Kristín Ingólfsdóttir til starfa hjá MIT Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2015 10:59 Kristín Ingólfsdóttir hættur störfum hjá HÍ þann 30. júní næstkomandi. VISIR/Birgir ísleifur Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild, hefur þegið boð um að verða gestaprófessor við Massachusetts Institute of Technology (MIT) eftir að hún lýkur störfum sem rektor HÍ síðar á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Kristín mun starfa í tengslum við tvær stofnanir innan MIT. Annars vegar er um að ræða Stofnun í stafrænni kennslu (digital learning) og edX, sem er samstarfsnet MIT og yfir 40 annarra háskóla og stofnana víðs vegar um heim. EdX býður ókeypis opin námskeið á háskólastigi á netinu, svokölluð massive open online courses (MOOCs). Í tilkynningunni segir að Kristín hafi haft mikinn áhuga á þróun þessara og annars konar nýrra kennsluhátta og á áhrifum opinnar þekkingarmiðlunar á starfsemi háskóla. Háskólaráð HÍ skipaði starfshóp fljótlega eftir að háskólar í Bandaríkjunum opnuðu aðgang að námsefni sínu gegnum edX og Coursera fyrir þremur árum. Starfshópurinn kortlagði kosti, galla og tækifæri af þessari þróun fyrir HÍ, en mikil gróska hefur verið í þróun nýrra kennsluhátta innan skólans. Þá hefur Kristín sem stjórnarmaður í Samtökum evrópskra háskóla (European University Association; EUA) leitt nefnd sem fylgist með þróun stafrænna kennsluhátta og miðlar til 850 háskóla sem eru í samtökunum. Kristín hefur skrifað greinar um þessa þróun, nú nýlega grein sem birtist í bandaríska verkfræðitímaritinu Proceedings of the Institute of Electrical and Electronics Engineers (IEEE). Kristín mun einnig tengjast MIT Media Lab sem er nýsköpunarsetur skólans. Þar fara fram rannsóknir og útfærsla nýstárlegra hugmynda þvert á hefðbundna skilgreiningu og skipulag fræðigreina. Verkefnin snúa meðal annars að tæknilausnum við meðhöndlun sjúkdóma og leiðum til að bæta líf sjónskertra, fatlaðra og fólks sem misst hefur útlimi. Mikið er lagt upp úr tengslum líf- og læknisfræði við verkfræði sem og tengslum sálfræði, félagsfræði og tæknigreina vegna þróunar samfélagsmiðla, nýrra aðferða við kennslu og nám og annarra tæknilausna í daglegu lífi okkar. „Ég er mjög spennt að fá tækifæri til að tengja mína fræðigrein, lyfjafræði, við þróun í upplýsingatækni og lífverkfræði til að bæta greiningu og meðhöndlun sjúkdóma og tengsl við sjúklinga. Ég vonast til að þessi vinna geti nýst sem efniviður inn í þverfræðilegt starf við Háskóla Íslands, en við höfum lagt áherslu á að auka það markvisst undanfarin ár.“ Kristín verður áfram stjórnarmaður í háskólaráði Háskólans í Lúxemborg eftir að hún lætur af störfum sem rektor Háskóla Íslands 30. júní nk. og þá mun hún einnig starfa áfram að verkefnum fyrir Samtök evrópskra háskóla (EUA). Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild, hefur þegið boð um að verða gestaprófessor við Massachusetts Institute of Technology (MIT) eftir að hún lýkur störfum sem rektor HÍ síðar á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Kristín mun starfa í tengslum við tvær stofnanir innan MIT. Annars vegar er um að ræða Stofnun í stafrænni kennslu (digital learning) og edX, sem er samstarfsnet MIT og yfir 40 annarra háskóla og stofnana víðs vegar um heim. EdX býður ókeypis opin námskeið á háskólastigi á netinu, svokölluð massive open online courses (MOOCs). Í tilkynningunni segir að Kristín hafi haft mikinn áhuga á þróun þessara og annars konar nýrra kennsluhátta og á áhrifum opinnar þekkingarmiðlunar á starfsemi háskóla. Háskólaráð HÍ skipaði starfshóp fljótlega eftir að háskólar í Bandaríkjunum opnuðu aðgang að námsefni sínu gegnum edX og Coursera fyrir þremur árum. Starfshópurinn kortlagði kosti, galla og tækifæri af þessari þróun fyrir HÍ, en mikil gróska hefur verið í þróun nýrra kennsluhátta innan skólans. Þá hefur Kristín sem stjórnarmaður í Samtökum evrópskra háskóla (European University Association; EUA) leitt nefnd sem fylgist með þróun stafrænna kennsluhátta og miðlar til 850 háskóla sem eru í samtökunum. Kristín hefur skrifað greinar um þessa þróun, nú nýlega grein sem birtist í bandaríska verkfræðitímaritinu Proceedings of the Institute of Electrical and Electronics Engineers (IEEE). Kristín mun einnig tengjast MIT Media Lab sem er nýsköpunarsetur skólans. Þar fara fram rannsóknir og útfærsla nýstárlegra hugmynda þvert á hefðbundna skilgreiningu og skipulag fræðigreina. Verkefnin snúa meðal annars að tæknilausnum við meðhöndlun sjúkdóma og leiðum til að bæta líf sjónskertra, fatlaðra og fólks sem misst hefur útlimi. Mikið er lagt upp úr tengslum líf- og læknisfræði við verkfræði sem og tengslum sálfræði, félagsfræði og tæknigreina vegna þróunar samfélagsmiðla, nýrra aðferða við kennslu og nám og annarra tæknilausna í daglegu lífi okkar. „Ég er mjög spennt að fá tækifæri til að tengja mína fræðigrein, lyfjafræði, við þróun í upplýsingatækni og lífverkfræði til að bæta greiningu og meðhöndlun sjúkdóma og tengsl við sjúklinga. Ég vonast til að þessi vinna geti nýst sem efniviður inn í þverfræðilegt starf við Háskóla Íslands, en við höfum lagt áherslu á að auka það markvisst undanfarin ár.“ Kristín verður áfram stjórnarmaður í háskólaráði Háskólans í Lúxemborg eftir að hún lætur af störfum sem rektor Háskóla Íslands 30. júní nk. og þá mun hún einnig starfa áfram að verkefnum fyrir Samtök evrópskra háskóla (EUA).
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira