Breytti síðustu dögum ævi hundsins í ævintýri Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. janúar 2015 12:18 Lauren breytti síðustu dögum Gizelle í ævintýri þar sem þær nutu þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Þegar tíkin Gizelle var greind með krabbamein fylltist eigandi hennar, Lauren Fern Watt mikilli sorg. Lauren leit á Gizelle sem sína bestu vinkonu og vissi ekki hvað hún átti við sig að gera þegar dýralæknirninn tjáði henni að Gizelle ætti bara nokkra mánuði eftir ólifaða.Í pistli sem hefur farið víða á netinu segir Lauren frá því að hún hafi tekið meðvitaða ákvörðun; í staðinn fyrir að eyða þessum síðustu mánuðum í sorg bjó hún til lista yfir hluti sem Gizelle þurfti að upplifa áður en dagar hennar væru taldir. „Listinn hjálpaði mér að komast yfir þetta áfall. En þetta var líka gaman. Þetta hjálpaði mér að vera í núinu og hjálpaði mér að sjá lífið eins og það er: Ljúft, einfalt og dýrmætt ævintýri.“ Í pistlinum segir Lauren ítarlega frá því sem þær vinkonurnar gerðu.Þær fóru í notalega bátsferð, vinkonurnar.Fóru í kanó Lauren kom hinni áttíu kílóa Gizelle fyrir í kanó og sigldu þær á stöðuvatni. „Við horfðum alltaf á Litlu hafmeyjuna saman og uppáhalds atriðið hennar Gizelle var þegar Ariel og Eric prins fóru saman í árabát," útskýrir Lauren í pistli sínum. Lauren segist stundum hafa verið hrædd um að kanóinn myndi velta þegar þær vinkonurnar sáu könguló um borð. En bátsferðin var æðisleg að sögn Lauren. „Ég sá að hún naut þess að vera kyrrðinni, úti í náttúrunni.“Kíktu á Times Square Laurenn og Gizelle voru búsettar í New York-borg. Margir íbúar borgarinnar eru ekkert sérstaklega hrifnir af Times Square of fleiri ferðamannastöðum, en þær ákváðu að brjóta odd af oflæti sínu, eins og Lauren orðaði það. Þær kíktu á Times Square eldsnemma að morgni til, áður en ferðamennirnir fylltu göturnar. „Við stóðum þarna á gatnamótum alheimsins og fundum orkuna á staðnum. Þetta var töfrum líkast.“ Þær vinkonurnar borðuðu einnig humar frá Maine, sem er þekkt munaðarvara í Bandaríkjunum. Lauren fór með Lauren út á bryggju þar sem hún fékk Ben & Jerry's ís, sem var hennar uppáhald.Fóru í ferðalag Lauren segir einnig frá því í pistli sínum að þær vinkonurnar hafi farið í ferðalag. Gizelle þótti gaman að vera í bíl, þannig að Lauren ákvað að leigja bíl og fara í ferðlag. Með í för var Rebecca, besti mennski vinur Lauren. Þær fóru í fjögurra daga ferðalag um New England, með engan lokaáfanga í huga. Þær óku bara um. „Við skiptumst á að stinga höfðinu út um gluggann, við höfðum engar áhyggjur af neinu. Ekki af vinnunni, strákum eða dagsetningum.“ Hún segir að eina vandamálið hafi verið að rata um og að finna út hvort Gizelle naut sín betur með tónlist eftir Beach Boys eða Taylor Swift í græjunum.Kúrðu og fóru í partí Lauren segir að þær vinkonurnar hafi reynt að eyða sem mestum tíma í að kúra. Hún segir að hundahárin á rúminu og slefið út um allt hafi pirrað hana minna eftir að hún vissi að Gizelle átti takmarkaðan tíma eftir. Þær stöllurnar fóru einnig í alvöru partý. Lauren segir frá því að Gizelle hafi hjálpað henni að næla í stráka í gegnum tíðina, með því að fara með henni í göngutúra og ákvað að launa henni greiðann. Þær fóru í partý þar sem nítján hundar voru mættir og „spjallaði“ Gizelle við einn í dágóða stund.Síðustu jólinÍ upphafi töldu dýralæknar að Gizelle myndi ekki lifa fram að seinustu jólum. En hún þraukaði og vissi Lauren að þetta yrðu þeirra síðustu jól saman. Lauren vildi að Gizelle myndi hitta jólasveininn en var nokkuð viss um að hún yrði hrædd við stóran mann með mikið skegg. Því fann Lauren þrjá smáhunda, sem voru titlaðir aðstoðarmenn sveinka. Og Lauren afhenti þeim óskalista Gizelle, en á honum mátti finna óskir um ís, pylsur og dýrindis steikur.Kveðjustund Þegar þær Lauren og Gizelle sátu saman á ströndinni fyrr í mánuðinum fann Lauren hvernig hún var tilbúin að kveðja vinkonu sína til margra ára. Þær höfðu gengið í gegnum svo margt saman. Í gegnum tímann þegar Lauren var í háskóla, í gegnum tíma með mörgum kærustum, í gegnum þrítugsaldurinn. Þær fluttu saman frá Tennessee til New York. Þær voru bestu vinkonur. Lauren segir frá því þegar þær sátu saman á ströndinni: „Himinninn var hvítur og trén voru nakin. Meira að segja fuglarnir voru í felum. Það var eins og ekkert lífsmark væri í heiminum. Það var svo erfitt að tyrúa því að þessi strönd hafi einhverntímann var full af sætum strákum, sólhlífum í öllum regnbogans litum. Þarna rann upp fyrir mér að ég var tilbúin að sleppa takinu af Gizelle. Alveg eins og ég var viss um að trén myndi verða aftur græn og að börn með gular fötur myndu leika sér í vatninu aftur, varð ég viss um að ég myndi geyma Gizelle í hjarta mínu. Þrátt fyrir kuldann og tómleikann þennan dag gat ég samt séð Gizelle fyrir mér í huga mínum, hlaupandi um frjáls, leikandi sér í sandinum og flýjandi öldurnar þegar þær nálguðust. Ég vissi að hún myndi lifa í minningum mínum. Ég var orðinn viss um að ég hafi veitt henni eins gott líf og völ var á. Og það var svo frelsandi.“ Hér að neðan má sjá fleiri myndir frá ævintýrum Lauren og Gizelle.Aðstoðarmenn sveinka þarna flottir fyrir aftan Gizelle.Á þessum tíma rann það upp fyrir Lauren að hún væri tilbúin að sleppa takinu.Þær fundu töfrana á Times SquareMynd/LaurenÞær fóru í skemmtilegt ferðalag um New England.Mynd/Lauren Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Sjá meira
Þegar tíkin Gizelle var greind með krabbamein fylltist eigandi hennar, Lauren Fern Watt mikilli sorg. Lauren leit á Gizelle sem sína bestu vinkonu og vissi ekki hvað hún átti við sig að gera þegar dýralæknirninn tjáði henni að Gizelle ætti bara nokkra mánuði eftir ólifaða.Í pistli sem hefur farið víða á netinu segir Lauren frá því að hún hafi tekið meðvitaða ákvörðun; í staðinn fyrir að eyða þessum síðustu mánuðum í sorg bjó hún til lista yfir hluti sem Gizelle þurfti að upplifa áður en dagar hennar væru taldir. „Listinn hjálpaði mér að komast yfir þetta áfall. En þetta var líka gaman. Þetta hjálpaði mér að vera í núinu og hjálpaði mér að sjá lífið eins og það er: Ljúft, einfalt og dýrmætt ævintýri.“ Í pistlinum segir Lauren ítarlega frá því sem þær vinkonurnar gerðu.Þær fóru í notalega bátsferð, vinkonurnar.Fóru í kanó Lauren kom hinni áttíu kílóa Gizelle fyrir í kanó og sigldu þær á stöðuvatni. „Við horfðum alltaf á Litlu hafmeyjuna saman og uppáhalds atriðið hennar Gizelle var þegar Ariel og Eric prins fóru saman í árabát," útskýrir Lauren í pistli sínum. Lauren segist stundum hafa verið hrædd um að kanóinn myndi velta þegar þær vinkonurnar sáu könguló um borð. En bátsferðin var æðisleg að sögn Lauren. „Ég sá að hún naut þess að vera kyrrðinni, úti í náttúrunni.“Kíktu á Times Square Laurenn og Gizelle voru búsettar í New York-borg. Margir íbúar borgarinnar eru ekkert sérstaklega hrifnir af Times Square of fleiri ferðamannastöðum, en þær ákváðu að brjóta odd af oflæti sínu, eins og Lauren orðaði það. Þær kíktu á Times Square eldsnemma að morgni til, áður en ferðamennirnir fylltu göturnar. „Við stóðum þarna á gatnamótum alheimsins og fundum orkuna á staðnum. Þetta var töfrum líkast.“ Þær vinkonurnar borðuðu einnig humar frá Maine, sem er þekkt munaðarvara í Bandaríkjunum. Lauren fór með Lauren út á bryggju þar sem hún fékk Ben & Jerry's ís, sem var hennar uppáhald.Fóru í ferðalag Lauren segir einnig frá því í pistli sínum að þær vinkonurnar hafi farið í ferðalag. Gizelle þótti gaman að vera í bíl, þannig að Lauren ákvað að leigja bíl og fara í ferðlag. Með í för var Rebecca, besti mennski vinur Lauren. Þær fóru í fjögurra daga ferðalag um New England, með engan lokaáfanga í huga. Þær óku bara um. „Við skiptumst á að stinga höfðinu út um gluggann, við höfðum engar áhyggjur af neinu. Ekki af vinnunni, strákum eða dagsetningum.“ Hún segir að eina vandamálið hafi verið að rata um og að finna út hvort Gizelle naut sín betur með tónlist eftir Beach Boys eða Taylor Swift í græjunum.Kúrðu og fóru í partí Lauren segir að þær vinkonurnar hafi reynt að eyða sem mestum tíma í að kúra. Hún segir að hundahárin á rúminu og slefið út um allt hafi pirrað hana minna eftir að hún vissi að Gizelle átti takmarkaðan tíma eftir. Þær stöllurnar fóru einnig í alvöru partý. Lauren segir frá því að Gizelle hafi hjálpað henni að næla í stráka í gegnum tíðina, með því að fara með henni í göngutúra og ákvað að launa henni greiðann. Þær fóru í partý þar sem nítján hundar voru mættir og „spjallaði“ Gizelle við einn í dágóða stund.Síðustu jólinÍ upphafi töldu dýralæknar að Gizelle myndi ekki lifa fram að seinustu jólum. En hún þraukaði og vissi Lauren að þetta yrðu þeirra síðustu jól saman. Lauren vildi að Gizelle myndi hitta jólasveininn en var nokkuð viss um að hún yrði hrædd við stóran mann með mikið skegg. Því fann Lauren þrjá smáhunda, sem voru titlaðir aðstoðarmenn sveinka. Og Lauren afhenti þeim óskalista Gizelle, en á honum mátti finna óskir um ís, pylsur og dýrindis steikur.Kveðjustund Þegar þær Lauren og Gizelle sátu saman á ströndinni fyrr í mánuðinum fann Lauren hvernig hún var tilbúin að kveðja vinkonu sína til margra ára. Þær höfðu gengið í gegnum svo margt saman. Í gegnum tímann þegar Lauren var í háskóla, í gegnum tíma með mörgum kærustum, í gegnum þrítugsaldurinn. Þær fluttu saman frá Tennessee til New York. Þær voru bestu vinkonur. Lauren segir frá því þegar þær sátu saman á ströndinni: „Himinninn var hvítur og trén voru nakin. Meira að segja fuglarnir voru í felum. Það var eins og ekkert lífsmark væri í heiminum. Það var svo erfitt að tyrúa því að þessi strönd hafi einhverntímann var full af sætum strákum, sólhlífum í öllum regnbogans litum. Þarna rann upp fyrir mér að ég var tilbúin að sleppa takinu af Gizelle. Alveg eins og ég var viss um að trén myndi verða aftur græn og að börn með gular fötur myndu leika sér í vatninu aftur, varð ég viss um að ég myndi geyma Gizelle í hjarta mínu. Þrátt fyrir kuldann og tómleikann þennan dag gat ég samt séð Gizelle fyrir mér í huga mínum, hlaupandi um frjáls, leikandi sér í sandinum og flýjandi öldurnar þegar þær nálguðust. Ég vissi að hún myndi lifa í minningum mínum. Ég var orðinn viss um að ég hafi veitt henni eins gott líf og völ var á. Og það var svo frelsandi.“ Hér að neðan má sjá fleiri myndir frá ævintýrum Lauren og Gizelle.Aðstoðarmenn sveinka þarna flottir fyrir aftan Gizelle.Á þessum tíma rann það upp fyrir Lauren að hún væri tilbúin að sleppa takinu.Þær fundu töfrana á Times SquareMynd/LaurenÞær fóru í skemmtilegt ferðalag um New England.Mynd/Lauren
Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Sjá meira