Stefna á markaðssetningu í útlöndum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2015 08:00 Guðrún Valdimarsdóttir og Þórunn Hannesdóttir eru að vonum ánægðar með verðlaunin. Vísir/GVA Borðin Berg frá merkinu Færið og skrifborðið Hylur frá Guðrúnu Vald hlutu á dögunum silfurverðlaun á vegum London Design Awards. Einnig var bás þeirra valinn sem einn af þeim áhugaverðustu á sýningunni af Architonic eftir að verk þeirra voru sýnd á hönnunarsýningunni 100% Design, sem er ein stærsta hönnunarsýning Englands.Hér má sjá borðin Berg.Guðrún Vald, Þórunn Hannesdóttir, sem á merkið Færið, og Sigríður Hjaltdal Pálsdóttur, sem á Bybibi, sýna verk sín saman undir nafninu North Limited. Merkin eru þó aðskilin og með ólíkar vörulínur en deila markaðsmálum, tengslaneti og dreifingu á vörum erlendis. „Við tókum þátt í hönnunarsýningu í september í London sem heitir 100% Design og er hluti af London Design Week. Þar hittum við tvo fulltrúa sýningarinnar sem spjölluðu heilmikið við okkur og sögðust ætla að tilnefna þessi tvö verk til verðlaunanna,“ segir Guðrún Vald og bætir við að hún hafi ekki búist við að úr yrði. London Design Awards eru alþjóðleg verðlaun og ferðast fulltrúar þeirra á milli hönnunarsýninga og verðlauna framúrskarandi hönnun. „Ég man þegar þeir komu og töluðu við okkur og ég hugsaði bara: Já, einmitt. Flott. Ekki það að ég tryði þeim ekki en ég bara einhvern veginn pældi ekki mikið í því og gerði ekki mikið úr þessu í höfðinu á mér,“ segir Guðrún og hlær.Skrifborðið Hylur eftir Guðrúnu Vald.Á mánudaginn fór verðlaunaafhendingin fram í Hönnunarmiðstöð Íslands þar sem formaður London Desing Awards Mark Bergin, kom sérstaklega til landsins til þess að afhenda verðlaunin. Guðrún er að vonum ánægð með verðlaunin og segir þær fyrst og síðast gera sér vonir um að þau veiti þeim byr undir báða vængi þegar kemur að markaðssetningu erlendis, en þangað er stefnan sett. „Þetta verður vonandi til þess að við fáum enn meiri umfjöllun erlendis, það auðveldar markaðssetninguna í London sem er náttúrulega það sem við erum að reyna að gera,“ segir hún og bætir við að North Limited stefni á að halda aftur út á 100% Design á næsta ári. Tíska og hönnun Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Borðin Berg frá merkinu Færið og skrifborðið Hylur frá Guðrúnu Vald hlutu á dögunum silfurverðlaun á vegum London Design Awards. Einnig var bás þeirra valinn sem einn af þeim áhugaverðustu á sýningunni af Architonic eftir að verk þeirra voru sýnd á hönnunarsýningunni 100% Design, sem er ein stærsta hönnunarsýning Englands.Hér má sjá borðin Berg.Guðrún Vald, Þórunn Hannesdóttir, sem á merkið Færið, og Sigríður Hjaltdal Pálsdóttur, sem á Bybibi, sýna verk sín saman undir nafninu North Limited. Merkin eru þó aðskilin og með ólíkar vörulínur en deila markaðsmálum, tengslaneti og dreifingu á vörum erlendis. „Við tókum þátt í hönnunarsýningu í september í London sem heitir 100% Design og er hluti af London Design Week. Þar hittum við tvo fulltrúa sýningarinnar sem spjölluðu heilmikið við okkur og sögðust ætla að tilnefna þessi tvö verk til verðlaunanna,“ segir Guðrún Vald og bætir við að hún hafi ekki búist við að úr yrði. London Design Awards eru alþjóðleg verðlaun og ferðast fulltrúar þeirra á milli hönnunarsýninga og verðlauna framúrskarandi hönnun. „Ég man þegar þeir komu og töluðu við okkur og ég hugsaði bara: Já, einmitt. Flott. Ekki það að ég tryði þeim ekki en ég bara einhvern veginn pældi ekki mikið í því og gerði ekki mikið úr þessu í höfðinu á mér,“ segir Guðrún og hlær.Skrifborðið Hylur eftir Guðrúnu Vald.Á mánudaginn fór verðlaunaafhendingin fram í Hönnunarmiðstöð Íslands þar sem formaður London Desing Awards Mark Bergin, kom sérstaklega til landsins til þess að afhenda verðlaunin. Guðrún er að vonum ánægð með verðlaunin og segir þær fyrst og síðast gera sér vonir um að þau veiti þeim byr undir báða vængi þegar kemur að markaðssetningu erlendis, en þangað er stefnan sett. „Þetta verður vonandi til þess að við fáum enn meiri umfjöllun erlendis, það auðveldar markaðssetninguna í London sem er náttúrulega það sem við erum að reyna að gera,“ segir hún og bætir við að North Limited stefni á að halda aftur út á 100% Design á næsta ári.
Tíska og hönnun Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira