Innlent

Guðrún Nordal og Jón Atli bjóða sig fram til rektors

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal.
Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal.
Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, hyggst bjóða sig fram í starf rektors Háskóla Íslands. Nýr rektor verður kjörinn um miðjan apríl en umsóknarfrestur um stöðuna rennur út í byrjun mars.

Kristín Ingólfsdóttir rektor tilkynnti í haust að hún ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri en hún var fyrst kjörin rektor árið 2005. Ráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs að undangengnum almennum kosningum í háskólanum.

Guðrún hefur opnað framboðssíðu þar sem hún segir að nái hún kjöri muni hún beita sér fyrir auknu fjármagni til rannsókna, standa vörð um gæðakröfur í vísindum, kennslu og námi, endurskoða skipulag sviða og stjórnsýslu skólans og stuðla að frekari þátttöku háskólans í nýsköpun í samfélaginu.

Jón Atli Benediktsson, prófessor við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, býður sig einnig fram. Á framboðssíðu Jóns segir að hann ætli að beita sér fyrir auknum fjárframlögum til skólans, bættum starfskjörum og aðbúnaði, rannsóknum og gæði náms og prófgráða. Þá hefur hann sett inn ýmis myndbönd þar sem hann segir meðal annars frá frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni og starfsferli.


Tengdar fréttir

Næsti rektor Háskóla Íslands

Í apríl kjósa starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands nýjan rektor. Rektor er æðsti stjórnandi skólans, hefur talsverð völd og ber ríka ábyrgð, hvort sem litið er til fjármála og innra starfs skólans, eða ásýndar hans og orðstírs út á við.

Kristín Ingólfsdóttir til starfa hjá MIT

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild, hefur þegið boð um að verða gestaprófessor við Massachusetts Institute of Technology (MIT).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×