiríksson hafi fæðst í Noregi. Þetta vakti sömuleiðis gremju hjá Íslendingum, enda benda heimildir til þess að Leifur hafi fæðst hér á Íslandi. Svo virðist sem athugasemdir Haralds hafi náð eyrum Bandaríkjaforseta, enda var aftur talað um víkinginn sem norrænan mann þann 9. október ári síðar.Memo Monday, Subject: Icelandic Protest Regarding Leif Erikson Day ProclamationIn September 1975 President Ford issued...Posted by Gerald R. Ford Presidential Library on 12. október 2015
Tengdar fréttir Obama telur landafundi Leifs heppna marka upphaf vináttu BNA og Noregs Þetta kom fram í yfirlýsingu Bandaríkjaforseta í tilefni af degi Leifs Eiríkssonar. 8. október 2015 22:33 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Obama telur landafundi Leifs heppna marka upphaf vináttu BNA og Noregs Þetta kom fram í yfirlýsingu Bandaríkjaforseta í tilefni af degi Leifs Eiríkssonar. 8. október 2015 22:33