Kristín Ingólfsdóttir til starfa hjá MIT Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2015 10:59 Kristín Ingólfsdóttir hættur störfum hjá HÍ þann 30. júní næstkomandi. VISIR/Birgir ísleifur Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild, hefur þegið boð um að verða gestaprófessor við Massachusetts Institute of Technology (MIT) eftir að hún lýkur störfum sem rektor HÍ síðar á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Kristín mun starfa í tengslum við tvær stofnanir innan MIT. Annars vegar er um að ræða Stofnun í stafrænni kennslu (digital learning) og edX, sem er samstarfsnet MIT og yfir 40 annarra háskóla og stofnana víðs vegar um heim. EdX býður ókeypis opin námskeið á háskólastigi á netinu, svokölluð massive open online courses (MOOCs). Í tilkynningunni segir að Kristín hafi haft mikinn áhuga á þróun þessara og annars konar nýrra kennsluhátta og á áhrifum opinnar þekkingarmiðlunar á starfsemi háskóla. Háskólaráð HÍ skipaði starfshóp fljótlega eftir að háskólar í Bandaríkjunum opnuðu aðgang að námsefni sínu gegnum edX og Coursera fyrir þremur árum. Starfshópurinn kortlagði kosti, galla og tækifæri af þessari þróun fyrir HÍ, en mikil gróska hefur verið í þróun nýrra kennsluhátta innan skólans. Þá hefur Kristín sem stjórnarmaður í Samtökum evrópskra háskóla (European University Association; EUA) leitt nefnd sem fylgist með þróun stafrænna kennsluhátta og miðlar til 850 háskóla sem eru í samtökunum. Kristín hefur skrifað greinar um þessa þróun, nú nýlega grein sem birtist í bandaríska verkfræðitímaritinu Proceedings of the Institute of Electrical and Electronics Engineers (IEEE). Kristín mun einnig tengjast MIT Media Lab sem er nýsköpunarsetur skólans. Þar fara fram rannsóknir og útfærsla nýstárlegra hugmynda þvert á hefðbundna skilgreiningu og skipulag fræðigreina. Verkefnin snúa meðal annars að tæknilausnum við meðhöndlun sjúkdóma og leiðum til að bæta líf sjónskertra, fatlaðra og fólks sem misst hefur útlimi. Mikið er lagt upp úr tengslum líf- og læknisfræði við verkfræði sem og tengslum sálfræði, félagsfræði og tæknigreina vegna þróunar samfélagsmiðla, nýrra aðferða við kennslu og nám og annarra tæknilausna í daglegu lífi okkar. „Ég er mjög spennt að fá tækifæri til að tengja mína fræðigrein, lyfjafræði, við þróun í upplýsingatækni og lífverkfræði til að bæta greiningu og meðhöndlun sjúkdóma og tengsl við sjúklinga. Ég vonast til að þessi vinna geti nýst sem efniviður inn í þverfræðilegt starf við Háskóla Íslands, en við höfum lagt áherslu á að auka það markvisst undanfarin ár.“ Kristín verður áfram stjórnarmaður í háskólaráði Háskólans í Lúxemborg eftir að hún lætur af störfum sem rektor Háskóla Íslands 30. júní nk. og þá mun hún einnig starfa áfram að verkefnum fyrir Samtök evrópskra háskóla (EUA). Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild, hefur þegið boð um að verða gestaprófessor við Massachusetts Institute of Technology (MIT) eftir að hún lýkur störfum sem rektor HÍ síðar á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Kristín mun starfa í tengslum við tvær stofnanir innan MIT. Annars vegar er um að ræða Stofnun í stafrænni kennslu (digital learning) og edX, sem er samstarfsnet MIT og yfir 40 annarra háskóla og stofnana víðs vegar um heim. EdX býður ókeypis opin námskeið á háskólastigi á netinu, svokölluð massive open online courses (MOOCs). Í tilkynningunni segir að Kristín hafi haft mikinn áhuga á þróun þessara og annars konar nýrra kennsluhátta og á áhrifum opinnar þekkingarmiðlunar á starfsemi háskóla. Háskólaráð HÍ skipaði starfshóp fljótlega eftir að háskólar í Bandaríkjunum opnuðu aðgang að námsefni sínu gegnum edX og Coursera fyrir þremur árum. Starfshópurinn kortlagði kosti, galla og tækifæri af þessari þróun fyrir HÍ, en mikil gróska hefur verið í þróun nýrra kennsluhátta innan skólans. Þá hefur Kristín sem stjórnarmaður í Samtökum evrópskra háskóla (European University Association; EUA) leitt nefnd sem fylgist með þróun stafrænna kennsluhátta og miðlar til 850 háskóla sem eru í samtökunum. Kristín hefur skrifað greinar um þessa þróun, nú nýlega grein sem birtist í bandaríska verkfræðitímaritinu Proceedings of the Institute of Electrical and Electronics Engineers (IEEE). Kristín mun einnig tengjast MIT Media Lab sem er nýsköpunarsetur skólans. Þar fara fram rannsóknir og útfærsla nýstárlegra hugmynda þvert á hefðbundna skilgreiningu og skipulag fræðigreina. Verkefnin snúa meðal annars að tæknilausnum við meðhöndlun sjúkdóma og leiðum til að bæta líf sjónskertra, fatlaðra og fólks sem misst hefur útlimi. Mikið er lagt upp úr tengslum líf- og læknisfræði við verkfræði sem og tengslum sálfræði, félagsfræði og tæknigreina vegna þróunar samfélagsmiðla, nýrra aðferða við kennslu og nám og annarra tæknilausna í daglegu lífi okkar. „Ég er mjög spennt að fá tækifæri til að tengja mína fræðigrein, lyfjafræði, við þróun í upplýsingatækni og lífverkfræði til að bæta greiningu og meðhöndlun sjúkdóma og tengsl við sjúklinga. Ég vonast til að þessi vinna geti nýst sem efniviður inn í þverfræðilegt starf við Háskóla Íslands, en við höfum lagt áherslu á að auka það markvisst undanfarin ár.“ Kristín verður áfram stjórnarmaður í háskólaráði Háskólans í Lúxemborg eftir að hún lætur af störfum sem rektor Háskóla Íslands 30. júní nk. og þá mun hún einnig starfa áfram að verkefnum fyrir Samtök evrópskra háskóla (EUA).
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira